Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 10

Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 10
HAMLET HIKAR Eins og Hamlet krónprinsi forðum er Davíð Oddssyni ætlað að erfa ríkið, að verða leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks á íslandi og í kjölfar- ið leiðtogi þjóðarinnar. Á tímum óöruggs efnahagsástands, sundrungar og stjórnleysis þar sem áhrif þjóðþingsins skreppa saman, kallar fólk á sterkan leiðtoga. F>að er gömul saga og ný. Davíð Oddsson er sá maður og sú skoðun nær langt út fyrir raðir sjálfstæðis- manna. Samkvæmt hugmyndafræði Sjálfstæð- isflokksins er sterkt ríkisvald ekki æskilegt fyr- irkomulag og því er það ákveðin þversögn að maður með slíka hugmyndafræði skuli verða ímynd hins sterka stjórnvalds. Pað hafa áður verið sterkir foringjar í Sjálf- stæðisflokknum en Davíð Oddsson er leiðtogi á borð við Ron- ald Reagan. Á sama tíma og menn í viðskiptum og atvinnulífi gera kröfur um minnkandi afskipti ríkisvaldsins kallar almenn- ingur á sterka manninn, herforingjann sem kemur og leysir vanda fólksins eftir langvarandi upplausnarástand sem veikar ríkisstjórnir hafa kallað yfir þjóðina. En rétt eins og Hamlet forðum hikar Davíð. Og það hik vefst fyrir mörgum. Hugtakið forystuvandi Sjálfstœðisflokksins hefur sett svip sinn á alla stjórnmálaumræðu síðasta áratuginn. Pað hafa ekki verið um það háværar raddir né blaðaskrif en það fer ekki dult lengur að ýmsum öflum í Sjálfstæðisflokknum finnst brýn nauðsyn að Davíð taki við forystunni. Enginn vill viðurkenna það opinberlega en stóra spurningin er hvernig leiðtogaskiptin Rétt eins og Hamlet forðum hikar Davíð. Og það hik vefst fyrir mörgum. geti farið fram. í>að er ekki hefð innan Sjálfstæðis- flokksins að hrófla við sitjandi formanni. Árið 1982 varð Davíð Oddsson borgarstjóri Reykjavíkur. Ári síðar var Þorsteinn Pálsson kjörinn formaður flokksins, sá yngsti í sögu hans. Síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar. Ferill annars hefur verið ein stanslaus sigurganga en ferill hins þrauta- ganga. Auðvitað er það tvennt ólíkt að vera borgar- stjóri með „embættismenn sem dýrka hann" eins og aðili úr innsta kjarna flokksins orðar það - eða ungur formaður í þingflokki með ráðríkum og gamalgrónum þingmönnum með eigin kjördæmi á bak við sig. Pað hafa verið allt önnur ljón á vegin- um fyrir Porsteini Pálssyni en Davíð en segja má að sá síðarnefndi hafi stillt sínum ljónum upp sjálfur og sigrað þau. Davíð Oddsson hefur tekið umdeildar ákvarð- anir á ferli sínum en honum hefur einnig tekist að hrinda mörgum þeirra í framkvæmd sem enga forvera hans dreymdi um. Það hrikti í Sjálfstæðisflokknum árið 1988 vegna hinnar umdeildu ráðhússbyggingar en meira að segja hún virðist ætla að verða honum vegsauki. Sama árið gliðnaði ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar undan honum sem sumir segja einhver alvarlegustu mistök íslensks stjórnmálaleiðtoga um árabil. Því skal engan undra að talið um forystuvandann hafi færst í vöxt. Þegar leið að landsfundi flokksins haustið 1989 biðu margir spenntir eftir því hvort nú drægi til tíðinda. Þorsteinn Pálsson vissi vel að Davíð Oddsson færi ekki gegn honum í formanns- kjör. Um það hafði verið þegjandi samkomulag þeirra á milli. En óneitanlega sýnir það styrk Davíðs að hann skuli á þessum fundi hafa orðið varaformaður án þess að til kosninga kæmi. Enginn vissi fyrir landsfund hvað Davíð myndi gera á fundin- um. Hann þurfti ekki að koma, sjá og sigra. Hann bara mætti og þáverandi formaður, Friðrik Sóphusson, vék úr sæti eftir sólarhrings umhugsun. Nákvæmlega þetta er uppi á teningnum núna. Enginn veit með vissu hvað Davíð hyggst fyrir. I síðustu borgarstjórnar- kosningum vann Sjálfstæðisflokkurinn sinn mesta sigur í Reykjavík frá upphafi. Síðan þá hefur þrýstingurinn á Davíð að leiða flokkinn í Reykjavík til næstu þingkosninga aukist mjög. En Davíð lætur ekkert uppi um það hvað hann ætlar að gera. Hann stendur á toppnum en brúnin þar er líka egghvöss. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður í lok októ- ber og framboðsfrestur rennur út um það bil tveimur vikum áður. Það er vel hugsanlegt að Davíð láti ekkert uppi um fyrir- ætlanir sínar í ljósi þess að þrýstingurinn á hann að fara fram vaxi svo mikið að núverandi formanni verði ýtt til hliðar. Dav- íð og Þorsteinn eru fyrir hvor öðrum og Þorsteinn er fyrir flokknum. Ut á við er talað um þá sem æskuvini. Báðir hlutu blessun gömlu flokksforystunnar rúmlega þrítugir sem verð- andi arftakar hennar. Hvorum um sig var falið visst hlutverk. Báðir voru þeir krónprinsar en fljótlega kom í ljós að annar var Hamlet en hinn Ofelía. Davíð hefur ekki aðeins styrkt sig í sessi sem borgarstjóri heldur hefur hann þau tengsl sem fyrrverandi formaður flokksins Geir Hallgrímsson hafði en Þorsteini Pálssyni hefur ekki tekist að efla. Forkólfar í viðskiptalífinu finna samastað hjá Davíð. Samband hans og ritstjóra Morgunblaðsins er gott. Kjarni Eimreiðarklíkunnar er með honum. Hann hefur þau tögl og hagldir sem formanni flokksins er ætlað að hafa. Um ást Hamlets og Ófelíu var engum blöðum að fletta en ýmsir hafa efast um heilindi Davíðs í garð æskuvinar síns Þorsteins. A þeim sjö árum sem liðin eru frá því að Þorsteinn varð for- maður hefur Davíð oft látið uppi efasemdir um stjórnstíl hans og kænsku. Af hverju hikar Davíð eins og Hamlet? Af hverju dembir 10 HEIMSMYND eftir HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.