Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 48
Lífið í New York er grimmt og velferð
manna fer eftir peningum þeirra.
eru ákveðnir þykir það tákn staðfestu en konur fá á sig alls
konar nöfn. Ég held að lögfræðin sé sú grein sem konum
vegnar einna best í - konur í viðskiptum eru hins vegar háðar
huglægu mati. Annars er það kvenmaður, sem ég ráðfæri mig
helst við hjá Sony. Það er kona sem gengur frá kaupum og
sölum í fyrirtækinu mínu. Það er einnig kona sem ég reiði mig
mest á í Hollywood. Hún er ein af þeim fáu þar um slóðir sem
er hundrað prósent heiðarleg.“
Hann talar við móður sína í síma flesta daga. Maður þarf
ekki annað en að tala við annað þeirra til að skynja hve
strengurinn á milli þeirra er sterkur. „Hún er ansi tapper.
Þegar ég var strákur settumst við oft niður og tókum kjafta-
törn seint á kvöldin og þá var viðkvæðið hjá pabba: „Vaknar
nú Skútustaðaættin." Eg hef alltaf farið seint að sofa og vakn-
að snemma."
Anna móðir Ólafs segir mér að hún hafi lofað honum að
tala ekki illa um hann við mig. „En hann var fyrirferðarmikill
krakki. Það get ég sagt þér. Það var ekki auðvelt að ala hann
upp.“ Hún segist aldrei muna eftir honum ótalandi og eins og
önnur framúrskarandi börn var hann mjög snemma læs.
Bróðir hans Jón sem er haffræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun er nítján árum eldri en Ólafur og nú fjögurra barna
faðir. Vegna hins mikla aldursmuns fékk hvor um sig uppeldi
einkabarns. Þegar Ólafur var kominn til náms í Ameríku segir
hann eldri bróður sinn hafa haft að viðkvæði þegar börn hans
báðu hann um eitthvað: Biddu ríka frænda í Ameríku. Hann
var þá fátækur námsmaður í Boston.
Hann talar um vini sína heima á Islandi. „Ég vildi geta haft
meiri tíma fyrir þetta fólk,“ segir hann.
Það er á Önnu móður hans að heyra að hann fylgist vel með
högum sinna nánustu hér heima. Vinur hans sem átti í erfið-
leikum beið eftir honum þegar hann kom síðast heim og þeir
lokuðu að sér tímunum saman til að kryfja málin.
Ólafur Ragnarsson sagði mér áður að það væri ótrúlegt
hvað Ólafur Jóhann væri umhyggjusamur við vini sína. „Mið-
að við hvað hann er önnum kafinn sætir furðu hvað hann
ræktar sambandið við móður sína og vini vel. Hann flýgur
kannski til Islands til að fara með hana á sinfóníutónleika og
hann er mjög duglegur að slá á þráðinn til vina sinna.“
Ég tek eftir þessu sjálf þá daga sem Ólafur ætlaði að hitta
mig í New York. Hann leit aldrei út fyrir að vera óþolandi
tímabundinn. En tíminn á skrifstofunni líður hratt og hann
biður mig að hitta sig yfir kvöldverði á Café des Artistes vestan
megin við Central Park. Þangað er hann mættur á mínútunni í
sömu fötunum og fyrr um daginn. Þegar ég kem inn í anddyr-
ið er hann að stinga litlum farsíma í svörtu töskuna sína. Hann
brosir hálf vandræðalega. „Ég þurfti að afsaka mig því ég rauk
út af fundinum." Hjá honum og samstarfsfólki hans er eðlilegt
að sitja á fundum til níu eða tíu á kvöldin. En kvöldið, sem
hann eyddi með mér á veitingahúsinu sátu félagar hans á
fundi til eitt eftir miðnætti.
Andrúmsloftið á veitingastaðnum er franskt f anda belle
époque. Hæverskur miðaldra þjónn kemur að borðinu og spyr
hvort hann megi taka pöntun. Ólafur biður um gin og tonic -
og nokkrar mínútur til að ákveða sig. Framkoman er fáguð og
heimsborgaraleg. Þar sem hann situr á móti mér get ég ekki
annað en dáðst að þessum unga manni. Ekki fyrir það að
hann sé kominn á toppinn í alþjóðlegu stórfyrirtæki - heldur
hinu hvaða hæfileikum hann býr yfir. Það skín einhver ljúf-
mennska úr svipnum og andlitið minnir ekki aðeins á föður
hans - eins og ég hafði séð hann á svart/hvítri mynd í íslenska
sjónvarpinu - heldur býr það yfir einhverri gamaldags dulúð,
einhverri hugarró sem skín úr augunum. Læknar segja um
konur sem fara í andlitslyftingu að augun komi alltaf upp um
raunverulegan aldur þeirra. Augun ljúga aldrei. Augu Ólafs
eru eldri en ár hans í tölum - rétt eins og hann hafi hoppað út
úr listrænni kvikmynd frá kreppuárunum. En þegar hann talar
breytist þessi mynd. Bandarískt tímarit kallaði hann smooth
talker - ég skynja hins vegar einlægni í fari hans. Það er stutt í
strákslegan hláturinn og hann grípur stundum til kjarnyrtra ís-
lenskra blótsyrða án þess það virki ruddalegt.
Þegar hann velur rauðvínið með matnum detta mér í hug
lýsingar hans á vínsmökkun Péturs Péturssonar, aðalsöguhetj-
unnar í nýju bókinni. - Pétur hafði sofnað út frá bíómyndinni
Casablanca og sofið vel. Næsta dag ákvað hann að láta stelp-
una (asíska ráðskonu) nudda á sér bakið og eftir að hafa klætt
sig velti hann vöngum yfir víninu: „Graves eða Samt-Emillion,
Pauillac eða Medoc, Margauz eða Saint-Estephe? Petrus eða
Lafite? . . .Ég svara ekki samstundis heldur velti vöngum um
stund, fer höndum um Petrus ’70, vorið kalt með næturfrosti
en sumarið sólríkt og heitt og þurrt í júlí og ágúst; en Petrus ’70
er líka einstakt vín, mjúkt eins og hörund ungrar konu, þrosk-
að eins og mœður kynslóðanna og ekkert fórnarlamb haust-
regns ..."
Þetta eru hugarórar söguhetjunnar um vín. Látum liggja
milli hluta hugaróra hans um kynlíf. Hvað segir þetta um Ol-
af? Hann hlær, feimnislega og prakkaralega, bendir á að Pét-
ur sé allt önnur persóna. A minnisblaði sem mér berst í hend-
ur síðar stendur: Plver er Pétur Pétursson? Var hann til? Er
hann til? Þannig spyrja þeir fáu sem hafa lesið bókina. Vel
spurt.
Hann velur rauðvín frá Kaliforníu með matnum. Ég
frétti af honum í boði á íslandi um daginn þar sem
hann á að hafa lýst því yfir að hann væri í vín-
smökkunarklúbbi. „Nei, nei. Þetta var fertugs-
afmælið hennar Lovísu Fjeldsted vinkonu minnar
og við vorum að drekka marmelaði . . Ég hvái.
„Bollu,“ bætir hann við hlæjandi. „Þarna voru
tveir læknar sem töluðu mikið um vín og ég sagði
þeim að ég gerði það að gamni mínu að prófa nýjar
tegundir með vinum mínum frá upphafsárunum í
Kaliforníu."
Mér finnst spennandi að nálgast hann í gegnum
Pétur. Hvernig þekkir hann svona nautnasegg eins og Pétur?
Bros. „Pétur gælir stundum við holdið.“ Hann veltir vínglas-
inu milli grannra fingra og rýnir í ljósrautt vínið. Það skiptir
hann litlu þótt víndrykkja sé á undanhaldi í New York. „Hér
eru alltaf einhverjar dellur í gangi, tískusveiflur sem vara í
mánuð í senn. Ég ét allt enda alinn upp við Kópaskers-cuisine
hjá móður minni. Hún og systir hennar sögðu að engin börn
væru eins hraust og þeirra. Ég fer hins vegar varlega í vín-
drykkju. Hér flæðir allt í víni. Því hef ég tamið mér að drekka
aldrei vín í hádeginu og drekk aldrei sterka drykki fyrir kvöld-
mat. Ég drekk ekki brennd vín nema einstaka sinnum gin á
heitu sumarkvöldi en finnst gott að slaka á með rauðvínsglas
að kvöldlagi. Timburmenn finnast mér ömurlegir.“ Hefurðu
nokkru sinni upplifað timburmenn? Hann horfir á mig hissa
og svarar með sjálfsögðu jái.
Mér hefur verið sagt af fleirum en einum og fleirum en
tveimur að hann hafi alla hluti undir stjórn. Hann er alltaf í
jafnvægi, missir aldrei stjórn á sér, alltaf cool . . . Upplifir
hann sjálfur togstreituna - fellur hann ef til vill í freistni?
Hann svarar hispurslaust: „Ég held að flesta langi til að gera
hluti sem þeir vita að ekki eru samkvæmt bestu kokkabókum.
framhald á bls.96
48 HEIMSMYND