Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 21

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 21
Vináttuvika á Islandi í sumar Eins og áður hefur komið fram, mun LÍS standa fyrir svokallaðri vináttuviku á íslandi í sumar með þátttöku samvinnustarfsmannna frá öllum Norðurlöndunum. Pað er þó varla réttnefni að kalla þetta vin- áttuviku, því ferðalagið frá upphafi til enda er 10 dagar. Byrjar 26. júní. Norræni hópurinn sem sjálfsagt verður um 50 manns (10 til 13 frá hverju landi), kemur til Kefla- víkur frá Malmö, mánudaginn 26. júní, þegar flugvél Arnarflugs hefur skilað af sér hópi samvinnustarfs- manna í Malmö. Síðan mun hópur- inn ásamt íslenskum þátttakendum, sem vonandi verða ekki færri en 10, halda til Bifrastar og vera þar fyrstu tvær næturnar. Par verður jafnframt haldinn fundur í svo- kölluðu KPA-ráði, en í því sitja tveir fulltrúar frá samtökum sam- vinnustarfsmanna í hverju landi fyrir sig. í sólina á Norðurlandi. Frá Bifröst verður haldið til Akureyrar 28. júní og dvalið í hinum velbúnu húsakynnum Starfs- mannafélags verksmiðja SlS til föstudags. Þegar vináttuvika var haldin hérlendis fyrir þremur árum á Suður- og Vesturlandi, stytti varla upp allan tímann, meðan sólin skein fyrir norðan. Þá var ákveðið, að næsta vináttuvika skyldi verða á Norðurlandi. Frá Akureyri verður svo haldið austur í Pingeyjarsýslur og gist að Laugum. Jafnframt verður væntan- lega komið í framkvæmd góðri hug- mynd frá síðasta landsþingi LÍS, þ. e. samvinnuhelgi eða móti með þátttöku samvinnustarfsmanna víða að. Hér yrði um að ræða helgina 1. og 2. júlí og mótstaður, Laugar. Væntanlega verður hægt að segja betur frá þessu móti í næsta Hlyni, en það eru starfsmannafélögin á Akureyri og Húsavík, sem hafa sýnt þessu sérstakan áhuga. Suður Sprengisand ef færi gefst. Frá Laugum er svo hugmyndin að halda suður Sprengisand, ef vegurinn verður orðinn fær. Ann- ars verður fylgt byggð, e. t. v. þó farið suður Kjöl. Hugsanlega yrði þá gist í Land- mannalaugum og síðan ekið um Suðurland á hefðbundna ferða- mannastaði og komið til Reykja- víkur, mánudagskvöldið 3. júlí. Síðustu tvær næturnar verður dvalið á einkaheimilum í Reykja- vík og vonandi gefst erlendu gest- unum færi á því að fljúga til Vest- mannaeyja. Peir halda svo heim um hádegi miðvikudaginn 5. júlí. 10 ísl. samvinnustarfsmenn. Vináttuvikur eða mót eins og þetta eru fastur liður í starfi KPA, sem er skammstöfun fyrir samtök samvinnustarfsmanna á Norður- löndum. Parna er um að ræða mjög góða blöndu af ferðalögum, skemmtun og fróðleik um viðkom- andi land og ekki síst samvinnu- starfið. Reynt verður að stilla þátt- tökugjaldi í hóf eins og hægt er, en nánari upplýsingar gefur skrif- stofa LlS í Hamragörðum, sími 21944. Vináttuvikunefnd. Um skipulag og framkvæmd vin- áttuvikunnar sér sérstök fram- kvæmdanefnd, sem er sérstæð að því leyti, að annar helmingurinn er sunnan fjalla, en hinn fyrir norðan. Nefndina skipa þau, Ann Marí Hansen Sf. Kf. Hafnfirðinga, Marta Svavarsdóttir Sf. Samvinnu- bankans, Örnólfur örnólfsson Sf. Sambandsins, Gunnar Jónsson Sf. Kf. Þingeyinga, Jóhann Sigurðsson Sf. verksmiðja SlS og Páll A. Magnússon Sf. KEA. Frá vináttuviku á íslandi sumarið 1975. F. v.: Hans Jörgen Iversen, Danmörku; Ann Marí Hansen og Sigurður A. Magnússon, sem var fararstjóri á vináttuvikunni, með blómskrúð úr Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, sem heimsóttur var. HLYNUR 21

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.