Hlynur - 15.02.1978, Side 9

Hlynur - 15.02.1978, Side 9
Þessar myndir eru úr sútunarverksmiðju Sambandsins á Akureyri. ( verksmiðjunum á Akureyri, eins og víðar, hafa marglr starfsmenn unnið samfellt í fleiri áratugi og eiga stóran hlut í hinu blómlega samvinnustarfi f dag. Hver eru svo launin að kvöldi? — Uppbrunninn lífeyrir í verðbólgubálinu. máli gegnir, ef sá tími kemur að lífeyrisþegar móti ákveðnar tillögur í sínum málum, þá er þeim að sjálfsögðu ómetanlegur styrkur að stuðningi LÍS varðandi framgang þeirra. — F.iga lífeyrissjóðirnir að draga úr íbúðalánum frá því sem nú er og herða lánskjör? — Pað er hætt við því að hvaða leið sem valin er til að tryggja lífeyrissjóðunum eðlilegan starfs- grundvöll, þá komi það niður á útlánastarfsemi þeirra til íbúða- bygginga, meðan verðbólga geysar. Verkefni sjóðanna er lífeyristrygg- ing og komi sú staða upp að það samrýmist ekki útlánaþættinum til íbúðabygginga, þá verður sá þáttur að víkja meðan svo er ástatt. Líf- eyrissjóðirnir voru ekki myndaðir til að sinna því verkefni og geta það ekki, meðan verðbólgan æðir áfram, nema með fullri verðtrygg- ingu. — Ertu bjarlsýnn á það, að kjör lífeyrisþega verði bætt almennt á næstunni? — Ég er nú ekki ýkja bjartsýnn. Sjóðirnir hafa brunnið upp í hönd- um okkar undanfarna áratugi. Menn hafa að vísu harmað þetta, en þar við situr. Spurning er hvort nú er að verða nokkur stefnubreyting í alvöru. Haldi svipuð verðbólga áfram næstu árin, finnst mér lík- legt að svonefnt ,,gegnumstreymi“ lífeyrisbóta komi helst til greina. Enn sem komið er á sú hugmynd fáa formælendur og það ýtir ekki undir mikla bjartsýni. — R. I. Einn lífeyrissjóður fyrir samvinnustarfsmenn Einn af elstu lífeyrissjóðum hér á landi og jafnframt einn af þeim stærstu, er Lífeyrissjóður SÍS. Um nokkur ár hefur Geir Magnússon, framkvæmdastjóri verið fulltrúi samvinnustarfs- manna í stjórn sjóðsins og til að fræðast um starfsemi sjóðs- ins var Geir tekinn tali. — Hvenær var Lífeyrissjóður SÍS stofnaður? — Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. janúar 1939, en þá hafði aðalfundur SfS árið áður samþykkt stofnun sjóðsins og lagði Samband- ið fram eitt hundrað þúsund krón- ur sem stofnframlag, ,en það mundi samsvara rúmlega 55 milljónum króna í dag, ef miðað er við kaup hafnarverkamanna. Pá er einnig að líta á það, að fastráðnir starfsmenn voru þá aðeins nokkrir tugir. Annars mun hafa verið farið að ræða um stofnun lífeyrissjóðs fyrir samvinnustarfsmenn um 1920, eftir því sem Hallgrímur Sigtryggsson hefur upplýst, en hann er nú einn á lífi af þeim, sem hófu störf hjá SfS fyrir 1920 og nokkrum sinnum eftir það bar þetta mál á góma á aðalfundum Sambandsins. Pegar lífeyrissjóðurinn var loks stofnaður, var það ekki síst fyrir forgöngu ýmissa forráðamanna í Sambandinu á þeim tíma, s. s. Jóns Árnasonar, og fyrsti fulltrúi starfsmanna í stjórn var Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, sem nú situr í stjórn sjóðsins, kjörinn af aðalfundi Sambandsins, ásamt Erlendi Einarssyni forstjóra. — Hvað lögðu starfsmenn mikið í sjóðinn á þeim tíma? — Starfsmenn greiddu 3% og HLYNUR 9

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.