Hlynur - 15.02.1978, Page 22

Hlynur - 15.02.1978, Page 22
 Norðurlandaferðir LÍS í sumar Eins og getið var í síðasta Hlyni, mun LÍS, í samstarfi við Samvinnu- ferðir, efna til sérstakra ferða til Norðurlanda fyrir samvinnustarfs- menn nú í sumar. Par sem ferðir LÍS til Norðurlanda hafa orðið mjög vinsælar, er útlit fyrir mikla þátttöku. Pví ætti enginn að draga að panta sér far sem fyrst. Málmey — 26. júní til 5. júlí. Fyrsta ferðin verður til Málm- eyjar, nábúa Kaupmannahafnar handan Eyrarsundsins. Fyrir þá, sem ekki ætla að ferðast á eigin vegum, verður skipulögð c. a. átta daga tjaldferð um Suðvestur-Svíþjóð m. a. til Trollháttan og Gauta- borgar og þaðan með ferju til Norður-Jótlands. Síðan verður hald- ið áfram suður Jótland og yfir á Fjón, Lágland, Langaland, Falstur og Mön, þar sem krítarklettarnir frægu eru og svo endað í Kaup- mannahöfn. Sem sagt, svipuð leið og í fyrra og sagt er frá í 5. tbl. Hlyns ’77. Fararstjóri verður að öllum líkindum, Porsteinn Máni Árnason og dvalið verður á tjald- stæðum. Flogið verður kl. átta, mánudagsmorguninn 26. júní frá Keflavík og heim aftur kl. 13.00 (sænskur tími) miðvikudaginn 5. júlí. Prándheimur — 9. júlí til 24. júlí. önnur ferðin verður til Pránd- heims í Noregi. Flogið verður út sunnudaginn 9. júlí, en ekki 10. júlí, eins og áður hefur verið aug- lýst. Brottfarartími frá Keflavík er kl. átta að morgni. Til baka verður haldið kl. tvö eftir miðnætti frá Prándheimi, mánudaginn 24. júlí í stað sunnudagskvölds, eins og aug- lýst hafði verið. Frá Prándheimi verða skipulagð- ar tvær tjaldferðir. önnur í norður, allt að Bodö og síðan þvert yfir Skandinavíuskagann til baðstrand- arbæjarins Piteá í Norður-Svíþjóð og þaðan í suður upp í sænsku dalina og yfir til Prándheims —- 10 daga ferð. Fararstjóri í þessari tjaldferð verður væntanlega Pétur Kristjónsson. Hin ferðin verður í suður, allt

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.