Heimsmynd - 01.12.1990, Side 27

Heimsmynd - 01.12.1990, Side 27
Víglundur Þorsteinsson freistaði þess að stofna nýtt flugfélag og tryggja áframhaldandi samkeppni í millilandaflugi. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, kom víða við sögu á árinu og frægar urðu tilraunir hans til að bola Sigurði Helgasyni úr stóli stjðrnarformanns Flugleiða. Óli Kr. Sigurðsson kórónaði langan bardagaferil við Landsbankann með því að fá Texaco inn í Olís og efndi til vandaðs hlutafjárútboðs þar sem öll hlutabréfin seldusl upp á nokkrum dögum. ið falla i kosningabaráttunni um „flokks- hunda“ hvers konar. Margir spá henni þó skjótum frama í Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson varð hins vegar stjarna Alþýðuflokksins í byggða- kosningunum, leiddi flokk sinn til sigurs með hreinan meirihluta. Margir spáðu honum hliðstæðum uppgangi og Davíð, sigri í prófkjöri í haust, slag um for- manns- eða varaformannssætið í flokkn- um á flokksþingi í haust, þingmennsku samhliða bæjarstjórastarfi. Þeim hinum sömu þótti þá lítið leggjast fyrir kappann þegar Alþýðuflokkurinn ákvað að hætta við prófkjör í kjördæminu, fékk Jóni Sig- urðssyni iðnaðarráðherra fyrsta sætið og Guðmundur Árni lét sér möglunarlaust nægja fjórða sætið. Enginn dregur þó í efa að Guðmundur Árni á eftir að láta að sér kveða, þótt enn verði nokkur bið á því að forystuhlutverk í flokknum falli honum í skaut. í viðskiptalífinu vakti mikla athygli skjótur uppgangur Jóns Ólafssonar í Skífunni sem fljótLega tók áberandi for- ystu í þeim hópi sem gekkst fyrir kaup- um á Stöð 2, við hlið þeirra Jóhanns J. Ólafssonar og Haraldar Haraldssonar. Veldi Jóns teygir nú anga sína í flestar greinar fjölmiðlunar- og skemmtiiðnað- ar: Hljómplötuútgáfu, myndbönd, kvik- myndir, útvarps- og sjónvarpsstöðvar auk þess sem hann hefur umboð fyrir hvers konar tæki til ljósvakaútsendinga. Vinsældir hans í augum kaupsýslumanna virðast hins vegar vaxa í öfugu hlutfalli við veldi hans og mörgum finnst nóg um áhrif hans í þessum nútímalegasta geira viðskiptalífsins. Óli Kr. Sigurðs- son kórónaði lang- an bardagaferil við Landsbanka og fjölmiðla allt frá því að hann náði tang- arhaldi á OLÍS, með því að fá Texaco inn í fyrir- tækið og efna svo til hlutafjárútboðs, sem þótti eitt hið vandaðasta sem enn hefur verið efnt til á hluta- bréfamarkaðnum. Viðbrögðin urðu líka slík að öll hlutabréfin seldust upp á örfáum dög- um og fengu færri en vildu. Erfiðleik- arnir og baslið á OLÍS virðast því úr sögunni og næsta öruggt að samkeppnin mun harðna á næstunni á þessum mark- aði, sem hefur um áratugi verið talinn einn verndaðasti kiminn í íslensku við- skiptalífi. Víglundur Þorsteinsson gaf upp á bát- inn væntingar um pólitískt hlutverk, gaf ekki aftur kost á sér til prófkjörs í Reykjaneskjördæmi, en stóð í stórræð- um í viðskiptalífinu. Annars vegar með því að beita sér fyrir því að koma Kringl- unni 4 í gagnið, sem lengi er búin að standa hálfköruð. Hins vegar með því að taka forystu fyrir flokki kaupsýslu- manna, sem freistuðu þess að bjarga Arnarflugi, eða stofna nýtt flugfélag um flugleiðir þess, og tryggja þannig áfram- haldandi samkeppni í millilandaflugi. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins, kom víða við sögu á árinu og frægar urðu tilraunir hans til að bola Sigurði Helgasyni úr stóli stjórnarfor- manns Flugleiða, sem þó var slegið á frest eftir að Morgunblaðið hafði gert uppskátt um hvað til stæði. Innan ferða- málageirans hafa menn vaxandi áhyggjur af því sem menn sjá sem síauknar einok- unartilraunir Eimskips á því sviði. Tveir merkir bankastjórar féllu frá á árinu. Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri eftir langvarandi og erfið veikindi og Valur Arnþórsson, sem fórst í svip- legu flugslysi. Enn eitt afrekið var unnið í skólakerfi íslendinga, þegar 15 ára unglingur, Héð- inn Steingrímsson lagði að velli alla okk- ar stórmeistara og hreppti Islandsmeist- aratitilinn á landsmótinu í skák á Höfn í Hornafirði. Páll Halldórsson, formaður BHMR, var mikið í sviðsljósinu allan síðari hluta ársins. Hann er gamall „trottari“ (trot- skýisti, fylkingarfélagi, maóisti) eins og fríður flokkur ungs fólks, sem nú er orð- inn dreifður um allt litróf stjórnmálanna og hefur látið mikið að sér kveða í pen- ingastofnunum og launþegafélögum. I prinsipplausu þjóðfélagi, sem löngum hefur haft í heiðri það spakmæli að „nauðsyn brjóti lög“, hefur það fallið í hans hlut að verja mannréttindi, lög og stjórnarskrá. Andstæðingurinn hefur gjarnan verið sá sami í ólíkum gervum: Olafur Ragnar Grímsson. Þegar hann var formaður Alþýðubandalagsins í stjórnarandstöðu segir Páll hann hafa krafist að BHMR efndi til ólöglegra verkfalla gegn samningabrotum ríkis- valdsins. Sem fjármálaráðherra gekk hann hins vegar lengra en nokkur annar hingað til með einhliða samningsrofi og bráðabirgðalögum, sem gerðu að engu dóm Félagsdóms sem fallið hafði BHMR í vil. Það er því orðið hlutskipti byltingar- sinna, sem hófu feril sinn með því að vilja borgaralegt þjóðfélag feigt, að verja lýðréttindi þessa borgaralega þjóðfélags og standa vörð um stjórnarskrá þess fyrir þeim sem ólust upp í guðsótta og góðum siðum í Framsóknarflokknum! Geir Hallgrímsson, seðlabankastjori og fyrrum forsætisráðherra, lást í haust eftir langvarandi og erfið veikindi. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni og ungir sjálfstæðismenn slógu upp fánaborg meðfram Tjörninni. Valur Arnþórsson landsbankastjóri lést í sviplegu flugslysi í október. Valur hafði aðeins starfað stull í Landsbankanum, en átti langan feril að baki sem forstjóri KEA og formaður sljórnar SÍS. HEIMSMYND 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.