Heimsmynd - 01.09.1990, Side 85

Heimsmynd - 01.09.1990, Side 85
Kristján Eldjárn og Vigdís hafi gert rétt, að nota sér þann rétt sem stjórnarskráin veitir þeim til afskipta af stjórnarmynd- unum á þennan hátt, Kristján 10. gerði það aldrei. Ekki er kunnugt um neina þingræðisþjóð sem gerir ráð fyrir þeim möguleika að mynda annað en þingræð- isstjórn, enda er það alger þversögn. Sví- ar tóku fyrir nokkrum árum stjórnar- myndunarvaldið af þjóðhöfðingjanum og fólu það forseta þjóðþingsins, án þess að nokkurt sérstakt tilefni hefði gefist til þeirrar breytingar. Norðmenn hafa af- numið þingrofsréttinn og þingið verður því að mynda annaðhvort meirihluta- stjórn eða sitja uppi með minnihluta- stjórn. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn aðila utan hins þjóðkjörna þings og þing- ið verður að leysa sín mál innan kjör- tímabilsins. Hér hljóta að takast á þau viðhorf sem endurspeglast annars vegar í ummælum Ólafs Thors um að hann muni hugsa sig um tvisvar, hvort hann stigi fæti í þing- salina undir utanþingsstjórn, hins vegar Steingríms Hermannssonar, að hann teldi það mjög eðlilegt af forseta að knýja þingið til stjórnarmyndunar með hótunum um utanþingsstjórn ella. Hótun Kristjáns Eldjárns 1980 var heyrinkunn og mjög umdeild, enda má leiða rök að því að hún hafi dregið lang- an dilk á eftir sér og innanflokksdeilur í Sjálfstæðisflokknum og lamað starfsemi hans verulega í tíð stjórnartíð Gunnars Thoroddsens. Litlar umræður hafa hins vegar orðið um inngrip Vigdísar 1983, enda mun hún hafa forðast slík afskipti af stjórnarmyndunum síðan. Það er því ekki vegna gagnrýni á frú Vigdísi, sem raddir koma upp nú um hugsanlega frambjóðendur í forsetakosningum. En þá vaknar upp spurningin um það hversu lengi þjóðin telji að hæfilegt sé að forseti sé við völd? Sem forsetaframbjóðandi taldi Vigdís í upphafi að tvö kjörtímabil væru við hæfi. Mótframboð og dræm þátttaka í síðustu kosningum (72,8% móti 90,5% 1980) hafa gefið þeirri hug- mynd byr undir vængi að fleiri muni blanda sér í leikinn að loknu þessu kjör- tímabili 1992. Ásgeir Ásgeirsson sat fjög- ur kjörtímabil, Kristján Eldjárn þrjú. Þriðja kjörtímabili Vigdísar lýkur 1992. Hvað tekur þá við? Mikið veltur auðvitað á því hver ákvörðun núverandi forseta verður. Margir þeir sem nú eru nefndir til fram- boðs og vísa því á bug, mundu eflaust endurskoða hug sinn ef fyrir lægi að for- setinn hygðist ekki leita eftir endurkjöri. Engin hreyfing er fyrir því svo vitað sé að efna til framboðs gegn Vigdísi ákveði hún að leita endurkjörs. Enginn veit vilja hennar á þessari stundu. Frú Vigdísi var gefinn kostur á sjálfstæðu viðtali hér í blaðinu í tilefni af tíu ára afmæli hennar í embætti og sextugsafmæli hennar á þessu ári, en hún hafnaði því. Þeir sem hugsa enn á svipuðum nótum og fyrir tíu árum munu staldra við nafn Guðrúnar Agnarsdóttur. Þótt Kvenna- listinn eigi opinberlega engan formann er þó Guðrún í flestra hugum forystu- kona hans. Kvennalistakonur urðu líka að gera undantekningu frá því prinsippi sínu að skipta öllum kjörnum fulltrúum sínum út eftir sex ár og eru allar horfur á Amerísku „Sealy '-rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samráði við færustu beinasérfræðinga Bandarikjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem Qaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefn án bakverkja að morgni. 15 ára ábyrgð. MarCO hf., Langholtsvegi 111, 2. hæð sími 680690
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.