Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 20

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 20
Sveinbjörg í góðum hópi samvinnu- starfsmanna á leið á vináttuviku í Finn- landi sumarið 1976. heimur og allt fór að falla hvert að öðru, eins og reitir í púsluspili, hlutirnir fóru að taka á sig mynd. Ég átti t. d. ákaflega erfitt með að samþykkja það, að allir sem ekki ,,frelsuðust“, eins og kallað er, væru útskúfaðir og helvítis- kenninguna gat ég aldrei viður- kennt, enda hafa síðari tíma kenni- smiðir vikið í veigamiklum atrið- um frá því, sem Biblían segir. Mormónar kenna hins vegar, að við komum í þennan heim úr for- tilveru, jarðlífið er okkar aðal reynslutími og eftir dauðann erum við í andaheimi fram að upprisu, sem verður við síðari komu Krists, en eftir Púsund ára ríkið, verður dómurinn, þar sem allir verða dæmdir samkvæmt verkum sínum. 1 þessum andaheimi gefst öllum tækifæri til að heyra fagnaðarboð- skap Krists og meðtaka hann, enda segir í Biblíunni t. d., að „Jesú hafi farið í andanum og prédikað fyrir öndum í varðhaldi“. Eftir dóminn ganga menn síðan inn í eitthvert hinna þriggja ríkja, sam- kvæmt verkum sínum, en þessi ríki talar Páll postuli um sem Ljóma sólar, Ljóma tungls og Ljóma stjarnanna. Innan hvers þessara ríkja eru síðan ótal stig, þannig að hver og einn fær rétt- látan dóm, samkvæmt því sem hann á skilið. Mormónakirkjan er hin endur- reista kirkja Krists, en sagt var fyrir um endurreisn hennar í Biblí- unni, að hún yrði endurreist fyrir síðari komu Krists, en ýms teikn eru á lotti um að hún sé ekki langt undan. Kristur er höfuð kirkjunnar, en henni er í umboði hans stjórnað af forseta. Engin ákvörðun er tekin á vegum kirkjunnar og engri köll- un úthlutað nema með opinberun, þ. e., leitað sé vilja Drottins í ein- lægri bæn. Við höfum alla sömu helgidaga og þjóðkirkjan, en hjá okkur geta allir piltar hlotið prest- dæmi, þ. e. a. s. ef þeir hafa stund- að kirkju sína vel og lifað vamm- lausu líferni. 12 ára gamlir geta piltar orðið djáknar og kennarar 14 ára. Hver einasti meðlimur kirkjunnar er heimsóttur einu sinni í mánuði til þess að fylgjast með aðstæðum þeirra og hjálpa þeim, ef þess gerist þörf. Pessar vitjanir annast þessir ungu piltar, venju- legast með aðstoð sér eldri manna. Sé þörf á aðstoð, láta þeir biskup vita og hann gerir síðan ráðstafanir til hjálpar. Við 16 ára aldur geta þeir svo orðið prestar og fram- kvæmt ákveðnar helgiathafnir, t. d. skírt. Pegar þeir eru orðnir 18 ára, hljóta þeir svo fullt prestdæmi, þ. e. Melkizedek prestdæmið. Ung- börn eru ekki skírð, en börn eru skírð við átta ára aldur, þegar þau teljast ábyrg gerða sinna. Pess má geta, að enginn prestur tekur laun fyrir starf sitt og engar kallanir innan kirkjunnar eru launaðar, en kallanir eru margar og margbreyti- legar. Mormónar eru þekktir fyri'r mikla og góða almenna menntun og sálgæsla er mjög í fyrirrúmi. Skýrslur sýna, að í Bandaríkjunum eru Mormónar best menntaðasta fólkið, enda byggja þeir á menntun, heilbrigðu lífi og afneita neyslu allra eiturefna. Hreinlífi og helgi hjónabandsins og fjölskyldutengsl eru einnig einkenni þeirra. Sömu- leiðis eru Mormónar mjög lög- hlýðnir og álíta það skyldu sína, að hlýða lögum lands síns. Pegar talað er um Mormóna, kemur mörgum fjölkvænið fyrst í hug. Pað tíðkaðist um tíma. Pegar opinberun kom um það, varð það mörgum leiðtoganna áfall. T. d. er haft eftir Bigham Young, en hann átti yndæla konu og tók þessa opinberun nærri sér, að eitt sinn er hann horfði á líkfylgd fara um götuna, hafi hann sagt, að hann vildi heldur vera í stað þess manns sem í kistunni lægi, en að fylgja þessu boðorði. Brigham Young eignaðist þó, held ég, yfir 20 konur og fjölda barna. Aldrei voru þó nema örfá prósent þeirra manna, sem í kirkjunni voru, sem fengu að eiga fleiri en eina konu, því með því var strangt eftirlit. Petta sem ég hef sagt um Mormónakirkjuna, er auðvitað mjög sundurlaust, enda ekki unnt að kynna svo mikil trúarbrögð í stuttu máli. Við höfum fram að þessu mætt velvild og skilningi og bisk- upinn hefur tekið okkur mjög vel. Alltaf eru þó viss öfl, sem vilja koma okkur á kné, og ef að líkum lætur, eiga Mormónar hér á landi fyrir höndum einhverjar ofsóknir, eins og raunin hefur orðið annars staðar, í hvernig formi sem það nú verður. En við vinnum nú að þýðingu á Mormónsbók, og mitt starf er m. a. að hafa umsjón með þeirri þýðingu, auk þess að þýða handbækur og margt fleira sem við þurfum á að halda. Við þökkum Sveinbjörgu fyrir veitinguna og spjallið og göngum út í kafaldið. Ekki hafa þessar trú- málaumræður haft úrslita áhrif á viðhorf okkar. Steinar bóndi á Steinum undir Steinahlíðum snéri líka aftur og fór að gera við garð- inn sinn, sem hafði hrunið, meðan hann skrapp að heiman að hitta kónginn. — grj. 20 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.