Heimsmynd - 01.12.1990, Page 14

Heimsmynd - 01.12.1990, Page 14
UPPLJÓSTRANIR ISLENSKAR SKALDSÖGUR SÆKJAI SIG VEÐRIÐ ... ROSAINGOLFSDOTTIR I NYRRI KVIKMYND Úr myndinni Raunarsaga 7.15. TIL HIMNA OG TIL BAKA Unnið er að tökum á nýrri íslenskri stuttmynd, Raunarsögu 7. 15, þessa dagana. Það er Þrjúbíóhópurinn sem stendur að baki þessu átaki en myndin er að öllu leyti fjármögnuð af einkaaðilum. Að sögn Guðmundar Þórarinssonar kvikmynda- gerðarmanns, sem bæði leikstýrir myndinni og er höfundur handrits, fjallar hún um einn dag í lífi Normals nokkurs Sveinssonar. Myndin hefst þegar hann vaknar klukkan 7. 15 að morgni dags sem síðan reynist allt annað en „hans dagur“. Þegar söguhetjan verður fyrir því óláni að verða manni að bana færist fjör í leikinn og berst hann brátt yfir í aðrar víddir, allt til himnaríkis og til baka. Með helstu hlutverk fara Finnbogi Kristinsson sem leikur Normal Sveinsson. Rósa Ingólfsdóttir, sem er landsmönnum að góðu kunn úr sjónvarpi og útvarpi, leikur konu Normals. Björn Ragnarsson fer með hlutverk Lykla Péturs og Einar Vil- bergson leikur húsvörð í blokkinni þar sem Normal og frú búa. Ráðgert er að hefja sýningar á myndinni um miðjan desemb- er á þessu ári. METSÖLUBÓKIN í ÁR? Að mati útgefenda er talsverðra breytinga að vænta á jóla- bókamarkaðinum í ár. Flestir eru þeir sammála um að blóma- tími viðtalsbóka og æviminninga sé að renna sitt skeið. En hvað skyldu bókaútgefendur ætla að selja okkur í ár? Allt bendir til þess að íslenskar skáldsögur eigi eftir að seljast vel. Útgefendur tala um mikinn uppgang í íslenskri skáld- sagnagerð á undanförnum árum og veðja flestir á að vinsæl- ustu bækurnar í ár verði: Meðan nóttin líöur eftir Fríðu Sig- urðardóttur, Hversdagshöllin eftir Pétur Gunnarsson, Síðasta orðið eftir Steinunni Sigurðardóttur, Rauðir dagar eftir Einar Má og Fótatak tímans eftir Kristínu Loftsdóttur. Bókaflóran nú er mjög fjölbreytileg, allt frá kynlífsbók dr. Óttars Guðmundssonar, vættatali Árna Björnssonar, ævisögu slenska kynlífsbókin. Björns á Löngumýri, spennusögunni Fórnarpeð eftir Leó Löve, þýddum skáldsögum eftir Milan Kundera, Isabel All- ende og Dostojevski til grísku harmleikjanna í þýðingu Helga Hálfdanarsonar sem setja punktinn yfir i-ið. NÁÐARGÁFA TIL SÖLU Dulspekiáhugi á íslandi hefur ekki farið dult síðastliðið ár. Námskeið eru auglýst í gríð og erg og erlendir meistarar heimsækja landið í tugavís. Hér eru á ferðinni reikinámskeið, námskeið þar sem fólk á að fá vitneskju um sálarlíf, fyrri líf, sálnagerð og ótal margt fleira. Líkja sumir þessari nýju áráttu við instant kaffidrykkju, nú fái fólk alheimsvitneskjuna á færibandi fyrir nokkur þúsund krónur - tugi þúsunda, jafnvel hundruð þúsunda. Borist hafa spurnir af því að einkaaðilar séu að fá hingað til landsins bandaríska konu með reikinámskeið. Það ku vera námskeið þar sem fólk er læknað með handayfirlögn og hug- arorku. Þetta reikinámskeið mun vera ætlað fólki sem þegar hefur tekið tvö námskeið af svipuðu tagi og er þátttökugjald nú sagt vera hátt í 500 þúsund krónur á mann. Þá var hér á ferðinni nýlega bandarískur kennari sem hélt námskeið í sálnagerðum og er sagt að hann hafi haft um eina og hálfa milljón króna upp úr krafsinu. Því skal engan undra að sumir þessara námskeiðshaldara koma hingað oft. Hér hafa þeir fundið galopin markað. Hitt þykir mörgum verra að á stuttum tíma telja einhverjir íslend- ingar sig vera orðna sérfræðinga á dulspekisviðinu og í að- stöðu til að standa fyrir slíku námskeiðshaldi sjálfir. Þá er kannski ekki hættulegast að þeir hafi nokkra seðla upp úr krafsinu heldur hitt að hér er verið að fara með viðkvæm og vandmeðfarin mál, sálarlíf fólks. Því er spurt hvort ekki sé kominn tími á að kanna hvaða faglegu kröfur eigi að gera til þeirra sem auglýsa námskeið af þessu tagi. 14 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.