Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 4
Nemendasamband Samvinnuskólans Rætt við Atla Frey Þar sem NSS er tuttugu ára á þessu ári, fannst okkur tilhlýðilegt að ganga á fund formannsins, Atla Freys Guðmundssonar og ræða við hann um félagið og framtíð þess. Nemendasamband Samvinnuskólans er eina nemendasambandið, sem starfar af einhverjum þrótti og hefur einhver áhrif. Við, sem teljumst til þessa félagsskapar, erum oft mjög drjúg yfir því að hafa verið í Samvinnuskólanum og teljum okkur hafa fulla ástæðu til þess. En við megum heldur ekki ofmetnast, og til þess að líta raunhæft á málin, skulum við heyra hvað gert hefur verið og hvað er á döfinni. — Hver er forsaga Nemenda- sambands Samvinnuskólans? — Pessi saga hefur verið rakin áður, en NSS var stofnað 1958, að mestu leyti af nýútskrifuðum nemendum úr Bifröst, en fyrsti formaður þess var einn af eldri nemendum, Sigurvin Einarsson, fyrrv. alþm. Frá upphafi hefur meginverkefnið verið að halda sem bestum tengslum milli þeirra sem stundað hafa nám í Samvinnuskól- anum. En því er ekki að neita, að miklu minni þátttaka hefur verið af hálfu nemenda úr Reykjavíkur- skólanum en við höfum óskað. — En hver hafa þá verið helstu verk NSS? — Meginstarfið hefur verið nokkuð líkt frá ári til árs. Að hausti er haldinn aðalfundur og eftir hann hefst vetrarstarfið. Yfir veturinn er reynt að hafa margs- konar skemmtanir, spilakvöld, dansiböll o. fl. Farin er á hverjum vetri ferð að Bifröst og haldin kvöldvaka þar og keppt í hinum ýmsu íþróttum. Hefur sú heimsókn ætíð verið nokkur viðburður í skólalífinu. Annar megin þátturinn er svo útgáfa fréttabréfa og tímarita. NSS Atli Freyr Guðmundsson. gaf út Hermes um margra ára skeið, 1—2 blöð á ári auk blaðs með nóbelskynningu skólans, en það skáld, sem hlaut Nóbelsverð- laun hverju sinni, var rækilega kynnt uppfrá, með sérstakri dag- skrá. Þegar svo hvorttveggja fór saman að mjög dýrt var orðið að gefa Hermes út, en hann var sendur félögum að kostnaðarlausu, og LÍS hugðist yfirtaka Hlyn, þótti ekkert áhorfsmál að taka þátt í því samstarfi. Og þótt ýmsir sakni gamla Hermesar, þá held ég að samstarfið um Hlyn hafi tekist afar vel. — Starfið hefur nokkuð breyst með tilkomu Hamragarða? — Jú, það má segja það, og auð- vitað hlaut starfið að breytast með svo breiðri samstöðu fleiri félaga. En ef horft er yfir þann hóp, sem sækir Hamragarða að staðaldri, er ljóst að nemendur úr Samvinnu- skólanum eru þar mjög fjölmennir, svo ég segi ekki að þeir beri uppi starfið. í hússtjórninni munu fjórir af sjö Samvinnuskólamenn og í blaðstjórn Hlyns allir. Nú er það ljóst að menn eru ekki valdir til þessara trúnaðarstarfa vegna þess að þeir hafa verið í Samvinnu- skólanum, heldur vegna þess að þetta fólk er atkvæðamikið í félags- starfi. í þessu sambandi getum við vik- ið að stofnun LÍS og starfi. Þar hafa margir lagt hönd að verki, en ég held að á engan sé hallað, þó sagt sé, að hlutur Samvinnuskólans sé alldrjúgur. Ástæðan til þess er auðvitað sú félagslega æfing, sem þetta fólk hefur fengið að Bifröst. 1 mínum huga er samstarf LÍS og NSS sjálfsagt og ætti frekar að fara vaxandi. Þessi félög ættu að hafa álíka hugsjónalegan bakgrunn og ættu að vinna að miklu leyti að sömu verkefnum, m. a. fræðslu- starfsemi og uppbyggingu að Bif- röst. — Ætti þá NSS að helga sig fræðslustarfi t framtiðinni? — Þegar við förum að tala um framtíð NSS, fer málið nokkuð að vandast. Við höfum okkar sam- eiginlega grundvöll, þar sem skólinn 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.