Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 19

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 19
Hjá SlS hafa unnið þrjár bekkjar- systur mínar úr Kvennaskólanum, þær Ásthildur Tómasdóttir, sem nú er ritari forstjóra, Guðrún Porkels- dóttir, sem einnig var ritari for- stjóra, en er nú gift Jóni Helga- syni, alþm. í Seglbúðum, mági Erlendar Einarssonar og einnig vann í véladeild Svana Magnúsdóttir, sem nú er búsett í Svíþjóð. Ein bekkjarsystir mín var Erla Einars- dóttir, systir Erlendar. Á þeim árum, er við vorum saman í Kvennaskólanum, var Erlendur bróðir hennar nýkominn heim frá Ameríku, sprenglærður í mörgu og þar á meðal nýjustu samkvæmis- dönsunum, t. d. Jitterbug, sem þá ruddi sér mjög til rúms. Erlendur leigði þá herbergi á Sjafnargötu, að mig minnir, og það var mikill fengur fyrir okkur stelpurnar, þeg- ar hann tók okkur í danstíma og kenndi okkur af sinni miklu snilld. Það var stórskemmtilegt. Svo var ég í ritnefnd Hlyns, en ekki fara miklar sögur af puði mínu þar. En af því litla sem ég gerði, lærði ég heilmikið, og ég veit, að það á eftir að koma sér vel í nýju starfi. Með fullri virð- ingu fyrir fyrri ritstjórum Hlyns, þá tók blaðið algerum stakkaskipt- um við tilkomu nýrrar ritnefndar 1974, og ég tel þetta blað eiga mikinn rétt á sér. Pað er þýðingar- mikill tengiliður milli félaganna, ekki hvað síst þeirra, sem búa úti á landi; það skapar samband milli fólksins. Þar að auki er Hlynur mikið heimildarrit og verður í framtíðinni náma um það sem gerist á hverjum tíma. Ég held að blaðið sé töluvert lesið og skoðað, því margir minnast á efnið við mig, nú og myndirnar vekja alltaf mikla athygli. Leiðarinn held ég að sé alltaf lesinn, en í hitt glugga menn eftir áhuga. Ég er mjög hlynnt norrænu sam- starfi og held, að vináttuvikurnar séu mikils virði. Pað er ekki nóg, að topparnir hittist eingöngu, held- ur þarf starfsfólkið líka að fá tæki- færi til þess. Pað er mjög fróðlegt að kynnast samvinnustarfi í öðrum löndum, því vináttuvikurnar eru ekki aðeins skemmtun. Upplýsinga- skipti og samstarf er okkur öllum til góðs og samvinnuhreyfingunni líka. Pað, að hitta fólk, sem vinnur við svipuð störf erlendis, skapar aukna víðsýni og augu okkar opn- ast fyrir því, að við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu, sem er feiki- sterk. Samvinnuhreyfingin er mikil hreyfing og góð hreyfing, ef þess er gætt, að byggja á þeim grunni, sem hún upphaflega var- reist á. — Og nú ætlar þú, Sveinbjörg, að taka upp nýja háttu og snúa þér að trúmálum t söfnuði, sem á sér nokkuð sérstaka sögu og á sér eigin sess í hugum fólks. Hvað viltu segja okkur um Mormóna- kirkjuna? — Pað er rétt að Mormónakirkj- an var kunn hérlendis fyrir og eftir síðustu aldamót og varð þá fyrir miklum ofsóknum og um 200 manns voru flæmdir úr landi. Síðan fara engar sögur af Mormónum hér fyrr en árið 1975, þegar tíu trúboðar koma hingað og hefja starf. í söfnuðinum eru nú um 50 manns og fjölgar hægt, en örugg- lega. Mormónakirkjan var stofnuð árið 1830 af Joseph Smith. Petta er kristin kirkja, sem byggir á boð- skap Biblíunnar og Mormónsbókar ásamt þeim opinberunum, sem Jo- seph Smith hlaut og skráðar eru í sérstakri bók. Þessar bækur eru grundvallarrit kirkjunnar. Engill birtist Joseph Smith og benti hon- um á hvar gullplötur lægju. Á þess- ar gullplötur var Mormónabók letr- uð af spámönnum, sem uppi voru á árunum frá 600 f. Kr. til um 400 e. Kr., en þar er sögð saga frumbyggja Ameríku, Indíánanna. Forfeður þeirra fóru frá Jerúsalem og dvöldu um skeið við Rauða- hafið, þar sem þeir smíðuðu sér farkost, sem flutti þá til Ameríku. Þar komu síðar upp deilur milli trúaðra og vantrúaðra og Mormóna- bók skýrir frá sögu og átökum þessara hópa. Annars er ógerningur að lýsa í stuttu máli efni jafn inni- haldsmikillar bókar og Mormóns- bók er. En bókina þýddi Jóseph Smith af gullplötunum á yfirnáttúrulegan hátt, enda kunni hann ekki mál það, sem þær voru ritaðar á. Síðari tíma rannsóknir og fornleifafundir, t. d. í Perú og Mexikó, styðja sögu Mormónsbókar að mörgu leyti, og eins er fjölmargt í þjóðtrú Indíána, sem kemur mjög heim við efni Mormónsbókar. Mormónsbók er ekki Biblíunni æðri, en þær haldast í hendur og við leggjum þær alveg að jöfnu. Ég hef alltaf verið frekar trú- hneigð, en samt var ýmislegt, sem mér fannst mótsagnakennt og ég átti erfitt með að skilja. Þegar ég fór síðan að kynna mér kenningar Mormóna, laukst upp fyrir mér nýr HLYNUR 19

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.