Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 11
Fyrsta stjórn Lífeyrissjóðs SÍS. F. v.: Skúli Guðmundsson, þá Pórður Pálmason og Ragnar Ólafsson. en hækka á móti fyrstu lánsúthlut- un eftir fimm ára greiðslur í sjóð- inn. Pá mætti nýta heimild Seðla- bankans frá 3. maí 77 um að verðtryggja megi allt að 40% af upphæð láns. — Hvað um verðtryggingu líf- eyris og kaup á verðtryggðum skulcLabréfum frá ríkinu? — Samkvæmt heimild í reglu- gerð lífevrissjóðsins frá 1974 hefur sjóðurinn keypt vísitölutryggð skuldabréf fyrir um 20—30% af ráðstöfunartekjum sínum undan- farin ár. Petta hefur verið gert beinlínis til að verðbæta lífeyri, þó það hafi ekki fengist í gegn nema að hluta til. Lágmarkslífeyrir er þá 12 þúsund krónur og við þá upp- hæð bætast 2% á mánuði fyrir hvern mánuð síðan lífeyrisgreiðslur hófust til viðkomandi. Nú er til athugunar hjá trygg- ingafræðingi sjóðsins að rýmka þessa heimild frekar, þannig að hægt verði e. t. v. að greiða meiri verðbætur. Pað er rétt að taka það fram í þessu sambandi, að ekki er hægt að breyta reglugerð lífeyris- sjóðsins, nema með samþykki fjár- málaráðuneytisins eftir umsögn trvggingafræðings sjóðsins. Pá hafa í vetur verið samþykkt lög frá Alþingi, þar sem lífeyris- sjóðirnir eru skyldaðir til að kaupa vísitölutryggð skuldabréf fyrir 40% af ráðstöfunartekjum sínum, en áður hafa þessi kaup gerst með frjálsu samkomulagi ríkisvaldsins og sjóðanna. —- Hver er eign Lífeyrissjóðs SlS og fyrir hvaða upphæð hafa verið keypt vísitölutryggð skuldabréf? — f árslok 1976 var hrein eign sjóðsins 1.773.544 kr. og hafði auk- ist á því ári um tæpan hálfan milljarð. Pá höfðu verið keypt verðtryggð skuldabréf fyrir tæpl. 240 milljónir og á tveimur árum, þ. e. 1975 og 76 voru vísitölu- bæturnar rúml. 127 milljónir, þann- ig að af þeirri tölu sést að verð- bæturnar geta staðið undir verð- bótum á lífeyri. — Hvaða hugmyndir hefur þú um breytingar á stjórn Lífeyrissjóðs sís? — Ég tel ekki raunhæft að tala um meira en jafna aðild starfs- manna að stjórn sjóðsins eins og er. Núna eru tveir fulltrúar í stjórn kjörnir af aðalfundi Sambandsins og einn af landsþingi LfS, en sá fulltrúi var áður kjörinn af Sf. Sambandsins. Ef samstaða næðist um jafna aðild, ætti einn fulltrúi að bætast við frá hinu nýstofnaða félagi líf- evrisþega, og þá má segja að allir aðilar að sjóðnum ættu fulltrúa í stjórn hans. Ég teldi það mjög jákvætt, ef lífevrisþegarnir ættu mann í stjórn sjóðsins, bæði til að fylgja eftir sínum málum og væntanlega einnig til að eyða ýmis konar tortryggni, sem kann að vera í garð sjóðsins. —• Hvaða vonir gerir þú þér um hið nýstofnaða félag lífeyrisþega? — Ég bind miklar vonir við starf þess og vona að það verði til mikils ávinnings fyrir lífeyris- þegana, hvað varðar upplýsinga- streymi, félagsstarfsemi í ýmsu formi, könnun og sköpun atvinnu- tækifæra og ekki síst að fylgjast með og fylgja eftir öllum mögu- leikum til aukins lífeyris. Fyrir okkur sem erum í stjórn sjóðsins hverju sinni, ekki síst þann sem er sérstakur fulltrúi sjóðsfélaga, verður það mikill mun- ur að hafa þetta félag til að leita til og fá hjá upplýsingar um málin hverju sinni. Ég vonast til þess meðan ég á sæti í stjórn Lífeyrissjóðs SÍS. að geta verið félaginu innan handar og er reiðubúinn að mæta á fund- um eftir því sem ástæður eru til. — Hvað er að frétta af nefnd þeirri, sem sett var á laggirnar til að endurskoða lífeyrissjóðakerfið? — Pað mun vera lítið að frétta. Nefndin var skipuð í febrúar 1976 og átti að skila áliti þá um haustið. Síðan hefur þessi frestur verið framlengdur oftar en einu sinni og síðast til ársins 1980. Pað er ljóst, að mjög erfitt verður að samræma öll sjónarmið í þessu máli. Fulltrúi Lífeyrissjóðs SÍS í þessari nefnd er Skúli J. Pálmason lögfræðingur. — Að lokum. Er ekki kominn tími til að breyta nafni sjóðsins? — Jú, ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að kalla sjóðinn lífeyrissjóð samvinnustarfsmanna, eins og gerð hefur verið samþykkt um á þingi LÍS. Hins vegar er líklegt, að sjóð- urinn verði eftir sem áður kenndur við SÍS. — R. I. HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.