Heimsmynd - 01.09.1990, Page 86

Heimsmynd - 01.09.1990, Page 86
að Guðrún sitji á Alþingi út kjörtímabil- ið, en færi þá væntanlega ekki í framboð aftur til þings. Guðrún hefur áunnið sér virðingu samþingmanna sinna og kjós- enda almennt fyrir hóglátan, skörulegan og málefnalegan málflutning. Hún hefur líka vakið athygli erlendis, bæði meðal karla og kvenna, sem virðulegur fulltrúi síns málstaðar. Ef breið samstaða næðist um framboð Guðrúnar langt út fyrir rað- ir Kvennalistans þykjast menn sjá að hennar framboð yrði sterkt. Telja má víst að Guðrún tæki ekki áskorunum um framboð, nema nokkuð öruggt væri að konur stæðu einhuga að baki hennar. Því má að minnsta kosti slá föstu að konur munu ekki gefa þann ávinning frá sér, sem þær telja sig hafa náð með kjöri Vig- dísar, án þess að grannskoða möguleika á frambjóðanda sem gæti náð víðtækri samstöðu meðal þeirra. Guðrún var er- lendis þegar þessi grein var samin. Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og höfundur metsölubókarinnar Dagur í lífi Vigdísar forseta, mundi væntanlega falla í sama flokk. Hún hefur getið sér gott orð fyrir framkomu í sjónvarpi, telst til menningarvita, er einstæð móðir. Sá ljóður er á ráði hennar að hún er ekki nema um fertugt og hefðin býður að frambjóðandi sé fimmtíu ára eða eldri. Sama er að segja um Sigrúnu Stefáns- dóttur, hina þjóðkunnu sjónvarpskonu. Þeir sem leita fordæma til fyrri forseta hafa látið sér detta í hug nafn Þórs Magnússonar. En þótt einu sinni hafi gefist vel að tefla fram þjóðminjaverði er ekki þar með sagt að allir þjóðminja- verðir eigi sama hljómgrunn og Kristján Eldjárn. Nafn Sigmundar Guðbjarnason- ar háskólarektors hefur hins vegar tals- vert komið upp í þessu sambandi upp á síðkastið. Nafn Sveins Einarssonar hefur einnig verið nefnt. Hann hefur verið leikhússtjóri eins og Vigdís, menntamað- ur og fagurkeri fram í fingurgóma. Allir eru jtessir menn góðir og gegnir embætt- ismenn, virðulegir í fasi og framgöngu, en teljast þó varla hafa þá persónutöfra, kímnigáfu og léttleika samfara alvör- unni, sem einkennt hefur síðustu forseta. Sá menntamaður, sem oftast er nefndur, er þó Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, skáld og rithöfundur. Matthías er á besta aldri, nýorðinn sex- tugur, hvílir þétt við þjóðarhjartað og greinir vel hjartslátt þess. Hann hefur fremur en nokkur annar sætt þjóðina menningarlega með því að leiða Laxness og Þórberg inn í helgidóma borgarastétt- arinnar og fá þá setta þar á heiðursstall. En Matthías er hreinn og beinn ákafa- maður sem vanur er því að tala umbúða- laust og segja það sem inni fyrir býr hver sem í hlut á. Það er dálítið erfitt að sjá Matthías fyrir sér sem „andlega hlutlaus- an samkvæmt stjórnarskránni1', eins og hann orðaði það sjálfur. Hins vegar er auðvelt að verða svolítið hrifinn af hug- myndinni. Matthías yrði allt öðruvísi for- seti en allir aðrir á undan honum. En er þjóðin tilbúin að taka svo stórt stökk í burt frá hefðinni? HEIMSMYND hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að ákveðnir aðilar hafi komið að máli við Matthías með þessa hugmynd. Um und- irtektir er hins vegar ekki kunnugt, ef nokkrar hafa verið. Ekki var unnt að leita álits Matthíasar, þar sem hann er staddur erlendis. Þeir sem hugsa til stjórnmálamanna staldra við nafn Alberts Guðmundsson- ar, sem ævinlega þykir til alls vís. Albert sagði í símtali við HEIMSMYND að hann hefði að vísu verið í framboði gegn Vigdísi þegar keppt hefði verið um emb- ættið 1980. Hann hefði hins vegar verið einlægur stuðningsmaður hennar síðan og væri sannfærður um að þjóðin hefði valið rétt í þeim kosningum. Hann sagð- ist sem sendiherra finna það hversu ótrú- legum árangri hún hefði náð í að skapa vinsamlegt andrúmsloft í Frakklandi í okkar garð og létt þannig störf fulltrúa íslands og annarra sem hafa þyrftu mikil og góð samskipti við stjórnvöld annarra þjóða eða eiga í viðskiptum erlendis. Hann teldi því að alls ekki ætti að ræða aðra möguleika fyrr en Vigdís hefði látið í ljós vilja sinn í þeim efnum. „Hún er mitt forsetaefni þangað til.“ Þegar Vig- dís lýsti því yfir að tímabært væri að draga sig í hlé, mætti fara að huga að öðrum möguleikum. Fyrr segði hann ekkert af eða á í þeim efnum. Albert er vissulega frambærilegur maður, en sennilega verður hans tími að teljast lið- inn. Svo mikið er víst að kerfið allt mundi snúast gegn honum og ekki mega til þess hugsa að sjá þennan einþykka fyrirgreiðslukappa á Bessastöðum. Steingrímur Hermannsson er líka oft nefndur úr röðum stjórnmálamanna. Eftir atburði síðasta kjörtímabils er mjög ólíklegt að framboð hans næði verulegu fylgi út fyrir raðir Framsóknarflokksins. Að minnsta kosti er erfitt að svo stöddu að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn fylkti sér um hann í æðsta virðingarem- bætti þjóðarinnar. Það má telja næsta víst að félagar Sig- rúnar Þorsteinsdóttur eru ekki af baki dottnir og litu ekki á framboð hennar síðast sem einangraða aðgerð. I þeirra hugum er forsetaembættið valdamikið pólitískt embætti og þeir vilja vinna þeirri hugmynd fylgi að því valdi eigi for- setinn hiklaust að beita. Ekki náðist í Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sem er á ferð og flugi um landið, væntanlega að undir- búa jarðveginn fyrir næstu kosningar. Virðulegir bankastjórar eru líka í þeim hópi sem menn láta sér detta í hug í embætti þjóðhöfðingjans. Nafn Vals Arnþórssonar hefur komið upp í þessu sambandi, til dæmis nýlega í greinarstúf í Frjálsri verslun. Þótt Valur sé hinn virðulegasti í framgöngu og fasi og skorti ekki metnað, er kannski of skammt um- liðið frá umdeildri forystu hans í SIS á miklu hnignunartímabili til þess að til- nefning hans sé tekin alvarlega. Tillagan sýnir þó að menn bera enn mikla virð- ingu fyrir bankastjórum. Meiri alvara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.