Heimsmynd - 01.09.1990, Page 80

Heimsmynd - 01.09.1990, Page 80
borgar. Kópavogskaupstaður gefur út í haust mikla nótnabók með lögum eftir mig, sem mörg hver hafa ekki sést, eða heyrst, áður. Reykjavíkurborg styður út- gáfu Reykholtsútgáfunnar á bók með myndum eftir mig og æviágripi, sem Jón- as Jónasson útvarpsmaður hefur tekið saman, og henni mun fylgja plata með nýjum og gömlum upptökum á lögum mínum. Ég mun svo halda sýningu á verkum eftir mig 8. desember.“ -Mörg laga þinna tengjast Reykjavík og Reykjavíkurkvœðum Tómasar Guð- mundssonar og eiga sinn þátt í vinsœld- um þeirra. Ertu Reykvíkingur í húð og hár eða aðkomumaður sem hrífst af töfr- um borgarinnar eins og Tómas? „Ég er borinn og barnfæddur í borg- inni, fæddist einmitt á Laufásveginum, nánar tiltekið á númer 47, í húsi sem nú er búið að rífa, beint á móti Galtafelli og í næsta nágrenni við Laufás, þar sem á mínum bernskudögum var enn rekið stórbú. Þetta var í útjaðri bæjarins þá, á mörkum sveitar og bæjar. Þarna var heyjað á miklum túnum og í Vatnsmýr- inni. Briemsfjós var þarna rétt hjá. Þar gátu menn átt kýr. Pabbi átti eina mjólk- urkú sem var komið fyrir hjá Eggert Briem. Kýrnar voru reknar eftir Laufás- veginum til beitar en fluttar út í Viðey þegar leið á sumarið. Þá voru öskuhaug- ar þar sem nú er þessi fagri garður við Tjörnina, Hljómskálagarðurinn. Mér finnst ég líka muna óljóst eftir vögnunum sem tóku við innihaldi útikamranna sem þá voru enn algengir við híbýli manna, ekki veit ég hvar þeir voru losaðir, en minnist lyktarinn- ar þegar þeir fóru E - UIHjBSHKBf hjá. Þá áttu allir fyrirmenn bæjarins líka hesta, enda nauðsynlegir til allra ferða út úr bænum, og mikið um útreiðartúra um helgar á sumrum. Ég man eftir Tvisti Þórhalls biskups, þegar hann kom á gluggann til að sníkja sér eitthvert góð- gæti. Borgþór bæjargjaldkeri, ættfaðir Borg-ættarinnar, bjó neðst á Laufásveg- inum, niður við Bókhlöðustíg, og átti sumarhús inni við gamla Kennaraskól- ann og fór á milli í hestvagni. Þetta þótti svo langt út úr bænum. Foreldrar mínir voru Halldór Sigurðs- son úrsmiður, ættaður af Suðurlandi, og Guðrún Eymundsdóttir, frá Vopnafirði ættuð. Föðurbróðir hennar var Sigfús Eymundsson, bóksali og ljósmyndari, sem bókaverslun Almenna bókafélagsins er enn kennd við og þaðan hlaut ég nafn- ið. Vopnafjörður var svo fjarlægur heim- ur þá að ég vissi lítil deili á ættfólki mínu af þeim slóðum. Þegar ég hitti fyrst Björgvin Guðmundsson tónskáld vissi hvorugur okkar að við vorum skyldir að fjórða og fimmta. Ég kynntist meira ætt- fólki pabba. Það er mikill hagleikur í þeirri ætt og listrænn áhugi, eins og hjá bræðrunum Þórhalli, Magnúsi A. og Ar- sæli Arnasonum. Mamma var músíkölsk og söng mikið. Mér finnst laglínan alltaf hafa verið með mér. Man ekki eftir mér öðruvísi en að melódíur hafi verið mér hugleiknar og hef alltaf verið maður melódíunnar. Annars konar músík kann ég ekki að meta og finnst það opna leiðir fyrir alls konar fúskara þegar formkröfu melódíunnar er sleppt. Ég byrjaði smá- strákur að sækja píanótíma hjá Önnu Pjeturs á Smiðjustígnum, við hliðina á því húsi þar sem bæjarskrifstofur Reykja- víkur voru fyrst til húsa. Síðar sótti ég tíma hjá Katrínu Viðar og Sigurði ísólfs- syni. Svo lá leiðin í Tónlistarskólann þar sem ég lærði píanóleik og tónfræði hjá Viktori Urbancic. Því námi lauk ég reyndar aldrei. Það var svo margt að brjótast í mér á þeim árum og erfitt að taka ákvörðun. Ég byrjaði að vinna í Útvegsbankanum, en brann af löngun til að finna mér lífs- starf þar sem ég gæti lifað af listinni, en þyrfti ekki að hafa hana í hjáverkum eins og var hlutskipti flestra á þessum árum. En tækifærin til þess voru ekki mörg. Ég hafði snemma fengið áhuga á teikningu og myndlist og orðið mér úti um tilsögn hjá Marteini Guðmundssyni myndskera og Birni Björnssyni, föðurbróður Björns Th. listfræðings. Ég fór svo að fást við leiktjaldamálun í Iðnó og fannst ég eygja þar möguleika á lífsstarfi í leikhúsinu í tengslum við tóna og liti. Það varð svo úr að ég dreif mig út til London til náms í leiktjaldamálun og lauk prófi í þeirri grein tæplega tveimur árum síðar. Ann- ars var þetta talið fjögurra ára nám, en mér nýttist reynslan vel héðan að heim- an. Kennari minn var vel þekktur rússn- eskur leiktjaldamálari, Polúnín að nafni, „Hálftíma síðar líomu svo fréttir um fað að tehist hefði að bjarga öllum mönnunum. Léttirinn var ósegjanlegur og ég gehfi að píanóinu og fann tilfinningum mínum útrás í lani ö sem ég nef ndi Pakhargjörð . . .“ en auk þess tók ég listmálun sem auka- fag undir handleiðslu spánsks kennara. Þegar fram liðu stundir fór það svó að aukafagið varð aðalgreininni yfirsterkara og myndlistin varð annar þátturinn í mínu lífi ásamt músíkinni. En eftir heimkomuna vann ég talsvert við leiktjaldagerð, bæði hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og Þjóðleikhúsinu. Skemmtilegast fannst mér samt að vinna að sviðssetn- ingu á revíum og ballet, þar sem leiktjaldahönnuðurinn hefur miklu frjálsari hendur og verk hans tengjast og blandast tónlistinni. Árið 1947 vann ég svo við Stokkhólmsóper- una í eitt ár og fann þá að mín upphaf- lega hugmynd, að blanda saman tónlist og myndlist í lífsstarf með þessum hætti, var alls ekki svo vitlaust mál, þótt hún gengi ekki upp hjá mér á þessum tíma við þær aðstæður sem hér ríktu. Ég vann þv£ oftast fullan vinnudag við önnur störf. Fyrst sem bókavörður við bókasafn hersins á Keflavíkurflugvelli, seinna alllengi á Skattstofunni og loks sem myndlistarkennari við Langholts- skóla. Eitt af hjáverkum mínum hefur verið skrautritun skjala við ýmis tilefni. Það varð til þess að Pétur vinur minn Sigurðsson sjómaður fékk mig til þess að skrautrita fyrir Sjómannadagsráð nöfn allra þeirra sjómanna, sem farast við störf sín, í þar til gerða bók. í sambandi við þetta aukastarf mitt langar mig til að segja þér sögu, sem mér finnst sýna hvernig líf og list verða ekki aðskilin heldur tvinnast saman og falla saman í heild að lokum, bara ef maður veitir því athygli. Þetta gerðist um vetur og óveður brast á eins og hendi væri veifað. Ég heyrði í útvarpinu að talið væri víst að vélbátur- inn Kofri frá Súðavík hefði farist með allri áhöfn, þar á meðal tveimur 16 ára unglingum. Þetta snart mig strax djúpt, ekki síst fyrir það að ég fór að hugsa um það hlutskipti mitt að skrautrita nöfn þessara manna inn í bók Sjómannadags- ráðs. Hálftíma síðar komu svo fréttir um það að tekist hefði að bjarga öllum mönnunum. Léttirinn var ósegjanlegur og ég gekk að píanóinu og fann tilfinn- ingum mínum útrás í lagi, sem ég nefndi Pakkargjörð, eitt af fáum lögum sem ég hef ekki samið við fyrirframgerðan texta. Það kom þarna fyrirhafnarlaust og óundirbúið, spratt úr djúpum sálar minn- ar og undirvitundar án þess ég gerði mér þess grein að ég væri að kompónera. Löngu síðar var ég í málningarleið- angri vestur á ísafirði. Ég hafði fengið aðstöðu í gagnfræðaskólanum og málaði af kappi. Á lognkyrrum sumardegi varð mér gengið niður að höfn og staldraði þar við nýjan, snyrtilegan og fallega mál- aðan bát og nafn hans blasti við mér: Kofri. Uppi .á dekki var maður staddur og veitti athygli áhuga mínum á bátnum: „Finnst þér hann ekki fallegur?" spurði 80 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.