Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 5
Stjórn og fulltrúaráð NSS starfsárið 1972—'73. F. v.: Dagbjört Torfadóttir, fulltr. '58; Guðmundur R. Jóhannsson, ritstjóri Hermesar; Þorsteinn Sívertsen '65, Steingerður Einarsdóttir '62, Helga Guðmundsdóttir '70, Guðmundur Bogason, spjaldskrár- ritari; Hallfríður Kristinsdóttir, ritari; Vigdís Pálsdóttir, formaður; Gunnlaugur Sigvaldason, gjaldkeri; Reynir Ingibjartsson, meðstj.; Sigurður Sigfússon '68, Þorgerður Baldursdóttir '67, Sæmundur Alfreðsson ‘69, Tryggvi Geirsson '72, Gunnar Ingi Jónsson '57 og Þór Símon Ragnarsson '59. Nokkra fulltrúa mun vanta á myndina, sem tekin er í Hamragörðum. er og vil ég þá nefna nærtækasta verkefnið, sem er útgáfa Árbókar- innar. í henni er að finna upplýs- ingar um alla þá, sem stundað hafa nám í Samvinnuskólanum síð- an 1918. Petta er ákaflega viða- mikið verk og kostnaðarsamt, en við erum ákveðin í því að ljúka því á tilsettum tíma. Ritstjóri fyrstu þriggja bókanna var Sigurður Hreiðar, en síðan tók viðmælandi minn, Guðmundur R. Jóhannsson við, og er fyrsta bókin frá hans hendi og sú fjórða í röðinni komin í prentun og undirbúningur hafinn að þeirri fimmtu. Ég get ekki stillt mig um að nota tækifærið í þessu viðtali og auglýsa bókina dálítið. Við viljum auðvitað að sem flestir eignist þetta verk og hverjum stepdur það þá nær, en einmitt því fólki, sem les Hlyn, starfsfólki sam- vinnuhreyfingarinnar Bækurnar eru til sölu á mjög hagstæðu verði, og vonandi virðir Reynir mér það ekki til lasts, þó ég vísi til hans í Hamragörðum um sölu á bókinni til þeirra, sem áhuga kunna að hafa. — Nú var baldin ráðstefna á vegum NSS veturinn 1976, sem var stefnumarkandi fyrir framtið- ina. Hvað hefur verið gert í þeim málum? — Því er til að svara að fram- kvæmdir hafa verið í lágmarki. Par kom fram að eðlilegt væri að NSS ætti aðild að yfirstjórn skól- ans. Nú hefur verið skipuð skóla- nefnd og munum við fara fram á að fá aðild að henni og verður það vonandi auðsótt. í því sam- bandi vil ég taka fram að mér finnst sjálfsagt að LÍS fái einnig aðild að skólanefnd. Nú munu ýmsar breytingar á döfinni um menntun samvinnustarfsmanna og námskeiðahald að Bifröst, og er þá mjög eðlilegt að þeir sem stundað hafa nám í skólanum og hafa reynslu úr atvinnulífinu, hafi þar sitt að segja. NSS hefur ætíð sýnt málefnum skólans mikinn áhuga. Auk þessarar ráðstefnu sem þú nefndir, má líka benda á mikla umræðu sem kom í Hermes nr. 23 árið 1972, en þar ræddu ýmsir góðir menn málefni Samvinnuskól- ans og tengsl hans og NSS. Pví miður held ég að þetta blað sé í of fárra höndum, en það er vel þess virði að kynna sér það. — En er NSS tekið alvarlega, er ekki aðeins litið á þessi samtök sem skemmtiklúbb? — Jú, það er eflaust að ýmsu leyti rétt, og ég álít að samkomur og skemmtanir eigi að skipa mikinn sess á félagsstarfinu, einfaldlega vegna þess að þá næst til allra. Að ofan eru árbækur NSS, I, II og III og að neðan er forsíðan á síðasta tölu- blaðinu, sem kom út af Hermesi.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.