Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 24

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 24
Frá ísafirði Kristjana Sigurðardóttir, frétta- ritari Hlyns hjá Starfsmannafé- lagi Kf. ísfirðinga, sendi Hlyni þetta fréttabréf og myndir af starfsfólki kaupfélagsins. Um leið og Kristjönu er þökkuð fram- kvæmdasemin, er því beint til starfsmannafélaganna og frétta- ritara Hlyns að duga nú vel í að senda Hlyni fréttaefni á þessu ári og framvegis. tsafirði á þorra 1978. Starfsmannafélag K. í. fagnaði nýju ári með fjölmennum fundi í byrjun janúar. Par var margt skraf- að, en til umræðu var t. d. betra samband við stjórn K. í., en því miður virðist það erfitt, því búið er að skrifa stjórninni þrjú bréf, en ekkert svar fengist. Starfsmannafélagið vill t. d. at- huga með afslátt af vörum fyrir félagsmenn og um afnot af hús- næði. Einnig að einn fulltrúi frá S. K. í. fái rétt til setu í stjórn kaupfélagsins. Við höfum frétt, að þar sem svo sé, hafi komist á betra og traustara samstarf milli kaup- félagsins og starfsmannanna. Mikið var rætt á þessum fundi um Holtagarða og telur félagið rétt að allir félagsmenn LÍS eigi rétt til að versla þar. S. K. I. á hlut í Vestfjarðahúsi að Bifröst og dvöldust fjórir félags- menn þar sl. sumar. Vonandi lækk- ar ekki sú tala, þótt eitt kaupfélag, Kf. Dýrfirðinga hafi bæst í hóp þeirra félaga, sem aðild eiga að þessu húsi og bjóðum við það vel- komið. Með hækkandi sól vilja allir lyfta sér upp úr skammdeginu og það ætlum við okkur að gera, m. a. með árshátíð 4. mars og sennilega með leikhúsferð til Reykjavíkur nú í vor, eins og við gerðum sl. vor. Einnig er hugur í fólki um rútu- ferð í sumar, t. d. í Vatnsfjörð og þá í samráði við starfsmannafélögin á Flateyri, Þingeyri og Patreksfirði og fleiri stöðum, því alltaf er gam- an að hitta starfsbræður og ræða málin. Við hér á fsafirði biðjum kær- lega að heilsa öllum lesendum Hlyns. Kristjana Sigurðardóttir, fréttaritari.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.