Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 13
Hugleiðingar um nugleiðingar Gamall kunningi Hlyns, Páll Helgason hjá verksmiðjum Sambands- ins á Akureyri sendi Hlyni til birtingar, hugleiðingar vegna greinar Ingólfs Ólafssonar í 6. tbl. Hlyns á sl. ári. Útgáfustjórn Hlyns er afskaplega þakklát fyrir hvert það bréf og hverja þá grein, sem send er blaðinu og það þarf vart að taka það fram, að Hlynur á að vera opinn skoðanavettvangur fyrir samvinnu- menn og öll umræða kærkomin. Þar sem síðasta landsþing LÍS er talsvert til umræðu í greinum Ingólfs og Páls, er rétt að taka það fram, að þær skoðanir sem koma þar fram, eru skoðanir greinahöfunda, en ekki þingsins. Um störf þingsins og ályktanir má lesa í 4. tbl. Hlyns á sl. ári. Að endingu skal það aftur brýnt fyrir lesendum Hlyns, að láta í sér heyra og senda blaðinu línu. Kunningi minn og félagi, Ingólf- ur Ólafsson, ritar hugleiðingar í jólablað ,,Hlyns“, þar sem hann tíundar þann anda, sem svifið hafi yfir vötnum síðasta þings Lands- sambands ísl. samvinnustarfsmanna 1977. Langar mig nú til að hug- leiða þessar hugleiðingar lítillega, þar sem ég tel ýmsar niðurstöður þeirra ekki á rökum reistar. í upphafi máls síns rekur Ingólf- ur nokkuð starfsemi og tilurð þess- ara félagssamtaka og hvað þeim hafi tekist að afreka „með stuðn- ingi sinna fyrirtækja“. Virðist mér þar vera all góður árangur, ef tillit er tekið til þess, að fram á síðustu ár hafa einungis verið til starfs- mannafélög við þau samvinnufyrir- tæki, sem flesta starfsmenn telja. Virðist það, að nú eru til orðin starfsmannafélög við flest sam- vinnufélögin, lofa góðu um fram- hald starfseminnar, ef þau bera gæfu til að starfa saman að þeim málefnum, sem þau hafa valið sér. Hitt virðist mér uggvænlegra, ef þau fara að blanda sér í þá kjara- málapólitík, sem ríkjandi er í land- inu. Enda finnst mér það hljóma dálítið falskt við anda þingsins, ef þeim gengi betur í þeirri baráttu en öllum öðrum aðilum Alþýðu- sambands íslands, sameinuðum. Útgáfustjórn Hlyns. Að sögn Ingólfs, virðist mega ráða, að eitt höfuðverkefni þessa þings hafi verið „sambýlisvandi SÍS“ og „óánægjuraddir um stöðu samvinnuhreyfingarinnar í dag og framkvæmd hennar“. „Minntu menn á yfirlýsingar Erlendar Ein- arssonar og Ólafs Jóhannessonar í vor, um að verkafólki bæri 100 þúsund krónur í mánaðarlaun og væri ekki of mikið“, og bentu á, að „báðir urðu að kyngja þessum fögru fyrirheitum“. Mér vitanlega er Ólafur Jóhannesson enginn samningamaður fyrir samvinnu- hreyfinguna og all traust rök hefi ég fyrir því, að Erlendur Einarsson hafi aldrei gefið „þessi fögru fyrir- heit“. En hyggjum nú svolítið betur að því ósamræmi, sem þingið hneykslaðist svo mjög á. Hver eru laun t. d. „Iðju“-fólks í dag? Meðallaun þeirra, sem starfað hafa í 9 mánuði og munu þó í mjög mörgum tilfellum greidd strax í byrjun, eru nú kr. 112.030,00 á mánuði, auk bónuss, sem getur skipt nokkrum tugum þúsunda á mánuði. Eru þessi laun mikið lak- ari en þau, sem þeir Ólafur og Erlendur „urðu að kyngja“? Og greiða einkafyrirtækin mikið hærri laun? Páll Helgason. Pá virðist hafa verið um það rætt, að einkafyrirtækin, og þá einkum ,,Hagkaup“, væru búin að stela hugsjón samvinnuhreyfingar- innar um lægra vöruverð „þrátt fyrir góða aðstöðu til hagstæðari vörukaupa, eigið skipafélag og ör- uggt dreifi- og sölukerfi um land allt“. Er líklegt, að samvinnuversl- anirnar, sem sjá verða félögum sín- um fyrir öllum vöruflokkum um allt land, og halda uppi fullri þjón- ustu við þá, geti boðið lægra vöru- verð en fyrirtæki eins og „Hag- kaup“, sem er með alla þjónustu í lágmarki og starfar aðeins þar sem söluvonin er mest? Og má ekki líka leiða hugann að því, hvert mundi nú vöruverð einkafyrirtækj- anna ef samvinnufyrirtækin væru ekki til að ráða ferðinni? Pá er talið að hið svokallaða „atvinnulýðræði“ sé mikilvægt starfsfólkinu. Vissi fundurinn ekki, að tveir fulltrúar starfsmannafélaga SÍS sitja alla stjórnarfundi þess, sem þeir vilja, með málfrelsi og tillögurétti? Er þetta fullkomnara hjá einkafyrirtækjunum? Og hafa þessir fulltrúar kvartað undan því að ekki sé á þá hlustað eða að þeir fái ekki að njóta sín? Að þessu athuguðu finnst mér, eins og Ingólfi, rétt að spyrja: „Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum og fara að hugsa eitthvað af viti?“ — Páll Helgason. HLYNUR 13

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.