Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 88

Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 88
sig að flóknum og ströngum siðareglum alþjóðlegs diplómatís. En við lifum óneitanlega í heimi þar sem gildismat tekur stökkbreytingum, ef ekki frá degi til dags, þá frá einum áratug til annars. Og kannski rennur sá tími upp þegar þeir síðustu verða fyrstir. Það var fullyrt fyrir tvö þúsund árum - og þá hlýtur að vera tími til kominn.D Ætt Þórðar. . . framhald af bls. 73 dómum frá Háskólanum í London, yfir- læknir á lyflækningadeild Landspítalans og prófessor við Háskóla íslands, nú for- seti læknadeildar. Hann hefur verið í stjórn fjölmargra félaga og einnig fengist við þýðingar á leikritum fyrir útvarp. Kona hans er Sólrún B. Jensdóttir sagn- fræðingur. Hún var blaðamaður um skeið en síðar aðstoðarmaður Ragnhild- ar Helgadóttur menntamálaráðherra og nú skrifstofustjóri skólamálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins. Eftir hana liggur meðal annars ritið ísland á brezku valdasvœði 1914-1918. Elsta barn þeirra er Hörður Þórðarson (f. 1965) sem stundar veðurfræðinám í Osló. b. Yngra barn Harðar sparisjóðsstjóra er Anna Harðardóttir (f. 1943), sem lengi var flugfreyja en er nú skrifstofustjóri Læknadeildar Háskólans, gift Leifi N. Dungal, heilsugæslulækni í Breiðholti. Barn Önnu fyrir hjónaband er lngibjörg Helga Valsdóttir (f.1962), gift Kristjáni Sigurðssyni. Þau stunda bæði nám í arki- tektúr í Bandaríkjunum. SNAGGARALEGUR AUGNLÆKNIR 2. Ulfar Þórðarson (f. 1911) augnlæknir í Reykjavík var annar í röð Kleppssystk- ina. Hann hóf nám í augnlækningum í Berlín árið 1936 og kom tilboð um það í kjölfar þátttöku Úlfars í Ólympíuleikun- um það sama ár en hann var í sundknatt- leiksliði Islands sem keppti þar. Að baki því liggur sérkennileg saga sem tengdist áhuga nasista á íslandi svo sem Þór Whitehead prófessor hefur rakið í bók sinni Islandsœvintýri Himmlers. Úlfar stundaði síðan nám í Danmörku og varð sérfræðingur þaðan í augnlækningum. Hann komst til íslands, er stríðið geisaði á fullu, á skipinu Frekjunni en sú för var fræg. Úlfar er einn af þekktustu augn- læknum Reykjavíkur og kippir í kynið fyrir frumleika og snaggaralega fram- komu. Úlfar þykir frammúrskarandi augnskurðlæknir og var svo snöggur að skera stundum að sjúklingarnir voru varla búnir að depla auga þegar hann hafði lokið sér af. Stundum afgreiddi hann svo marga í einu að gleraugun rugl- uðust sem fólkið átti að fá. Úlfar var á yngri árum liðtækur íþróttamaður og var formaður Sundfélagsins Ægis, Knatt- spyrnufélagsins Vals og íþróttabandalags Reykjavíkur um árabil. Ahuga á náttúru landsins erfði hann frá föður sínum og var aðalstofnandi Fuglaverndunarfélags Islands 1963 og fyrsti formaður þess. Þá tók hann og þátt í stjórnmálum og var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um tuttugu ára skeið eða á ár- unum 1958 til 1978 og var meðal annars formaður heilbrigðisráðs og byggingar- nefndar Borgarspítalans. Þrátt fyrir háan aldur stundar hann enn augnlækningar með miklum fítonskrafti. Kona hans er Unnur Jónsdóttir, BA í ensku og frönsku, um skeið kennari við Mennta- skólann í Reykjavík. Börn þeirra voru fjögur: a. Þórður Jón Úlfarsson (1939-1963), flugstjóri og flugleiðsögumaður í Reykja- vík. Hann fórst í ferjuflugi frá Bandaríkj- unum. Kona hans var Guðný Árdal sem nú er gift Gísla Alfreðssyni þjóðleikhús- stjóra. Börn þeirra Þórðar eru Helga Elísabet Þórðardóttir (f. 1956), markaðs- stjóri SAS á íslandi, gift Páli K. Pálssyni, forstjóra Iðntæknistofnunar, Úlfar Ingi fBauknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR OG MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR OG OFNAR $ SAMBANDSINS KAUPFELOGIN HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 UM LAND ALLT VIÐ MIKLAGARÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.