Heimsmynd - 01.09.1990, Page 104

Heimsmynd - 01.09.1990, Page 104
The WorldPaper VISTKERFISBÓKHALD Mæling framfara: ekki með þjóðarframleiðslu einni saman Rök fyrir nýjum þjóðhagsmœlikvörðum Eftir Hazel Henderson í Caracas, Venesúela ÞAÐ VERÐUR Æ ljósara að tilraunir til að stjórna flóknum samfélögum nú- tímans með því að nota þjóðarfram- leiðslu (GNP) sem mælikvarða á fram- farir, er álíka gáfulegt og að reyna að fljúga Boeing 747 með ekkert í tækja- borðinu nema einn olíuþrýstimæli. Það er þó ekki vandasamt að koma fyrir í stjórnborðum þjóðanna miklu fjöl- breyttari og nákvæmari mælitækjum; megnið af þeim upplýsingum, sem til þarf, liggur þegar fyrir. Nýlegar tilraunir, sem gerðar hafa verið til að skilgreina að nýju auðlegð þjóða og framfarir umfram það sem hin úrelta vísitala þjóðarframleiðslu megnar að gera, gætu með tímanum ýtt hag- fræðinni úr því eftirhermuhlutverki sem hún hefur skipað á sviði stefnumótunar. Einn slíkur mælikvarði, Mannþróun- arvísitala Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (HDI), er sigurstranglegur áskorandi á þröngar efnahagslegar skil- greiningar framfara sem vísitala þjóðar- framleiðslu samanstendur af. Með því að HDI-vísitalan tekur upp aðgengileg- ar hagtölur um læsi, lífslíkur og kaup- getu hefur aukinn kraftur færst í umræð- una um endurbætur á vísitölum um þjóðlegan samanburð. GNP-vísitalan var upphaflega sett saman til að mæla árangur hernaðar- framleiðslunnar í síðari heimsstyijöld- inni - og tekur enn til framleiðslu á sprengjum, sprengikúlum og skriðdrek- um. En hún sniðgengur gersamlega gildi náttúruauðlinda, menntunar, ógreidda vinnu sjálfsþurftarbúskapar og einyrkja í atvinnurekstri, sem standa að helmingi heimsframleiðslunnar og nálega 80 pró- senta af fjárfestingunni. Margir pólitíkusar þróunarlandanna halda því fram að stigatafla þjóðarfram- leiðslunnar sé stillt iðnvæddu löndunum í vil. Þeir vitna til öfugsnúinna áhrifa þess að reyna að þóknast Alþjóðagjald- eyrissjóðnum með því að hækka sig á þjóðarframleiðsluskalanum, GNP: vax- andi umhverfisspilling og ágangur á endurnýjanlegar auðlindir, atvinnuleysi og ójöfn tekjudreifing. Við sjáum nú þegar svipaðar afleiðingar í Austur- Hazel Henderson cr sjálfslæður fútúristi og höfund- ur bókarinnar. Stjórnmál á sólöld. Evrópulöndunum þar sem efnahagsum- bætur miðaðar á þjóðarframleiðslumæli- kvarðann eru famar að leiða af sér hættulegt bakslag eins og uppsveiflu at- vinnuleysis í Póllandi. Þar til mjög nýlega hafa ríkisstjórnir þróaðra ríkja og rótfestar efnahags- skriffinnskustofnanir þeirra staðið trúan vörð um réttmæti GNP-mælingar þjóð- arframleiðslunnar, þar sem breyting á þessum samanburðarstigatöflum gæti sýnt þær í óhagstæðu ljósi. Sérhver ríkisstjóm setur sinn eigin snúning á hagtöluþróun þjóðarinnar. Til dæmis ýktu Sovétríkin með kerfis- bundnum hætti hagvöxt sinn mældan í GNP á áttunda og níunda áratugnum. Með svipuðum hætti hafa OECD-ríkin dregið úr atvinnuleysingjatölum sínum með því að endurskilgreina fulla atvinnu þannig að 2 prósent atvinnuleysi taldist full atvinna á sjöunda áratugnum en nú telst 7 prósent atvinnuleysi vera full at- vinna. Að heita má öll OECD-löndin gengu algerlega framhjá umhverfis- kostnaði og rýrnun náttúrulegra auð- linda og, þvert á móti, hækkuðu GNP með því að telja til nytsamlegrar fram- leiðslu kostnaðinn við hreinsun um- hverfisins! Augljósasta sprungan í GNP er að það skuli byggja mælingar sínar á pen- ingatekjum á mann í heimi hrikalegra sveiflna í innbyrðis viðmiðunum gjald- eyris. Af því leiðir að GNP getur ekki gefið samanburð á þeim stundafjölda sem það tekur Sovétmann að afla fyrir brauðhleifi og hversu langan tíma það tekur Japanann að vinna fyrir hrís- grjónaskál. Framtíðarmælikvarðar landanna (Country Futures Indicators), sem ég hef lagt til í áratug að yrðu teknir upp. eru af ásettu ráði opnir í annan endann til að hvetja til umræðu mismunandi menningarumhverfa um skilgreiningar á þróun og framförum. Fyrir utan norður- suður umræðuna um hver er þróaður og hver að þróast verðum við að viður- kenna að öll lönd eru í þróun á mismun- andi vegu - og eru að þróast í heimi þar sem lönd verða sífellt háðari hvert öðru. Þar af leiðir að ég held því fram að nýjar vísitölur sem mælt geti svo marg- víslegar leiðir til þróunar verði í fyrstu að vera án stöðlunar til að forðast þau mistök GNP mælingarinnar, að hrúga einni úreltri hagfræðiformúlunni ofan á aðra til að koma að lokum upp með ein- hverja samtölu. Þessar hefðbundnu hag- fræðimælingar gera fyrirfram ráð fyrir vissu samkomulagi um markmið þróun- ar og eru byggðar á úreltum hugmynd- um, eins og þeim að óhreyfanlegum höfuðstól. Með framtíðarmælikvörðum land- anna er gengið út frá því sem vísu að notendur þeirra séu ekki eingöngu ríkis- stjórnir heldur milljónir miðlungsborg- ara í öllum löndum sem þrá meira lýð- ræði, frelsi og aðild að ákvörðunum. Nú á tímum vilja þegnar allra þjóðfélaga eiga möguleika á að geta dregið stofn- anir sínar, þar á meðal nkisstjórnir, til ábyrgðar fyrir fyrirheit sín og fram- kvæmd þeirra. Nýir efnahagsmælikvarðar geta hjálp- að borgurunum að ákveða hvort ríkis- stjórnir eru að inna af hendi þá bestu þjónustu sem möguleg er miðað við þau lífsgæði sem þeir telja eftirsóknarverð. Og stjórnmálamennirnir munu þurfa betri mælikvarða til að inna þá þjónustu af hendi.* Framtíðarmælikvarðar landanna Nokkrar nýjar leiðir til að mœla framfarir þjóða. Nokkrir þættir í nýrri GNP-formúlu: • Kaupmáttarjöfnuður gjaldmiðla • Tekjudreifing • Framleiðsla utan kaupgreiðslugeirans og í heimahúsum • Frádráttur félagslegs- og umhverfiskostnaðar. • Kostnaðartillit tekið til rýrnunar óendurnýjanlegra auðl • Hlutfallið milli hernaðarlegrar og borgaralegrar framleiðslu sé sett skýrt fram. Aukalegar vísbendingar um framfarir að markmiðum samfélagsins. • Menntun; stig lestrarkunnáttu, fráhvarf skólanemenda. • Heilbrigði: ungbarnadauði, lágur fæðingarþungi, hlutfall þunga/hæðar/ aldurs. • Grunnþjónusta: vatnsveita, sorphreinsun, rafvæðing, sími o.s.frv. • Þroski barna. • Pólitísk þátttaka og lýðræðislegt ferli. • Staða minnihluta, frábrugðinna menningarheilda og kvenna. • Gæði vatns og lofts og mengunarstig. Heimild; Hazel Henderson 104 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.