Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 12
Við veiðar í Hofsá í Hofsdal. Víða eru skjólgóð og fögur tjaldstæði í Hofsdal. Frá starfsmannafélagi K.B.F. á Djúpavogi Sigurjón Hjartarson. Pað má með sanni segja, að það sé áhugi í hinu nýstofnaða starfs- mannafélagi Kf. Berufjarðar á Djúpavogi, sem var stofnað 15. maí 1977, því á félagsfundi, sem haldinn var 14. janúar sl. var ákveðið að kaupa sumarbústað, er Væntanlegt orlofshús starfsmanna K. B. skyldi vera staðsettur á lóð kaup- félagsins inn í Hofsdal. Pað land var gefið kaupfélaginu á 40 ára afmæli þess 1960 af Birni Jónssyni, þáverandi bónda á Hofi. Pá var landið girt með skógræktar- girðingu og plantað þar trjám, sem F. nú eru fullvaxin tré. Petta land er nú sannkölluð paradís eins og Hofsdalurinn allur. Að vel athuguðu máli með sumarbústað var komist að þeirri niðurstöðu að kaupa svokallað „Willerby" hús, sem er svipað að gerð og hjólhýsi, nema það er stærra og fest niður á steypta stöppla. í sambandi við fjármögnun var samþykkt, að hver starfsmaður greiddi 20 þúsund krónur í stofn- kostnað og kaupfélagið ætlaði að hlaupa undir bagga. Annars verða varla erfiðleikar með fjármagn, því menn vildu þegar fara að greiða sitt framlag strax eftir fundinn, þegar húskaupin voru ákveðin. Svona til gamans má geta þess að kaupfélagið var einmitt stofnað á Hofi árið 1920 og verður því 60 ára 1980. Ætli stofnendurnir hafi velt því fyrir sér þá, að starfs- menn kaupfélagsins sem þeir voru að stofna, ættu eftir að flatmaga í eigin sumarbústað þarna rétt fyrir innan þá, tæpum 60 árum síðar? í fyrra á stofnárinu var félagið að komast í gang og kannski meira talað en framkvæmt. Við fengum þó áheyrnarfulltrúa í stjóm K. B. F. með málfrelsi og tillögurétti. Einn- ig áttum við fulltrúa á landsþingi LÍS sl. haust. Félagsmenn eru nú um 30. Við lítum björtum augum á framtíðina, með það í huga að eyða björtum sumarnóttum inni í Hofsdal. Sigurjón Hjartarson, fréttaritari Hlyns.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.