Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 14
Jólaferð M Þótt nokkuð sé liðið frá jólum, birtist hér frásögn, sem Sigurður Jónsson, stýrimaður á Helgafelli sendi Hlyn, þar sem greint er frá jólahaldi á hafi úti. Um leið og Hlynur færir grein- arhöfundi bestu þakkir, þá er ástæða til að hvetja skipverja á samvinnufarskipunum til þess, að gera meira af því að stinga niður penna og senda Hlyni línu. Pað var 27. nóv. sl., að m/s Helgafell hélt frá Reykjavík áleiðis norður og austur um land með fóðurfarm til losunar á hinum ýmsu höfnum. Áætlað var að leggja síðan í hafið frá Reyðarfirði til Lubeck, Svendborgar og Larvikur. Pað ríkti almenn ánægju meðal áhafnarinnar með áætlunina, þar sem séð var fram á að ef ekki yrðu óeðlilegar tafir á afgreiðslu skipsins, þá næði það heim aftur fyrir jól og yrði jafnvel í Reykjavík yfir jólin. Yfirleitt er það hlutskipti far- mannsins að dvelja fjarri vinum og vandamönnum á stórhátíðum, velkjast þá í hafi eða halda til á erlendri grund. Það ríkti því eftirvænting meðal áhafnarinnar í upphafi þessarar ferðar. Eftir nokkra daga á ströndinni fór það að kvisast, að í athugun væri að lesta fiskimjöl eftir losun fóðursins. Á Akureyri kom síðan tilkynning um að ákveðið væri að lestuð yrði tólg og fiskimjöl til Kaupmannahafnar og Lubeck. Par með var draumur farmannsins um jól heima orðinn að engu. Heilagur Porlákur rann upp í Svendborg á Suður-Fjóni. Verka- menn mættu til vinnu eins og venjulega, við að lesta sekkjað fóður, hásetar unnu að jólahrein- gerningunni og vélamenn lögðu síðustu hönd á jólaseríuna. Fljót- lega mátti sjá að dönsku verka- mennirnir voru staðráðnir í að halda upp á heilagan Porlák, þar sem þeir teiguðu bjórflöskur hverja af annarri, óvenjumargar. Sannsögull skipverji staðhæfði, að einn Dan- anna hefði drukkið 13 flöskur fyrir hádegi. ,,Bjórpásur“ urðu nær sam- hangandi meðal Dananna eftir há- degi, svo það ráð var tekið að gefa þeim jólafrí í fyrra lagi. Landinn sat lengi vel á sér og hneykslaðist jafnvel á framferði Dana; hann skrúbbaði skipið hátt og lágt með hjálp Gvendarbrunnar- vatnsins sem óðum þvarr og mörg- um var eftirsjá í. Pegar Danir höfðu gengið á land, þá var jólaserían hengd upp stafna á milli með hvítum og grænum ljósum á víxl og var hún til mikillar prýði, en m/s Helgafell var eitt skipa meðal margra ljósum skreytt í höfninni í Svendborg yfir jólin. Pað kom síðan að því, að landinn lyfti glasi og var leikið á létta strengi fram eftir kvöldi. Arnór Gíslason skipstjóri bauð, að allir skipverjar borðuðu saman uppi í íbúð hans yfir jóladagana. Á aðfangadag voru því sett upp borð fyrir 20 manns í sal skipstjóra og stóð Eiríkur bátsmaður að upp setningunni af sínum alkunna dugnaði, studdur hásetum sínum. Að uppsetningu lokinni og þegar 14 HLYNUR Wli

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.