Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 16
T. v.: Pétur Þorgrímsson og fjölskylda, en þau bjuggu í öðru orlofshúsi Sf. KEA að Bifröst veturinn 1976—'77. T. h.: Auður Torfadóttir og Hafsteinn Hjartarson, en þau dvöldu í orlofshúsi að Bifröst um sl. jól og áramót. Auður var í hópi fyrstu nemenda, sem útskrifuðust frá Bifröst. Pað færist stöðugt meira í vöxt, að dvelja í orlofshúsunum að Bif- röst að vetri til. í vetur hafa bæði nemendur og kennarar búið 1 nokkrum orlofshúsanna, sem e111 orðin alls 24. Voru þau flest byggð með það fyrir augum að þau mætti nýta jafnt sumar sem vetur. Pá gekkst Nemendasamband Sarn- vinnuskólans fyrir því, að fá hus til leigu um síðustu jól og áramot. Dvöldu frá fimm til átta fjölskylB- ur í húsunum yfir hátíðarnar, °S þær fjölskyldur, sem komnar voru á staðinn á aðfangadag, upplifðu allt í einu það, að jólahátíðina bar að í kyrrð og ró. Til stóð að halda áramótafagnað í Hreðavatns- skála og kveikja í veglegum bál- kesti, en þetta fórst fyrir sökum skafrennings. Á nýársdag var hins vegar hið fegursta veður, og þá vat kveikt bál að viðstöddum 40—50 manns, sem síðan tóku að stíga T. v.: f jólaskapi í jólasnjó. Margrét Helga Halldórsdóttir, útskr. '57 frá Bifröst og fjölskylda reyna hæfni sína undir hús- veggnum. T. h.: Slappað af eftir göngu- og skíðaferðir dagsins, í notalegri setustofu.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.