Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 36

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 36
SKARTGRIPIR: Gull sem glóir Eyrnalokkarnir skulu að fyrirskipan tískukonunga vera fyrirferðarmiklir og síðir þetta árið. Armböndin mikil og þykk, jmist alsett steinum, gyllt eða silfruð. Skart- gripir í anda Coco Chanel verða áfram vinsœlir og perlufestar í öllum stœrðum og gerðum munu halda velli. Eyrun eru í brennidepli þessa stundina. Síðir og miklir eyrnalokkar eru það sem koma skal. Upphaf þessa mikla æðis má rekja til bandarísku leikkonunnar Michelle Pfeiffer en í myndinni The Fabulous Baker Boys var hún ávallt með eyrnalokka sem náðu niður á axlir. Konurnar í Hollywood voru ekki seinar að til- einka sér þessa nýjung og þaðan rúllaði boltinn áfram. íslendingar, sem gjarnan hreykja sér af því að fylgjast öðrum þjóðum betur með tískunýjungum, hafa að sjálf- sögðu ekki látið sitt eftir liggja. Nú er algengt að sjá ís- lenskar konur nota stóra og mikla eyrnalokka hvort sem er að kvöldi eða degi til. Síðir eyrnalokk- ar fara þó ekki öllum jafnvel. Best fara þeir kon- um með langan háls. Þá er nauðsyn- legt að huga að hálsmál- inu. Rúll- ukragi eða mjög flegin hálsmál fara best þegar slíkir eyrnalokkar eru bornir. Lokkar sem liggja við eyrun ættu hins vegar allar konur að geta notað. Þessir lokkar sem einnig sjást mikið minna mjög á skart- gripi Coco Chanel en eru þó út- færðir á ýmsan máta. Þegar slíkir lokkar eru notaðir er æskilegt að hárið sé stutt eða tek- ið frá andlitinu, ýmist í tagl eða hnút í hnakkanum. Perlufestar, einfaldar og síðar eða margfaldar og styttri, eru mjög vinsælar þessa dagana og eru notaðar við einfalda toppa og boli innan undir jakka. Grófar hálskeðjur í anda Chanel eru einnig farnar að sjást í auknum mæli og oft eru armbönd í stíl notuð við. Um arm- bönd má almennt segja að þau séu gróf og áberandi, sett perlum eða litríkum _ steinum. % Armbönd eru áberandi, gjarnan sett perlum eða litríkum steinum. Síðir eyrnalokkar eru það sem koma skal. Greina má aðra meginbreytingu er varðar tísku í skartgrip- um. Gylltir skartgripir sjást nú æ oftar og eru teknir að skyggja á þá silfruðu sem til skamms tíma voru nær alls ráð- andi. Þessar breytingar fylgja í kjölfar breyttrar fatatísku. Ní- undi áratugurinn var áratugur svarts, en á þeim tíunda leikur brúnt hins vegar að- alhlutverkið. Gylltir skartgripir fara vel við jarðliti og því má búast við að enn meira taki að kveða að gylltu hér eftir en hingað til. □ 36 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.