Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 15
borðið hafði verið klætt jóladúkn- um, þá breiddi Ragnar yfirstýri- maður á borðið smekklegan jóla- löber. Síðan var lagður á borð hátíðaborðbúnaðurinn, sem er í sérstakri vörslu skipstjóra og er ekki notaður nema við hátíðleg tækifæri. Premur jólatrjám var komið fyrir í sölum skipsins og voru þau skreytt á hefðbundinn hátt. Jólaskraut og greni var hengt upp í sölum og víðar. Meðan á undirbúningi jólanna stóð, geisaði stormur útifyrir, sem og um allan Norðursjó og víðar og var þá mörg- um hugsað til starfsbræðranna á sjónum, þeirra sem það hlutskipti var á jólunum að heyja glímuna góðkunnu við Ægi konung í ham. Klukkan 17,30 söfnuðust menn samaii í afturskipinu í boði nokk- urra skipverja þar og lyftu glösum. Klukkan 18,00 mættu skipverjar allir prúðbúnir við matborðið, sem var þá hlaðið orðið kræsingum, en aðalréttur kvöldsins var kalkún. Kert^ljós loguðu og jólastemning var komin á meðal áhafnarinnar. Arnór skipstjóri bauð skipverja vel- komna til jólafagnaðarins, sem hann viðhafði nokkur orð um og bað síðan Sigurð, 3. stýrimann um að lesa upp jólaguðspjallið Lúk. 2. kap. 1.—14. vers. Risu menn úr sætum undir lestrinum. Par með hófst borðhaldið, en meðan á því stóð, voru leikin jólalög af plötum. Að borðhaldi loknu var jólagjöfum deilt út, en Kvenfélagið Hrönn í Revkjavík og Salem sjómannastarf- ið á ísafirði auðsýndu þann rausn- arskap að gefa sérhverjum áhafnar- meðlim jólagjöf. Mikil kátína ríkti, meðan á úthlutun jólagjafanna stóð, en hún fór þannig fram, að bundið var fyrir augun á Ragnari yfir- stýrimanni, Hrafn loftskeytamaður tók svo upp einn pakka í einu, sem hann lyfti upp þannig, að allir aðrir sæju og spurði Ragnar síðan, hver pakkann ætti. Ragnar svaraði að bragði og hafði nöfn til reiðu á hvern pakka og þannig var pökk- unum deilt niður í tveimur um- ferðum. Áhöfn M/s Helgafells vill hérmeð nota tækifærið og þakka kvenfélaginu Hrönn og Salem Sjó- mannastarfinu á ísafirði fyrir góðar og ánægjulegar jólagjafir. Þá las skipstjóri upp jólakveðjur til skips- hafnar. Pegar hér var komið, hafði ónefndur skipsmaður orð á því, að sungnir yrðu jólasálmar, en sá hinn sami er söngelskur mjög, þó ekki fari sögum af sönghæfileikum hans, því hann var ekki talinn hæfur til að syngja í skólasöngkór á námsárum sínum. Skipstjóri bað menn um að rísa úr sætum, meðan sungnir væru jólasálmar og fór fram á við hinn ónefnda að leiða söng- inn, sem hann og gerði með mikilli prýði, því þó að flestir tækju undir, þá heyrðist vart í öðrum en honum einum. Klukkan var orðin um 21,00 þegar staðið var upp frá borðum, eftir mjög ánægjulegar og hátíð- legar samverustundir. Hreiðar yfirvélstjóri bauð nú mönnum upp á púnskollu í vistar- verum sínum. Par sem óvenjulegur litur var á mjöðnum, en hann líktist helst útþynntri tómatsósu, þá fóru menn varlega í sakirnar og voru mjög hógværir þegar veit- andinn hellti í glös þeirra. Pegar til kastanna kom, þá rann mjöður- inn ljúft niður og var haft á orði, að líklega hafi yfirvélstjórinn af bragðvísi litað mjöðinn á þennan óvenjulega hátt. Skemmtu menn sér nú við um- ræður og söng fram eftir kvöldi og áður en varði var aðfangadagur að baki og við tóku jóladagarnir, sem liðu með friði og ró, menn lásu bækur, fóru í gönguferðir, borðuðu góðan mat o. s. frv. Sveinn bryti stóð í eldlínunni þessa dag- ana, framreiddi hverja máltíðina annarri gómsætari og á hann hrós skilið fyrir sitt framlag til ánægju- legrar jólahátíðar. Á hádegi hinn 30. desember lagði M/s Helgafell frá bryggju í Svendborg, fulllestað áleiðis til Reykjavíkur. Siglt var norður Sundin, baujaðar skipaleiðir um Stórabelti og Kattegat fyrir Skagen- vitaskip og var þá stefnu breytt vestur Skagerak áleiðis að strönd Noregs. Prátt fyrir allhvassa NV og N átt, þá sóttist ferðin allvel, þar sem úthafsaldan átti ekki aðgang að þessum innhöfum, sem leiðin lá um. Á gamlárskvöld var borðaður há- tíðarmatur á siglingu í landvari undan Noregsströnd. Síðar um kvöldið, eða klukkan 23,45, boðaði skipstjóri alla áhöfnina upp í íbúð sína til nýársfagnaðar. Á miðnætti var gamla árið kvatt og skálað fyrir nýju ári. Sungið var „Nú árið er liðið“ og skemmtu menn sér áfram við umræður um skeið. Á Nýársdag var opið úthafið fyrir stafni. Pað var haldið uppí sjó og vind á hægri ferð. NV hvassviðri hafði ýft Ægi gamla dægrin á undan, hann hristi skipið og skók með sínum slaghörðu hrömmum, sem sérhver reyndur sjómaður tek- ur fullt tillit til. Undir öruggri stjórn hins happasæla og stjórn- sama skipstjóra, Arnórs Gíslasonar, klauf skipið öldur úthafsins áleiðis heim, þó hægt miðaði um sinn. Arnór hefur um áratuga skeið verið starfsmaður skipadeildar SÍS og síðastliðin 25 ár hefur hann annast skipstjórn á skipum félags- ins. Hann er nú kominn á eftir- launaaldur, en ætlar að starfa á- fram um sinn, þar sem starfsþrek hans er enn mikið og viljinn ein- beittur. Jólahátíðin á öðru fremur að minna okkur á Jesúm, á boðskap- inn sem hann flutti okkur og á það ætlunarverk, sem hann ætlaði okkur ófullkomnum mönnum að vinna að, þ. e. a. s. að feta í fót- spor hans, sýna viðleitni í að lifa lífinu í anda hans. Erindi okkar í þennan heim er aðallega að láta okkur lærast að auðga með okkur samúð og kærleikslund til annarra manna. Kærleikurinn er innsta lög- mál lífsins, en hann var aðalsmerki Jesú í öllu lífi hans og starfi. „Elska skaltu náunga þinn, eins og sjálfan þig“, sagði hann. Slíkt vefst fyrir okkur breyskum mönn- um, sem umvefjum okkur allt of almennt myrkan hjúp efnishyggju, sjálfselsku og tillitsleysis. Gefum okkur tíma til að sinna ætlunar- verkinu. Jólin minna okkur á það á hverju ári. Leitum eftir ljósinu, sem lýsir okkur veginn út úr myrkrinu, inn í veislusalinn. Sigurður Jónsson. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.