Heimsmynd - 01.09.1990, Page 46

Heimsmynd - 01.09.1990, Page 46
/ vo seinheppnir voru tísku- hönnuðurnir þegar þeir klór- uðu sér í koilinum og reyndu að finna haustlínunni eitthvert hugtak að þeir duttu sumir of- an á glasnost-glamor (þver- sögn) í tilraunum sínum til að tengja tískuna alþjóðahyggju og friðvænlegri heimi. En búms! Saddam Hussein ögrar heimsfriðinum og vestrænum efnahag svo ekki sé minnst á beina hagsmuni hátískuhönnuðanna en þeirra bestu kúnnar er olíuyfirstéttin fyrir botni Miðjarðarhafs. A hverju hausti streyma heilu kvennabúrin til há- borga tískunnar, Parísar og New York. Pær stíga út úr gljáfægðum svörtum límósínum með blæjur fyrir andlitinu og kaupa næstum upp lag- erinn af hátískufathaðinum þannig að allir una glaðir við sitt. Japanskar konur eru einnig í hópi dyggustu viðskiptavina vestrænnar tískuframleiðslu, klæðnaðar, skartgripa, úra og snyrtivara. Á nýlegri forsíðu Newsweek var teikning af jap- anskri konu að spranga um í fögru landslagi þar sem vörumerki Chanel, Louis Vuitton, Mercedes Benz, Gucci og Giorgio Armani prýddu náttúruna ásamt málverki eftir Van Gogh. Yfirheiti myndarinnar var: Miklir eyðsluseggir. Vel stæð japönsk brúður hikar ekki við að láta vestrænt tískuhús hanna brúðarkjól sem kostar föður hennar fimmtán millj- ónir yena og algengt er að hundar hinna efnameiri gangi með ólar úr skíragulli um hálsinn. Blaðið sagði frá því að ung japönsk auðkýfingsdóttir hefði eytt um 20 milljónum yena í tískuhúsum Parísar á síðasta ári sem samsvarar tæpum - átta milljónum ís- I lenskra króna. Kaupæðið sem einkenndi marga íbúa vestrænna ríkja á níunda áratugnum virð- ist ekki liðið undir lok en hefur fært sig um set úr vestri til austurs. Enda ekki ólíklegt að tískuhönnuðir á Vesturlöndum taki mið af því hverjir fjárfesta helst í fram- leiðslu þeirra. Margir tískuhönnuðir segj- ast í öllu falli ekki lengur leggja megináherslu á klæðnað framakvenna sem svo einkenndi uppatísku níunda áratugarins. Bandarískur blaðamaður lýsir því þannig að Yves Saint Laurent, Giorgio Armani og Gianni Ver- sace séu allir undir áhrifum realpólitíkur í hönnun sinni. Andinn sem svífi yfir vötnum tískunnar endurspegli þá þróun sem eigi sér stað í alþjóðastjórn- málum. Þar sem menn búist við að aukið frjáls- ræði setji svip sinn á tíunda áratuginn sé klæðn- aðurinn litríkari, sveiflan léttari og útkoman mun afslappaðri en uppaklæðnaður áratugarins á undan. En yfirlýsingar og útkoma geta stangast á. ít- alski hönnuðurinn Moschino, sem vakið hefur athygli fyrir að gefa skít í tískubransann eins og hann leggur sig, er sjálfur gangandi þversögn. Hann framleiðir litla svarta bómullarboli með gylltum bróderingum þar sem á stendur skrif- að: Niður með tískubransannl Verðið er 24 þús- und íslenskar krónur í Bergdorf Goodman í New York! Margt af því sem Moschino fram- leiðir er hins vegar afar fallegt og verðið eftir því. Hann notar mikið svart, rautt og purpur- arautt. Eins og fleiri leggur hann áherslu á að- sniðna jakka með hálfgerðu reiðsniði en hefur þá í sterkum lit og skreytir með svörtum flau- elsslaufum á hliðum og baki. Síðbuxur frá Moschino eru eins og skotapils þar sem felling kemur yfir aðra skálmina. Margir hönnuðir eru komnir með ódýrari línu með nafninu sínu til að stækka kaupenda- hópinn. Þar má nefna hina bandarísku Donnu Karan sem nú framleiðir ódýrari línu undir nafninu DKNY (Donna Karan New York). Blazer jakki frá DKNY kostar um 30 þúsund ís- lenskar krónur. I dýrari kantinum leggur hún enn þá áherslu á svokölluð bodysuit eða þrönga samfestinga, oft úr kasmír, sem nota má undir þykkar peysur, jakka eða vafin stutt pils úr rússkinni en slíka vafninga má einnig nota sem sjöl yfir jakka. Aðrir amerískir hönnuðir sem hafa fylgt í fót- spor DKNY eru Bill Blass, Geoffrey Been, Anne Klein með Anne Klein 11 og Oscar de la Renta með Studio-línuna. Verðmismunurinn er tvö- til þrefaldur. Dragt í dýrari kantinum frá Donnu Karan kostar um 120 þúsund íslenskar krónur en innan við 50 þúsund í DKNY-lín- unni. Hinn ítalski Giorgio Armani hefur árum saman selt fatnað sinn í ódýrari línu sem nefnist Emporio Armani og er nú kominn með sér- stakar Emporio verslanir bæði í London, París (rétt hjá Place Vendome) og New York (á Madison Avenue). I Emporio línunni eru ekki notuð eins vönduð efni og í Giorgio línunni. Blússur og skyrtur eru oft úr gerviefnum og jakkarnir úr ullarblöndu. Fallegur kasmírblaser í ljósgrænu og beige í Giorgio línunni kostar yf- ir 100 þúsund krónur. önnuðurnir Calvin Klein og Ralph Lauren, sem alltaf hafa siglt þarna ein- hvers staðar á milli, halda sínu striki nema verslanir Ralphs í París, Lond- on og New York verða stöðugt íburð- armeiri. Verslun hans á Madison Avenue við 69. stræti er nú á fjórum hæðum og í stigaganginum hanga nú gömul málverk af bandarísku yfirstéttarfólki, konu í reiðfötum, litlum dreng með ljósa lokka í matrósafötum og þenkjandi aristókrötum með bækur í bakgrunni. Allt er þetta liður í mark- eftir HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.