Heimsmynd - 01.12.1990, Page 66

Heimsmynd - 01.12.1990, Page 66
ER KIRKJAN ^ agt er að jólin séu hátíð barnanna, eins má víst segja að i aðventan sé tími mæðranna. Á aðventu keppast ís- * lenskar mæður við margvísleg störf, hreingerningar, bakstur, saumaskap og verslunarferðir. Stundum eru þessi störf unnin ánægjunnar vegna, stundum af skyldurækni. Það er efst í huga að vera „búin að öllu“ áður en jólin ganga í garð. Islendingar eru víst ekki kirkjurækin þjóð þó að þeir telji sig vel kristna, en á jólum þarf enginn prestur að messa yfir hálf- tómum bekkjum. Á jólum flykkjast fjölskyldur í kirkju til að meðtaka boðskap jólanna, þar sitja líka örþreyttar konur sem loksins geta unnt sér hvíldar eftir annríki undanfarinna vikna. Að vísu gat það gerst fyrir fáeinum árum að mæðurnar væru eftir heima til að undirbúa hátíðamatinn meðan aðrir fjöl- skyldumeðlimir hlýddu á jólamessu, slíkt heyrir nú væntan- lega sögunni til . . . Það kom fram á síðasta kirkjuþingi að prestar hafa af því nokkrar áhyggjur að íslendingar séu farnir að snúa sér að hvers kyns nýaldarspeki í stað kristninnar og velta því fyrir sér hvernig unnt sé að laða það fólk að kirkjunni, sem leitar sér andlegrar svölunar annars staðar. En er kirkjan annars eitt- hvað fyrir konur? Fáránleg spurning, ekki satt? Þó er ekki loku fyrir það skotið að konur nútímans hafi velt þessari spurningu einhvern tíma fyrir sér, margar hafa eflaust orðið fyrir því að hlusta á prest tala með vandlætingartóni úr préd- ikunarstóli um sjálfselsku mæðurnar sem vanrækja börnin sín með vinnu sinni. Lútherska kirkjan hefur til skamms tíma haft heldur karllega ásýnd og mál kirkjunnar skírskotað meira til karla en kvenna. Kaþólska kirkjan felur reyndar í sér meiri kvenleika en kirkja mótmælenda, þar er María mey í háveg- um höfð og og meðal dýrlinga hennar eru fjölmargar konur. En sum boð og bönn kaþólsku kirkjunnar geta varla talist vin- samleg konum. Meðal kvendýrlinga kaþólsku kirkjunnar eru helgar meyjar sem líflátnar voru í ofsóknum á hendur kristnum mönnum meðan kristnin var enn í bernsku. Ritaðar voru sögur um þessar meyjar sem nutu vinsælda öld eftir öld. Þetta eru sögur um hugrakkar ungar stúlkur sem buðu feðraveldinu birginn með því að taka kristna trú og vísa öllum biðlum á bug. Keis- arar láta handsama þær, sagt er frá óhugnanlegum pyndingum sem hryllingsmyndasmiðir nútímans gætu verið fullsæmdir af og að lokum deyja þær fyrir trú sína. I krafti meydóms og trú- ar hrista þær af sér píslirnar og dauðinn verður þeim sigur. Heilögu meyjarnar njóta virðingar fyrir trúfesti sína og stað- festu, en þær eru vel að merkja ekki hvað síst virtar fyrir það að vera óspjallaðar meyjar. Sögur af þeim voru því einkum stuðningur fyrir þær konur sem gerðust nunnur. Ef spurt er hvort kirkjan sé fyrir konur er vissulega nauð- synlegt að minnast þess að ýmsar trúarlegar hreyfingar kvenna hafa öldum saman starfað með miklum blóma og inn- an vébanda nunnuklaustranna hlutu konur menntun og unnu margvísleg störf. En um leið urðu þær að hafna hlutverki eig- inkonu og móður. Guðfræðingar fornaldar lofsungu einlífi eftir ÁSDÍSI EGILSDÓTTUR karla og kvenna, konunum sögðu þeir að með því losnuðu þær við að þurfa að hlýða eiginmanni í einu og öllu, eins slyppu þær við þær afleiðingar syndafallsins að fæða börn með þrautum. Einn þeirra segir eitthvað á þessa leið: „Meðan kon- an helgar sig fæðingum og börnum er hún jafnólík karlmann- inum og líkaminn er sálinni. En ef hún kýs að hafna heimi og þjóna Kristi mun hún hætta að vera kona og má kallast karl- maður.“ í hans augum voru því þær konur sem helguðu líf sitt trúnni ekki sérstaklega virðingarverðar sem konur, heldur vegna þess að þær hafna hefðbundnum kvenhlutverkum, eru ekki kven-kynverur. Það er því ekki að undra að „venjuleg- um“ konum fyrri alda hafi þótt gott að halla sér að heilagri Önnu, móður Maríu meyjar og ömmu Jesúbarnsins, því hún var gift, meira að segja þrígift segja sumir, og húsmóðir eins og þær. Lengst af hafa konur innan mótmælendakirkj- unnar fyrst og fremst gegnt þar hlutverkum hús- mæðra og eiginkvenna, sem kvenfélagskonur og prestfrúr. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að konur hafa fengið prests- vígslu og starfa sem prest- ar - og þeim fer fjölgandi. Þessar konur myndu hrista höfuðið brosandi yfir orð- um fornaldarguðfræðings- ins hér að ofan, því þær vilja fá að vera bæði prest- ar og konur. Margar þeirra leggja stund á kvennaguðfræði sem hefur átt mikinn þátt í að móta viðhorf þeirra og ímynd. Kvennaguðfræðin hefur verið í mótun síðan um síðustu aldamót, í takt við jafnréttisbaráttu kvenna, nýtt blómaskeið í kvenna- guðfræði kom því upp fyr- ir tuttugu árum. Ef til vill er kvennaguðfræðin ein- hver merkasta kvenna- hreyfing sem fram hefur komið á þessari öld. Hún er jákvæð og uppbyggileg, en líka ögrandi og tekst á við grundvallarspurningar um lífið og tilveruna. Kvennaguðfræðingar leggja áherslu á sjónarmið og reynslu kvenna í ræð- um sínum og ritum, en átta sig jafnframt á þeirri staðreynd að reynsla kvenna er margvísleg og misjöfn, eftir aldri, heim- kynnum og stéttum. Kvennaguðfræðingar vita vel að hægt er að lesa biblíuna með það í huga að draga fram dæmi um undirokun og kúgun kvenna, samanber marg- ívitnuð orð Páls postula um að konur skuli þegja á 66 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.