Heimsmynd - 01.12.1990, Side 25

Heimsmynd - 01.12.1990, Side 25
Elísabet Englandsdrottning kom í opinbera heimsókn í sumarbyrjun. íslendingar lentu í fjórða sæti í Evróvisjónsöngvakeppninni. Þökk sé Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni en þeim var fagnað eins og þjóðhetjum við heimkomuna. inga fyrir landsréttindi, ráðgjöf og þjón- ustu. Rétt fyrir gjaldþrot Vogalax höfðu Gísli V. Einarsson og Hörður Jónsson keypt meirihluta í fyrirtækinu, en kröfð- ust riftunar á þeim kaupsamningi. Með- ferð þeirra félaga á fjárreiðum félagsins og meint mismunun í uppgjörum við lán- ardrottna var hins vegar kærð til bústjóra og virðist ætla að verða skrautlegt dóm- stólamál. Þessi gjaldþrot fiskeldisfyrir- tækjanna hljóðuðu yfirleitt upp á hundr- uð milljóna í hverju tilviki og gengu mjög nærri bönkum og opinberum sjóð- um. Það hlálega við þetta var að þessar stofnanir fóru þá fyrst að veita laxeldinu verulega fyrirgreiðslu þegar fyrir lágu skýrslur og spár sem sáu þetta hrun greinarinnar fyrir, samdar fyrir tilstilli opinberra stofnana eins og Veiðimála- stofnunar af sérfræðingum. Stjórnmála- menn og ráðamenn banka- og sjóðakerf- is kusu hins vegar að láta eins og þessar skýrslur væru ekki til og veittu á báðar hendur. Þó var það aldrei nóg að dómi fiskeldismanna, enda þarf meira fjár- magn til þessa reksturs, samfara gífur- legri áhættu, en íslenskt bankakerfi hef- ur burði til að standa undir. Sama gildir um tryggingafélögin. Þetta er dæmigerð- ur rekstur sem fá ætti erlent áhættufjár- magn til. Hvert stórmennið af öðru sótti ísland heim og var þetta ár eitt hið gjöfulasta í manna minnum fyrir þá sem eru fasta- gestir í opinberum þjóðhöfðingjaveisl- um. I febrúar kom Vaclav Havel Tékkó- slóvakíuforseti með nærri hundrað manna fylgdarlið og sá leikrit sitt Endur- bygginguna í Þjóðleikhúsinu. Ekki var unnt að merkja að íslenskir minnisvarða- byggjendur tækju til sín þær sneiðar, sem að kerfisköllum er stefnt í sjónleiknum. Skömmu síðar var hafin endurbygging Þjóðleikhússins. sjónleiknum. Svo kom Elísabet II Englandsdrottning um vorið á Vaclav Havel heimsótti ísland í febrúar þegar leikrit hans Endurbygging var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. „Var unun að sjá hvað fslenskir ráðamenn voru lausir við að taka til sín þær sneiðar sem þeir kynnu að eiga í sjónleiknum." Fiskeldið fóll um sjálft sig. í hóp íslandslax og Lindalax bættust Vogalax, Fjallalax, Árlax og Islenska fiskeldisfélagið. Gísli V. Einarsson (á myndlnni) og Hörður Jónsson keyptu meirihluta í Vogalaxi en reyndu að fá kaupsamningi rift rétt fyrir gjaldþrot. snekkju bresku krúnunnar. Og þegar leið að hausti bættist Mitterand Frakk- landsforseti í hópinn. Listar yfir veislu- gesti voru birtir í dagblöðunum og marg- ir hristu hausinn, þegar þeir sáu hverjir voru taldir verðugir, meðan þeir sjálfir voru úti í kuldanum. Áðrir hristu haus- inn yfir forgangsröð íslenskra stjórn- valda: Á sama tíma og sjúkradeildum er lokað, fóstrur fást ekki á barnaheimili vegna lágra launa, ekki er hægt að skila álögðum skatti til Þjóðarbókhlöðunnar og kaupmáttur launafólks rýrnar ár frá ári fjölgar þeim hundruðum milljóna sem fara í sýndarmennsku og titlakeppni af þessu tagi. Svo kom sjálfur Bob Dylan á vegum listahátíðar, en blandaði ekki geði við neinn, nema gegnum tónlistina. Bubbi Mitterand var þriðji þjóðarleiðtoginn til að heimsækja ísland I ár. Hér er hann á Þingvöllum ásamt Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og fleirum. heiðraði Bob með því að hita upp mann- skapinn fyrir hann. Eftir að árum saman hafði verið níðst á íslendingum í Evróvisjónkeppninni komu Sigga Beinteins og Grétar Örvars- son okkur loksins í þann sess sem Islend- ingum þótti sæmandi: fjórða sætið. Gíf- urleg fagnaðarlæti brutust út um land allt, en einkum þó á Sauðárkróki þar sem lagið spratt fram af fingrum Harðar Olafssonar en af mörgum talið komið í beinan karllegg af Geirmundi Valtýs- syni. Fylgi við Evrópubandalagið óx mjög um svipað leyti. Hingað til höfðu menn talið - og ekki að ástæðulausu - að úrslit Evróvisjónkeppninnar hefðu greinilega sýnt að smekkur íslendinga og Evrópubúa færi ekki saman. Það er nátt- úrlega þeirra vandamál. En með þessum úrslitum sýndu Evrópuþjóðirnar þó að milli íslands og Evrópu er ekki óbrúan- leg gjá. Þegar við höfum færst upp um þau sæti sem á vantar til að við skipum þann sess sem okkur ber ætti ekki lengur neitt að vera því til fyrirstöðu að við brjótum odd af oflæti okkar og sækjum um aðild að EB. Um árabil hefur ríkt styrjaldarástand á vegum landsins, götum, strætum og torgum. Bílaeign hefur þotið upp í stór- um stökkum og er nú almennari en víð- ast annars staðar á heimsbyggðinni. HEIMSMYND 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.