Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 28

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 28
Að ofan: Frá Já eða nei-spurningakeppninni í Þjóðleikhúskjallaranum 1956 í tilefni 100 ára frjálsrar verslunar á íslandi. T. h.: Guðrún með bikar fyrir fyrstu verðlaun, Benedikt Gröndal stjórnandi keppninnar í miðið og Jón Þór Jóhannsson t. v., en hannn varð númer tvö og hefur uppskorið þriggja stjörnu koniak fyrir það. — Að neðan: Undirbúningur að blöðrurakstri í Þjóðleikhúskjallaranum. F. v.: Leifur Unnar Ingimarsson, Jón Rafn Guðmundsson, Arnór Valgeirsson, Gunnar Steindórs- son, Örlygur Hálfdánarson og Sveinn H. Valdimarsson. Úr myndasafni Guðrúnar Þorvaldsdóttur Á síðastliðnu ári voru 40 ár liðin frá stofnun Starfsmanna- félags Sambandsins, en félagið var stofnað 10. maí 1937. Ástæða hefði verið til að minnast þess- ara tímamóta veglega í Hlyni og víðar, en það fórst því miður fyrir. Hins vegar var fyrir nokkru gert strandhögg í myndasafni Guðrúnar Þorvaldsdóttur í Inn- flutningsdeild, sem verið hefur virkur félagi í Starfsmannafélagi SÍS um árabil og birtast hér nokkrar svipmyndir af starfi fé- lagsins a. m. k. síðustu þrjá áratugina. Pví miður á félagið ekki neitt skipulagt myndasafn í fórum sínum og þessar myndir eru valdar af handahófi. Það er hins vegar alltaf gaman og for- vitnilegt að sjá „gömul" andlit. Að neðan.: Skemmtinefnd starfsmannafélagsins, sennilega 1961—'62. F. v.: Árnl Reynisson, Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafur G. Sigurðsson, Guðrún Árnadóttir og Guðrún Þorvaldsdóttir að búa sig undir Einar Kjartansson. leiksýningu í Keflavík.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.