Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 27

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 27
Frá jólatrésskemmtun Nemendasam- bands Samvinnuskólans á sl. jólum í Fóstbræðraheimilinu. nýjung í félagsstarfinu, en áður hefur mest verið iögð áhersla á námskeið í tungumálum og félags- málum. Er ljóst að handmenntir af ýmsu tagi njóta nú sívaxandi vin- sælda. Hins vegar bólar ekki mikið á jafnrétti kynjanna í þessu sam- bandi, því enginn karlmaður hefur verið meðal hinna 50—60 þátttak- enda, sem verið hafa á þessum nám- skeiðum. Sísarar unnu Álara í bridge. Nýlega fór fram sveitakeppni í bridge milli bridgemanna frá Sf. Sambandsins og starfsmanna hjá ísal. Að þessu sinni unnu þeir Sambandsmenn með 59 stigum gegn 41, en spilað var á fimm borðum. Petta er bikarkeppni og hafði ísal unnið keppnina næstu tvö skipti á undan, en með þessu tókst að forða því, að þeir ynnu bikarinn til eignar. Hver vill skipta á orlofs- húsum eða íbúðum, við danska samvinnustarfs- menn? Borist hafa óskir frá KPA í Danmörku, þar sem óskað er eftir skiptum á orlofshúsum eða íbúðum við ísl. samvinnustarfsmenn á tíma- bilinu 26. júní til 5. júlí, eða þegar ferð LÍS og Samvinnuferða verður til Malmö. Fimm manna fjölskylda í Holstebro á Jótlandi býður til skiptanna hús nærri vesturströnd Tótlands, og önnur fjölskylda frá Albertslund, nærri Kaupmanna- höfn, óskar eftir íbúð eða sumar- bústað fyrir íbúð eða sumarhús fjölskyldunnar í Danmörku. Peir, sem áhuga hafa á slíkum skiptum, eru vinsamlegast beðnir að hafa sem allra fyrst samband við skrif- stofu LÍS í Hamragörðum. Áskriftargjald Hlyns hækkar í 1200 kr. 1978. Otgáfustjórn Hlyns hefur ákveð- ið að áskriftargjaldið 1978 fyrir Hlyn verði kr. 1.200,00, en það var 850,00 kr. á sl. ári. Hér ræður verðbólgan ferðinni eins og víðar. Otgefin tölublöð verða væntanlega 6 á þessu ári, eins og undanfarin ár og hvert blað 32 síður. Verð hvers blaðs verður því 200 krónur og getur það varla kallast annað en gjafverð, þrátt fyrir allt. Ratleikjabrautir á Hreðavatnssvæðinu. Ratleikur eða orientering á nor- rænum málum, er nafn á íþrótta- grein, sem fáir kannast við hér á landi, en er annars mjög vinsæl um öll Norðurlönd. Iþróttin er fólgin í því að finna ákveðin merki samkvæmt korti og áttavita, og sá vinnur, sem fer ákveðna leið og finnur öil merkin á skemmstum tíma. Er þetta einkar vinsæll fjöl- skylduleikur eða íþrótt. Nú hefur verið ákveðið að merkja svokallaðar ratleikjabrautir á Hreðavatnssvæðinu og til að það verði hægt, verður gert nákvæmt kort af þessu svæði og munu Norðmenn væntanlega koma hing- að í vor og annast kortlagninguna. Hefur verið komið á samstarfi milli Samvinnuskólans, orlofshús- anna að Bifröst, Iþróttasambands fslands og Skógræktar ríkisins um þetta mál. Petta mun svo enn auka á gildi Hreðavatnssvæðisins sem afbragðs útivistarlands. Guðmundur Ingimundar- son kjörinn formaður Sf. KRON. 9. mars sl. var haldinn aðalfund- ur Sf. KRON í Hamragörðum. Guðmundur Ingimundarson var kjörinn formaður félagsins í stað Daníels Björnssonar, sem lét af störfum hjá KRON á sl. ári. önnur í stjórn voru kjörin þau, Sigrún Guðmundsdóttir, Bára Valtýsdóttir, Steingrímur Ingólfsson og Erla Kristinsdóttir og til vara, Reynir Sverrisson og Unnur Björnsdóttir. Pá var Unnur kjörin fulltrúi félags- ins í hússtjórn Hamragarða fyrir næsta starfsár hússins. Pá var kjör- ið í svokallaða skógræktarnefnd og kosnir þeir Steingrímur Ingólfsson og Höskuldur Egilsson, en starfs- mannafélagið á skógarreit í Heið- mörk og þangað er farið árlega og plantað trjám. HLYNUR 27

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.