Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 26

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 26
Úr félagslífinu Hort tefldi fjöltefli við félaga í Skákklúbbi Hamragarða. Hinn kunni stórmeistari í skák og góðvinur íslendinga, Hort frá Tékkóslóvakíu, tefldi fjöltefli á 29 borðum á vegum Skákklúbbs Hamragarða þann 23. febr. sl. og var teflt í samkomusal Samvinnu- bankans í Bankastræti. Hort vann allar skákirnar nema eina, sem varð jafntefli. Sá, sem því náði, heitir Helgi Jónatansson og er Keflvík- ingur. Bjarni Tómasson, for- maður Sf. Kf. Árnesinga. Starfsmannafélag Kf. Árnesinga bélt fyrir nokkru aðalfund sinn og var Bjarni Tómasson, rafvirki, kjörinn formaður, í stað David Vokes, og önnur í stjórn þau, Her- borg Friðjónsdóttir, gjaldkeri; Guð- jón Stefánsson, varaformaður; Hólmfríður ritari og Jóhanna Haf- dís, meðstjórnandi. Á þorranum var þorri blótaður mjög kröftuglega og var fjölmenni á blótinu. Velheppnað hópeflis- námskeið hjá KEA. Nýlokið er námskeiði í hópefli eða gruppedynamik, sem haldið var á vegum KEA og Gunnlaugur P. Kristinsson, fræðslufulltrúi hafði veg og vanda af. Námskeiðið stóð í þrjá daga, frá kl. níu til kl. fimm á daginn og þátttakendur voru alls 22. Helmingur þeirra voru deildar- stjórar í verslunum KEA, sex störf- uðu við iðnað og þjónustu á vegum félagsins og fimm af skrifstofum KEA. Leiðbeinandi var Gunnar Arnar- son, sálfræðingur, en hann hefur m. a. haldið tvö slík námskeið í Hamragörðum og það þriðja mun hefjast nú eftir páska. Petta mun í fyrsta sinn, sem samvinnufélag heldur slíkt námskeið fyrir starfs- menn sína, en námskeiðið hjá KEA var þátttakendum að kostnaðar- lausu og haldið í vinnutíma. Sigurður Viggósson kjörinn fyrsti formaður Sf. Kf. Patreksfjarðar. Sl. haust, nánar 28. september, var stofnað starfsmannafélag hjá Kf. Patreksfjarðar. Fyrsta stjórn fé- lagsins er þannig skipuð, að Sig- urður Viggósson er formaður, Arn- fríður Stefánsdóttir gjaldkeri og Magnús Björnsson ritari. Stofnfé- lagar voru 20 starfsmenn kaupfé- lagsins á Patreksfirði og Bíldudal. Frá aðalfundi FSSA. Félag starfsmanna samvinnutrygg- ingafélaganna, FSSA, hélt sinn aðal- fund í Hamragörðum 9. febrúar sl. Ingvar Sigurbjörnsson var endur- kjörinn formaður félagsins, vara- formaður var kjörinn Magnús Steinarsson, ritari Hrafnhildur Por- geirsdóttir, gjaldkeri Rögnvaldur Haraldsson og Pétur Kristjónsson meðstjórnandi. Pá var Sigurður Pórhallsson kjörinn aðalfulltrúi í fulltrúaráð samvinnutryggingafélag- anna til næstu tveggja ára og Ingvar Sigurbjörnsson varamaður. Fyrir var í fulltrúaráðinu frá FSSA, Pétur Kristjónsson. Samþykkt var á fundinum að lífeyrisþegar njóti fullra félagsrétt- inda í félaginu. FSSA á nú þrjú orlofshús að Bif- röst og voru þau vel nýtt sl. sumar, enda leigugjaldi mjög í hóf stillt. Var það 8.500,00 kr. á viku. Hefur félagið notið góðs stuðnings Samvinnutrygginga varðandi fjár- mögnun við byggingu þessara húsa, en FSSA byggði fyrstu orlofshúsin sem reist voru að Bifröst. Á sl. ári var gerður milli FSSA og samvinnutryggingafél. samning- ur um réttarstöðu félagsins fyrir hönd starfsmanna í ýmsum málum, sem ekki heyra beint til kjaramála. Pá var á sl. hausti kjörinn fulltrúi í stjórn samvinnutryggingafélag- anna, með málfrelsi og tillögurétti og var þátttaka í því kjöri mjög góð, eða yfir 98%. Margt að gerast hjá Nemendasambandi Samvinnuskólans. örugglega mun ekkert nemenda- samband skóla starfa jafn mikið og Nemendasamband Samvinnuskólans, NSS. I vetur hefur ýmislegt verið á dagskrá. Nokkrir félagar dvöldu í orlofshúsum að Bifröst um jól og áramót, eins og fram kemur annars staðar í þessu blaði. Haldin var fjölmenn jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og nokkru síðar velheppnað spilakvöld að Hótel Esju. Helgina 10.—12. mars var svo haldið vetrarmót á Akureyri í félagsheimilinu Félagsborg og mætti þar nærri hundrað manns, m. a. hópur úr Reykjavík og nokkrir fé- lagar tóku sér flugvél á Egilsstöð- um og mættu á mótið. Pá er árs- hátíð fyrirhuguð 21. apríl n. k. að Hótel Sögu. Höfuðviðfangsefni NSS er útgáfa árbókar NSS, sem Guðmundur R. Jóhannsson ritstýrir. Er fjórða bindið væntanlegt nú í vor. Á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá stofnun NSS. Handmenntir vinsælar í Hamragörðum. í félagsheimilinu Hamragörðum hafa í vetur verið haldin námskeið í hnýtingum og myndvefnaði, sem notið hafa mikilla vinsælda og færri komist að en viljað. Petta er 26 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.