Heimsmynd - 01.12.1990, Qupperneq 20

Heimsmynd - 01.12.1990, Qupperneq 20
annar maður, nú óþekktur á Vesturlöndum, láta til sín taka I Sovétríkjunum. Kohl kanslari færist mjög í aukana og mun gegna æ veigameira hlutverki í Efnahagsbandalaginu og málefnum Austur-Evrópu. Tortryggnin í garð Þýskalands í Evrópubandalaginu mun aukast. úrslitin arólinu a» Mónakó tekst ekki að fa áta til að breyta um atstoðu. Alþingi. Kosningabaráttan verður grimm og í ýmsu óvænt. Völvunni finnst ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks líklegust. Þegar þar að kemur sest hann ekki í helgan stein. Hans bíður ákveðið hlutverk. Júlí verður mjög tvísýnn mánuður og á þeim tíma ræðst framtíð okkar þjóðfélags að miklu leyti. Ákvarðanir teknar í júlí munu ráða úrslitum um hvort efnahagslífið fer úr böndun- um hér, kreppan dýpkar og óðaverðbólga heldur innreið sína með þar af leiðandi efnahagshruni. Vaxandi verðbólgu gætir strax á vormánuðum. Ef skynsemin ræður ferðinni í júlí getur sá tími einnig markað upphaf kraftmikilla athafna, fram- kvæmda og þenslu í atvinnu- 'og efnahagslífi. Nokkrar væringar verða í sambandi við forsetaembættið næsta haust. Frú Vigdís Finnbogadóttir mun varast að láta nokkuð uppi um fyrirætlanir sínar þar til í árslok en þá mun hún gera heyrinkunna þá ósk sína að sitja til ársins 1996. Framundan er ekki tími fyrir skapandi athafnafólk. Kerfis- öflum vex fiskur um hrygg. Áhugi á dulspeki dvínar og gerist það meðal annars í sambandi við hneyksli, fjármálalegs og kynferðislegs eðlis, sem tengjast ákveðnum einstaklingum sem hafa verið áberandi og auglýst sig sem frammámenn í andlegum efnum. Trúaráhugi beinist nokkuð í átt að kaþólsku kirkjunni en henni mun aukast ásmegin á alþjóðavettvangi. Þá er vaxandi áhugi á málefnum barna og tíminn leiðir í ljós að þar er þörfin brýn. Árferði verður gott. Hinir snjóþungu vetur undanfarinna ára eru liðin tíð en sumarið verður ekki eins gott og í fyrra. Ég skynja jarðhræringar, jafnvel eldgos. En það er eins og þau verði undir jökli eða á hafsbotni, jarðskjálftar verða óvenju tíðir og sterkir, en ég sé ekki stóra Suðurlandsskjálftann og ekki neitt manntjón við þessi umbrot náttúrunnar. EFTIRSJÁ AÐ THATCHER ósamlyndis gætir í vestrænum ríkjum um afstöðuna til Austur- Evrópu yfirleitt. Hlutverk hins sameinaða Þýskalands í þess- um málum vekur athygli, jafnvel ótta. Ég sé dökkar þyrpingar af fólki á mikilli hreyfingu. Mögu- lega er hungursneyð í vændum og fólk flýr heimkynni sín í stórum stíl. Það er mikill vilji til hjálpar en samgöngukerfið er óvirkt. Gorbatsjev mun eiga mjög í vök að verjast, það er mikið leynimakk, þaulhugsuð plön, gæti komið til valdaráns- tilraunar, sem eykur á ringulreiðina og óskapnaðinn. Ég sé Kohl kanslara færast mjög í aukana á næsta ári og gegna veigameira hlutverki bæði í Evrópubandalaginu og í málefnum Austur-Evrópu. Á sama tíma hnignar Bretaveldi. Það er forystulaust og reikult, tvístígur í málum Evrópu og missir álit á alþjóðavettvangi. Innanlands fer fátækt vaxandi, verðbólga og háir vextir grafa undan pundinu, áliti Lundúna- borgar sem íjármálamiðstöðvar fer hrakandi. Framundan er mikið óvissutímabil sem mun vara nokkur ár. Mikil eftirsjá blossar upp vegna brotthvarfs Margrétar Thatcher af sjónar- sviðinu og arftaki hennar veldur fólki miklum vonbrigðum. Sá tími sem fer í hönd er óskemmtilegur fyrir Bandaríkin. Það er gífurleg upplausn ríkjandi þar og ákveðið stjómmála- legt vonleysi í kjölfar kosninganna í haust, sem aðeins þriðj- ungur kjósenda tók þátt í. Peningaleg og jafnvel pólitísk ítök Japana halda áfram að aukast. Ástandið versnar stöðugt í stórborgunum. Fjármálalífið allt er á hverfanda hveli og ég sé kauphallarhrun, eitthvað í líkingu við svarta mánudaginn fyrir nokkrum árum. Það tekst þó einu sinni enn að afstýra því að það leiði til heimskreppu. Bush og bandarísk stjómvöld verða fyrir harðari árásum en gerst hefur síðan í Watergate og mál- um Nixons. Það er eins og uppvíst verði að Bushstjórnin hafi sýnt mikla einfeldni í alþjóðamálum og látið blekkjast. Ef til vill af vinveittu ríki eins og Israel. Svo er eins og verði snögg umskipti með vorinu, ef til vill í sambandi við upphaf nýrrar kosningabaráttu og keppni demó- krata um frambjóðanda gegn Bush. Það er eins og hlaupi nýtt líf í allt. Tillögur eru lagðar fram á þinginu sem miða að því að ná tökum á eiturlyfjavandanum og ástand- inu í stórborgunum. Mikilvægi Kyrrahafs- ins er viðurkennt og Bandaríkin taka upp jákvæðari afstöðu gagnvart Japan. Það er eins og verði mannaskipti í utanríkismál- unum, James Baker hverfi af þeim vett- vangi. Bush mun leggja kapp á að styrkja stöðu sína til endurkjörs í forsetaembættið, snúa við blaði í sambandi við ijárlaga- og við- skiptahallann og hækkun skatta. Tortryggnin í garð Þýskalands innan Evrópu- bandalagsins mun aukast og það er eins og hægi á allri sameiningarþróuninni þar, meðal annars í sambandi við mannaskipti í æðstu stöðum í Brussel. Þegar á heildina er litið verður árið 1991 ekki hagstætt ár fyrir vestræn ríki. Þær miklu vonir sem á þessu ári voru bundnar við endalok Kalda stríðsins munu enn ekki rætast. Hvarvetna blasir við upplausn, sem menn vita ekki hvernig á að bregðast við og koma á böndum. Gorbatsjev er í mikilli hættu og framtíð hans sem leiðtoga mjög tvísýn. Hann á erfitt með að halda tökum á þróuninni. Náið samband hans og Sjevardnadses utan- ríkisráðherra byrjar að gliðna fljótlega upp úr áramótum. Sovétríkin munu áfram trosna upp á jöðrunum og leysast upp í innbyrðis ósamþykk lýðveldi. Andstaðan við Gorbat- sjev mun harðna og auk Boris Jeltsin sé ég annan mann, sem nú er óþekktur á Vesturlönd um, sem mun koma fram á sjónarsviðið og láta til sín taka. Bandarísk stjórnvöld munu í lengstu lög treysta á að Gorbatsjev nái yfirtökum og styrkja hann í valdabaráttunni í óþökk annarra áhrifaafla í Sovétríkjunum. Dauðsfall áhrifamikils manns mun valda óvæntri breytingu á málum. Vaxandi 20 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.