Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 6
Skólakór Samvinnuskólans veturinn 1960—'61. Stjórnandi kórsins þá var sá kunni samvinnumaður, Björn Jakobsson. Við getum gert NSS að einhverri stofnun sem hugsar af alefli um Samvinnuskólann og sinnir útgáfu- málum í gríð og erg. En höfuð þeirrar stofnunar væru þá aðeins fáeinir menn með mikinn áhuga, en algerlega úr tengslum við félaga sína. Pess vegna hef ég alltaf álitið að skemmtanaþáttinn mætti ekki afrækja. Á þann hátt kynnist fólk, nýtur'góðrar stundar og er þá til- búið til meiri átaka á öðrum svið- um. Hvað NSS er tekið alvarlega er eingöngu undir okkur sjálfum komið, hvað við störfum mikið og hvað við getum sýnt mikinn fjölda í starfi okkar. — En á bvern hátt getur NSS orðið skólanum sem traustastur bakhjarl? — Petta var nokkuð rætt á ráð- stefnu NSS, sem áður er getið, og þar var m. a. núverandi skólastjóri að Bifröst. Á ráðstefnunni komu fram ákveðnar skoðanir og vilji til samstarfs, en ég hef ekki orðið var við að skólayfirvöld hafi á neinn hátt leitað til NSS. Sennilega höfum við ekki heldur verið nógu frek að trana okkur fram. En eflaust gætum við á ýmsan hátt komið inn í málin og þá er fyrst að fá fulltrúa í skólastjórn. Pað er öllum ljóst, að félagsmála- þátturinn er sá þáttur, sem lengst situr í Samvinnuskólafólki. Sú stað- reynd, að NSS starfar enn í dag, er næg sönnun þess. Og þetta er í fullu samræmi við hugmyndir stofnanda skólans, Jónasar Jónas- sonar, því í hans huga átti Sam- vinnuskólinn ekki aðeins að vera til að kenna hagnýt verslunarfræði, heldur ekki síður til þess að þroska og styrkja ungt fólk til þess að hefja til vegs hugsjón samvinnu- hreyfingarinnar. Pessi hugmynd Jó- nasar er enn í fullu gildi og sem betur fer, er mér sagt að sá þáttur sé frekar að eflast innan skólans. Að þessi félagslegi þáttur sé ekki vanræktur í skólanum er okkur NSS-félögum mikilvægur og á hon- um byggist allt samstarf okkar við skólayfirvöld og væntanlega innan skólanefndar. — NSS er þá að þínu áliti félag með framtíð fyrir sér? — Pað getur verið það, ef við viljum. Við getum ætlað okkur stóran hlut að starfi skólans og þvi starfi, sem unnið er á Hreðavatns- svæðinu. Pað stendur engum nær en þeim sem stundað hafa nám 1 Samvinnuskólanum, og við sem vorum í Bifröst höfum sterkar taug- ar til staðarins. Menn hafa nú alltaf verið heldur stoltir af því að vera úr Samvinnuskólanum og einu sinni var þetta kölluð ráðherramenntun og mér er sagt, að þar sem tveir eða fleiri sem verið hafa í skólan- um hittast, séu umræður snarlega komnar aftur til þeirra gömlu góðu daga. Snorri sagði líka einu sinni að það sem væri meginmunurinn á nemendum skólans hverju sinni og hinna, sem kæmu í heimsókn eftir nokkur ár væri sá, hvað þeir síðarnefndu væru andskoti feitir. En ég segi það aftur og enn, að starf NSS er algerlega undir okkur sjálfum komið, og ég vona að eftir tuttugu ár hér frá verði enn frekar hægt að merkja spor félagsins. En svona að lokum vil ég óska NSS til hamingju með 20 ára afmælið og Samvinnuskólanum til hamingju með 60 ára afmælið. Petta tvennt eru óaðskiljanlegir aðiljar í mínum huga. — grj. Stjórn NSS 1969—'70. F. v.: Ágúst Haraldsson '68, Sævar Sigurgeirsson '65, Halldór Ásgrímsson '65, Atli Freyr Guð- mundsson, form. '69; Kristín Bragadóttir '69 og Jónas Friðrik Guðnason '66. Einvalalið í borðstofuflokki á Bifröst 1960—'61. F. v.: Sig- mundur Örn Arngrímsson, Jón Alfreðsson, Jóhanna Karls- dóttir og Ólafur Ottósson.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.