Heimsmynd - 01.09.1990, Qupperneq 30

Heimsmynd - 01.09.1990, Qupperneq 30
HEIMSMYND SEPTEMBER 1990 s Ijafnköldu, vinda- og úr- komusömu landi og ís- landi eru róm- antískir staöir vandfundnir. I hugum flestra þarf róman- tískt umhverfi að uppfylla fjölmörg skilyrði. Róman- tískasti staður á íslandi þarf að vera hlýr. Þar kemur bæði til veðráttan og umhverfið. Staðurinn þarf að vera á skjólsælum, sólríkum stað þar sem hitastigið fer upp fyrir 20 gráður dag eftir dag yfir sumartímann. Þar þarf einnig að vera gróður, helst hávaxinn trjágróður og mjög skýlt frá náttúrunnar hendi. Sjórinn má ekki vera of langt í burtu. Endur þurfa helst að synda um á tjörn og hvergi má sjást rusl eða annar ófögnuður til að ákveðinn staður eða landsvæði geti kallast rómantískt. Þegar leit- að er að rómantískum stað spillir og ekki einhver sérlega rómantísk minning til dæmis úr tilhugalífi unglingsáranna. Ásbyrgi: Veðursælasti staðurinn í Kelduhverfi RÓMANTÍSKASTI STAÐURÁ ÍSLANPI eftir BJÖRN HRÓARSSON Þeir eru ekki margir stað- irnir á landinu sem uppfylla þessi skilyrði. í einni fegurstu sveit landsins, Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu, er þó staður sem uppfyllir öll þessi atriði og fleiri til. Það er Ás- byrgi, rómantískasti staður á Islandi. Kelduhverfi er ein veðra- besta sveit landsins, óvíða er hlýrra á sumrin, úrkoma er með minnsta móti á landinu og sólskinsstundir margar. Ásbyrgi er svo veðursælasti staður í Kelduhverfi. Þar er mikill trjágróður sem skýlir ferðalöngum fyrir þeirri golu er sleppur ofan í byrgið fram- hjá klettaveggjunum. Kletta- veggirnir eiga einnig sinn þátt í rómantíkinni, þeir endur- spegla geislum sólarinnar af margföldum krafti niður á botn og baka sumargesti á bestu dögum. Fuglalíf er mikið í Ásbyrgi, því miður hafa sjófuglar gert þar strandhögg í sífellt auknum Journées Du Septembre eða septemberdagarnir vísa til fjöldamorða á föngum sem áttu sér stað í París dag- ana 2. til 6. september árið 1792 og hafa stund- um verið nefnd „fyrsti hryll- ingur“ frönsku stjórnarbyltingarinnar. Fjöldamorðin áttu sér stað í kjölfar mikillar múgæsingar í París eftir að konungnum 'hafði verið steypt af stóli í ágúst. Almenningur óttaðist að hinir pólitísku fangar myndu rísa upp og efna til gagnbyltingar sem var í und- irbúningi. Fjöldamorðin hófust þann 2. september þegar hópur fanga var fluttur frá Abba- eye-fangelsinu nálægt Saint- Germain-des-Prés á vinstri bakkanum og vopnuð sveit manna réðst á þá. Dagana á eftir voru fangar myrtir hér og þar í fangelsum Parísar- borgar án þess að borgaraleg yfirvöld fengju rönd við reist. Um tólf hundruð fangar voru drepnir án dóms og laga. Það var ekki einu sinni haft fyrir því að koma á fót mála- myndaréttarhöldum af fang- elsisyfirvöldum. I hópi hinna myrtu voru rúmlega tvö hundruð prestar sem höfðu afneitað endurskipulagningu byltingaraflanna á kirkjunni. Flestir hinna myrtu voru venjulegir glæpamenn. Fjöldamorð þessi voru for- dæmd víða og þóttu besta sönnun þeirrar hrollvekju sem byltingin hafði í för með sér. Spurningin um hver bæri ábyrgð á þessum voðaverk- um varð mikið deiluefni í þjóðþinginu þar sem hinir hófsamari Girondínar ásök- uðu hina róttæku andstæð- inga sína, sérstaklega forkólf- ana Jean-Paul Marat og Georges Danton. Þann 1. september árið 1822 fæddist í Fayett- ville í Norður-Karó- línufylki Hiram Revels préd- ikari og fyrsti blökkumaður- inn sem var kjörinn á Banda- ríkjaþing. Hann sat í öld- ungadeildinni 1870 til 1871. Foreldar Revels voru ekki þrælar en þurftu engu að síð- ur að senda son sinn í skóla til miðvesturríkjanna þar sem engin tök voru á að mennta hann í umhverfi kynþáttahat- urs Suðurríkjanna. Revels hlaut prestsvígslu afrísku meþódistakirkjunnar 1845 og þjónaði sem slíkur í Baltimore jafnframt því sem hann var skólastjóri í skóla fyrir börn blökkumanna. Þegar þrælastríðið braust út 1861 tók hann þátt í skipu- lagningu svartra sjálfboða- liða. Hann var kjörinn á þing Mississippiríkis 1869 og ári síðar var hann kjörinn öld- ungadeildarþingmaður. Hann barðist fyrir afnámi kynþáttamisréttis f skólum en viðurkenndi sjálfur að finna ekki fyrir fordómum sem eini Fyrsti svarti þingmaðurinn svarti þingmaðurinn á Bandaríkjaþingi. Revels lést í Mississippi í ársbyrjun 1901. Vinkona Walters Scott Þann 11. september ár- ið 1762 fæddist í Ham- ilton í Skotlandi, Joanna Baillie, skáld og leik- ritahöfundur, en leikrit henn- ar nutu sérstakra vinsælda þegar dramatísk leikrit voru á undanhaldi. Leikrit hennar Plays on Passion í þremur bindum færðu henni frægð en eru nú löngu gleymd. Baillie er helst minnst nú vegna vin- áttu hennar við landa sinn Sir Walter Scott og fyrir lítinn ljóðabálk Fugitive Verses en það var það fyrsta sem var gefið út eftir hana 1790. 30 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.