Heimsmynd - 01.12.1990, Page 18

Heimsmynd - 01.12.1990, Page 18
sh mun talla i ami mcu m árið sovétríkin munu uusna o —«'ev- »PP.»..»« — — un valda óvæntum brevtingum. EKKI STYRJÖLD Hún rýnir í kristalkúluna, augnaráðið verður fjarrænt og slaknar á öllum vöðvum. Hún lítur upp, í dökkum augunum bregður fyrir bliki. „Arið 1991 markar upphaf nýs tímabils í sögu mannkynsins. Fólk mun verða þess áskynja að nýtt tímabil er gengið í garð og heimurinn verður aldrei aftur samur. Þeir múrar, sem eftir eru og aðskilja fólk, munu hrynja. Þeir sem vilja afturhvarf til fortíðar munu tapa áhrifum og valdi. Mikil öfl eru í gerjun og munu byrja að brjótast fram. Tími alheimsmælikvarðans er upprunninn. Þúsund þjóðríki í ólíkum heimsálfum setja ekki lengur svip sinn á líf jarðarbúa, heldur sú alheimsvitund, sem er komin til sögunnar. En með opnun landamæra og hruni menningarlegra múra og slökun á öllum hömlum munu millj- ónir fátækra manna streyma fram og leita til auðugu tækni- væddu landanna í norðri í leit að betra lífi og auknum tækifær- um fyrir sig og börnin sín. Þessi ríki munu reyna að verjast ásókninni með hertum innflytjendareglum og eftirliti, reisa nýja múra umhverfis sig. Sú stefna stríðir raunar gegn tíðar- andanum og mun ekki duga þegar til lengdar lætur.“ Hún rýnir aftur í kúluna. „Eg sé hnöttinn allan baðaðan sviðsljósi. Yfir honum hvfla tveir skuggar, tákn tveggja stór- velda. Skuggarnir flökta. Annað stórveldið er að hruni kom- ið. Hitt á á hættu að staðna í fortíðinni, skorta sýn á hina nýju tíma. Forystumenn þess eru ófærir um að móta nýja stefnu. Þeir eru of bundnir við hefðina, bregðast við rás atburðanna á tilviljanakenndan hátt en eru ófærir um að móta hana. Það er táknrænt fyrir hina nýju heimsmynd, að á árinu mun verða gert uppskátt um stórt stökk fram á við í geimvísindum og könnun geimsins og öll helstu tækniríkin munu ná sam- komulagi um sameiginlega rannsóknaráætlun og þróun þess- arar uppfinningar. Þetta samstarf vísar fram á við til þess sem koma koma skal: Heims náins samstarfs, þar sem landamæri gegna æ minna hlutverki. En þetta er einn af fáum ljósum punktum. í framvindu ársins eru Austurlönd miðpunktur- inn. Þar er upphlaðin gífurleg spenna og sprengimagn og öll mistök munu verða mjög afdrifarík og móta það tímabil, sem nú er að hefjast til langframa. Ég sé samt ekki að það komi til styrjaldar. Skömmu eftir áramót endurheimtir Kúvæt sjálfstæði sitt á ný. Það verða átök, en þau eru ekki komin á það stig að alheiminum standi ógn af. Ég sé mjög sérkennilegan páfugl og mann klæddan eins og krossfara frá miðöldum. Það er eins og krossferðir miðalda séu að endurtaka sig og langt tímabil sé framundan sem Vesturlönd séu bundin þessu svæði. Saddam Hussein birtist mér á tvennan hátt. Höfuðlaus, en jafnframt í heilagsmannsbúningi. Hvað sem verður um Saddam sjálfan mun það sem hann stendur fyrir halda velli og verka sameinandi á allan almúga í löndum músl- ima. Það verða uppreisnir gegn einvöldum höfðingjum og trú- arofstækismönnum mun hvarvetna vaxa fiskur um hrygg. Mikill órói verður í samfélögum múslima á Vesturlöndum, ég sé hryðjuverk og mannrán og líklega blandast arftakar Khom- einis í þessa atburði. Ég sé heilaga borg, gæti verið Jerúsalem eða Mekka, og það logar í henni. Þetta gæti táknað ófriðarbál. Ég sé stóra mosku og hún er kolsvört. Það blæðir úr sári á járnfugli sem birtist við hlið Saddams. Það er mikið myrkur yfir leiðtogum Miðausturlanda og ógnin sem frá þeim stafar á eftir að vaxa á á árinu. En styrjöldin verður ekki á þessu ári. íraski herinn verður fyrir áföllum, en hervélin með sýkla- og efnavopnum mun áfram ógna heimsbyggðinni. Ástandið í ísrael verður æ ógnvænlegra og leiðtogar þess líklegri til að grípa til örþrifa- ráða, sem gætu teflt málstað Vesturlanda í hættu, án þess að þeir fái rönd við reist. Það stefnir að stríði, en ekki á þessu ári. Ég sé sjóðandi olíu flæða um hnöttinn og sums staðar gjósa upp eldar. Það verður aldrei snúið aftur til olíuverðs á við það sem var fyrir olíukreppurnar þrjár. Þróunarlönd og nýfrjáls ríki Austur-Evrópu munu eiga í gífurlegum erfiðleikum af þessum sökum. Eftirspurn eftir öðrum orkugjöfum vex og gíf- urlegum fjárhæðum varið til að flýta rannsóknum og þróun á öllum möguleikum til að leysa olíuna af hólmi. Þessi þróun mun valda gífurlegum erfiðleikum í þjóðarbúskap íslendinga á næsta ári en verða okkur til framdráttar þegar fram í sækir. Við munum leita allra ráða til að draga saman fiskiflotann og fá sem hagstæðast hlutfall milli olíueyðslu og aflamagns. Ork- an í fallvötnum okkar og jarðhita mun verða eftirsótt og stíga mikið í verði. JÚLÍ ÚRSLITAMÁNUÐUR Á íslandi sé ég kolkrabba og valdaátök. Ég sé broddgölt sem reynist ákveðnum öflum erfiður ljár í þúfu. Áberandi aðili verður lagður að velli en broddgölturinn verður þarna áfram. Það er ólga í viðskiptalífinu og kreppan er ekki úr sögunni. Ég sé svarta þokubakka grúfa yfir miðunum umhverfis landið, en þó er eins og öðru hverju rofi til og sól nái að skína gegnum þokuna. Sjávarútvegur og fiskvinnsla munu eiga í vaxandi erfiðleik- um. Fiskigöngur sem miklar vonir hafa verið bundnar við, munu bregðast og annaðhvort markaðs- eða aflabrestur á síldinni, loðnunni og fleiri fiskitegundum. Átökin milli hagsmuna- aðila í þessum greinum harðna og hafa áhrif á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Hækkandi olíuverð mun þrýsta á um tafarlausan samdrátt í flotan- um og aukna hagkvæmni í vinnslunni. Mótsetn- ingarnar skerpast milli þeirra sem vilja selja 18 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.