Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 10
SÍS 3% á móti. Nú eru það 4% frá sjóðsfélögum og 6% frá fyrir- tækjunum, eða 10% alls. — Og hvað eru sjóðsfélagar margir í dag? — 1 árslok 1976 voru þeir 3213, en ég hef ekki nákvæma tölu sjóðsfélaga um sl. áramót. Hér er um að ræða starfsmenn hjá SÍS og samstarfsfyrirtækjum, s. s. Olíu- félaginu, Samvinnutryggingum og Andvöku, Samvinnubankanum, Osta- og smjörsölunni og Dráttar- vélum og fl. Einnig eru starfsmenn 38 kaupfélaga og fyrirtækja þeirra í sjóðnum. í upphafi voru það hins vegar aðeins starfsmenn SÍS. — Ekki eru þá allir samvinnu- starfsmenn í þessum sjóði? — Nei. KEA hefur sérsjóð, sem reyndar var stofnaður ári á undan SÍS-sjóðnum, og þá er sérstakur lífeyrissjóður fyrir starfsmenn í verksmiðjum Sambandsins á Akur- eyri. Loks munu starfsmenn hjá Mjólkursamsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna hafa sérstakan lífeyris- sjóð og sama er hjá Sláturfélagi Suðurlands. — Hvað finnst þér um samein- ingu þessara sjóða? — Mín skoðun er sú, að þessir sjóðir eigi að sameinast, a. m. k. þeir þrír fyrsttöldu, og það var einmitt samþykkt á síðasta LÍS- þingi að mynda einn sameigin- legan sjóð. Par með er ekki sagt, að Reykjavík eigi að draga til sín fjármagn og stjórn lífeyrissjóðanna. Pvert á móti mætti koma á ein- hvers konar deildaskiptingu. — En hvað þá um einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn? ’ — Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að það eigi að vera fáir en stórir sjóðir í stað eins lífeyris- sjóðs, og samvinnuhreyfingin hefur meiri möguleika á því að halda lífeyrissjóðunum, ef þeir yrðu sam- einaðir í einn sjóð. Pað mælir líka gegn einum sameiginlegum sjóði fyrir alla landsmenn, að eftir því sem sjóðurinn yrði stærri, yrði hann ópersónulegri og minni möguleikar á að sinna persónulegum þörfum hvers og eins. — Hvað nutu margir lífeyris úr Ltfeyrissjóði SÍS á sl. ári? 10 HLYNUR — Ég hef ekki við hendina tölur fyrir 1977, en 1976 voru það 183 einstaklingar, sem fengu greiddan lífeyri, samtals rúml. tuttugu millj- ónir. Ellilífeyrisþegar voru 65, ör- orkulífeyri fengu 4, makalífeyri 76 og barnalífeyri 38. — Hvernig er háttað reglum um greiðslu lífeyris? — Samkvæmt reglum sjóðsins er fyrsti réttur eftir 10 ára starf, þ. e. réttur á ellilífeyri og er hann 121/2% af launum síðasta starfsárs. Hlutfallið hækkar í allt að 60% af launum síðasta árs eftir að hafa greitt til sjóðsins í 30 ár. Hjá sumum lífeyrissjóðum hækk- ar þessi prósenta enn við lengri starfstíma en 30 ár, t. d. um Vi% við hvert ár til viðbótar, og það væri mjög æskilegt, að Lífeyrissjóð- ur SÍS gerði slíkt hið sama. öll endurskoðun á reglum sjóðsins vill hins vegar dragast meðan heildar- endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu stendur yfir, og það getur verið erfitt að breyta hlutum, sem svo standa aðeins í eina nótt, ef svo má að orði komast. Ef við höldum áfram með líf- eyrisréttindin, þá öðlast maki starfsmanns sem fellur frá, rétt til makalífeyris, ef greitt hefur verið til sjóðsins í a. m. k. eitt ár, en hinn árlegi lífeyrir er 11% af síðustu árslaunum maka og síðan til viðbótar, 1% fyrir hvert starfs- ár, uns hámarkinu, 40% er náð, ef starfstími maka hefur verið 30 ár. Barnalífeyrir tekur hins vegar mið af greiðslum almannatrygginga og eru það einu lífeyrisgreiðslurnar, sem eru verðtryggðar í raun. — Er ekki verðbólgan að gera lífeyrisréttindi að einskisverðum hlut? — Pað má segja það að fáir eða engir hafa farið verr út úr verð- bólgunni en lífeyrisþegarnir, þ. e. þeir sem eru í óverðtryggðum líf- eyrissjóðum. Hér áður mun upphæð lífeyris hafa verið miðuð við laun 10 síðustu starfsár. Síðan var þetta lækkað í fimm ár og fyrir stuttu var farið að miða lífeyri við laun síðasta starfsárs. Pegar það var samþykkt, þurfti til ábyrgð allra Hermann Porsteinsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs SÍS. samvinnufélaganna samkvæmt kröfu tryggingafræðings sjóðsins. Pað segir sig svo sjálft, að þegar verðbólga er kannski 30—50% milli ára, rýrnar lífeyririnn gífur- lega nema verðbætur komi til. — Svo er það andstæðan við lífeyririnn, þ. e. hyggtngarlánin. Par hafa sjóðsfélagar hagnast á verðbólgunni. — Pað má segja það, sérstaklega þeir, sem fengu lán áður en .vextir urðu breytilegir eftir 1960 og fóru að fylgja almennum vöxtum. Á stofnfundi félaga lífeyrisþega í Hamragörðum fyrir stuttu, nefndi Hermann Porsteinsson fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs SÍS ein- mitt dæmi um þetta, þ. e. fyrsta lánið, sem tekið var um 1956 hjá Iífeyrissjóðnum. Lánið var til tuttugu ára og síðasta afborgunin var fimm þúsund krónur. Hefði lánið verið verðtryggt, hefði síðasta afborgunin verið um 120 þúsund krónur, og þennan mismun getum við kallað verðbólgugróða. Pað er svo hins vegar mikilvæg- ur þáttur í öryggi lífeyrisþega að hafa eignast eigið húsnæði á hag- kvæman hátt, m. a. vegna hag- stæðra lána úr lífeyrissjóði. — Á ekki að stefna að þvt að verðtryggja lánin eins og lífeyri? — Fyrst á að verðtryggja líf- eyririnn og það er hægt í dag að nokkru marki. Svo ætti að koma til skoðunar að þrengja lánaréttinn, þannig að lengri tími líði þar til hægt væri að fá viðbótarlán, en í dag er það fimm ár. Einnig kemur til skoðunar að fella niður hálf lán, sem veitt hafa verið eftir 3 ár,

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.