Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 92
Ættarveldi. . .
framhald af bls. 66
setaefni 1980. í augum margra er Ted
svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Hann
hefur valdið fleiri hneykslum en nokkur
hinna bræðranna og hefur ekki gætt þess
jafn vel og þeir að fara leynt með
kvennamál sín. Svo virðist sem fjölskyld-
an hafi aldrei vænst stórra hluta af
Teddy. Þegar Joe yngri dó var það næst
elsti bróðirinn, John, sem fyllti skarð
hans. „Ég hellti mér út í stjórnmál vegna
þess að bróðir minn, Joe yngri, lést. Ef
ég dey þá mun Bob koma í minn stað,“
var eitt sinn haft eftir John F. Kennedy.
En þessi „dóminókenning" sem á rætur
að rekja til drauma ættföðurins, Joe
eldri, tók ekki til Teddys. Svo virðist
sem hann hafi aldrei verið með í dæminu
hvorki í draumum föður síns né þegar
bræðurnir tóku að útfæra það síðar. Fer-
ill hans sem öldungadeildarþingmanns
hefur þó verið farsæll og þar hefur hann
þótt standa sig vel. Hann er áhrifa- og
valdamikill á Bandaríkjaþingi. Eftir
hneykslið á Palm Beach er talið ólíklegt
að hann eigi nokkurn tíma eftir að kom-
ast hærra í bandarískum stjórnmálum.
Sá ljómi sem hefur sveipað Kenn-
edyættarveldið er að dofna. Dekkri
hliðar J.F. Kennedys hafa verið dregnar
fram í dagsljósið og minningin um forset-
ann ástsæla er ekki sú sama og áður.
Morðið á Bobby markaði upphaf enda-
lokanna, með honum dó vonin. Eftir var
Ted Kennedy, yngsti bróðirinn, sem fað-
ir hans, Joe, hafði ekki einu sinni gert
ráð fyrir þegar hann lagði drög að ættar-
veldinu. Utséð þykir að hann muni feta í
fótspor bræðra sinna. Þriðja kynslóð
Kennedykarlleggsins hefur valdið mikl-
um vonbrigðum. Enginn þeirra þykir
hafa til brunns að bera þá hæfileika sem
þarf til að leiða þjóðina. Kennedygoð-
sögnin hefur ekki getið af sér erfingja.
En er það nema von? Uppvaxtarárin
voru erfið og allan tímann fylgdust fjöl-
miðlar með hverri hreyfingu óskabarna
sinna. Fjölskyldur þeirra sundruðust,
feður voru myrtir, framhjáhöld, of-
drykkja og lyfjaneysla eldri kynslóðar-
innar kipptu stoðunum undan öryggi
þeirra. Allan tímann fylgdust vökul augu
almennings og eldri fjölskyldumeðlima
með þeim í leit að hinum „réttu“ Kenn-
edy-eiginleikum. En „börn Ameríku1',
eins og afkomendur Kennedyanna hafa
verið kallaðir, virðast hvorki hafa getu
né vilja til að halda goðsögninni við lýði í
fjölskyldu þar sem velgengni boðar
dauða.D
Kennedykonur. . .
framhald af bls. 66
fjórða júlí síðastliðinn og er elst Kenn-
edybarnabarnanna, bauð sig fram í
kosningum til bandaríska þingsins árið
1986. Reyndar fór það svo að hún komst
ekki á þing en segist hafa fullan hug á að
gera aðra tilraun síðar. Kathleen er lög-
fræðingur en starfar að sérstöku upp-
byggingarverkefni með unglingum í einu
af allra fátækustu hverfum Baltimor-
eborgar. Auk þess er hún í forsvari fyrir
stofnunina Robert F. Kennedy Memori-
al. Hún hefur verið sögð mesti hugsuð-
urinn af barnabörnunum. Skýringin á
því kann að vera sú að þegar John, föð-
urbróðir hennar, hafði verið myrtur
sagði faðir hennar við hana: „Sem elsta
Kennedybarnabarnið berð þú meiri
ábyrgð en aðrir. Vertu góðhjörtuð og
þjónaðu þjóð þinni.“
Hinar þrjár dætur Bobbys og Ethel eru
Kara, Rory og Kerry. Kara, sem
reyndar átti mjög erfitt uppdráttar á
unglingsárum, hóf nýverið störf sem
framleiðandi sjónvarpsefnis. Sú yngsta,
Rory, nemandi við Brown háskólann og
mikill femínisti, hefur þegar tekið að
blanda sér í stjórnmál. Kerry rekur RFK
Memorial Center for Human Rights sem
hefur aðsetur í New York og berst fyrir
framgangi mannréttindamála í heimin-
um. Um hana segir bróðir hennar,
Robert F. Kennedy yngri: „Hún er sú
sem að faðir okkar hefði verið stoltastur
af.“ Bróðir hennar er ekki sá eini sem
komið hefur auga á hæfileika Kerry.
Gerard Doherty, ráðgjafi fjölskyldunnar
og vinur, kallar hana hina raunverulegu
stórstjörnu. „Hún er sú sem fólk ætti að
fylgjast með í framtíðinni." Kerry er
glæsileg og á auðvelt með að hrífa fólk
með sér. Hún hefur lýst yfir áhuga á að
bjóða sig fram til embættis en segist ætla
að láta það bíða í nokkur ár og bendir á
að það sé auðveldara fyrir eldri fram-
bjóðendur að komast að.
Líklega munu nokkur ár líða þangað til
fregna er að vænta af framgangi
þriðja ættliðs Kennedykvenna. En það
ætti enginn að vanmeta getu þeirra og
kjark. Það gera þær að minnsta kosti
ekki sjálfar.D
Hannibal. . .
framhald af bls. 54
þó ekki alltaf samstiga föður sínum og
gerði honum ýmsa skráveifu á yngri ár-
um, einkum til að stríða honum. Börn
Hannibals og Sólveigar urðu fimm.
Verða þau nú upp talin:
1. Arnór Hannibalsson (f. 1934) er
elstur. Hann fór til náms í Sovétríkjun-
um árið 1954 og var einna fyrstur stúd-
enta af Vesturlöndum til að fara þangað.
Lauk hann MA-prófi í sálfræði og heim-
speki við Moskvuháskóla 1959. Þá stund-
aði hann framhaldsnám í Póllandi 1959
til 1960 en síðar í Sviss og Skotlandi.
Doktorsprófi í heimspeki lauk hann frá
Edinborgarháskóla 1973. Eftir að hann
kom heim vann hann sem blaðamaður
og um hríð forstöðumaður Listasafns
ASI en var síðan sálfræðingur og kennari
við ýmsar stofnanir. Frá 1974 var hann
lektor í heimspeki við Háskóla íslands
og er nú prófessor við sömu stofnun.
Arnór mun fljótlega eftir að hann kom
til Moskvu hafa séð í gegnum hið spillta
kerfi kommúnismans og hann hafði hug-
rekki til þess þegar eftir 1960 að hefja
opinbera gagnrýni á kerfið eystra og
jafnframt gömlu kommana heima á ís-
landi. Hann gaf út tvær bækur, Valdið
og þjóðin, 1963, og Kommúnismi og
vinstri hreyfing, 1964, með harðvítugri
gagnrýni á Sovétríkin og Moskvuþjónk-
un íslenskra kommúnista. Þessar bækur
ollu miklu uppnámi meðal sósíalista og
urðu til þess að ýmsir tóku að endurmeta
afstöðu sína til Sovétríkjanna. Hann er
nú einn helsti sérfræðingur íslendinga í
málefnum Sovétríkjanna. Kona Arnórs
er Nína Sæunn Sveinsdóttir hagfræðing-
ur. Börn þeirra eru Ari Ólafur Arnórs-
son (f. 1962) bflstjóri, Kjartan Arnórsson
(f. 1965), sem getið hefur sér gott orð,
allt frá unga aldri, fyrir teiknimyndasög-
ur er hann teiknar og semur, hann er nú
í Bandarflcjunum, Auðunn Arnórsson (f.
1968), háskólanemi í Freiburg í Þýska-
landi, Hrafn Arnórsson (f. 1971) og Þóra
Arnórsdóttir (f. 1975).
2. Ólafur Hannibalsson (f. 1935),
blaðamaður í Reykjavík, er næstelstur.
Hann tók virkan þátt í stjórnmálum á ár-
unum þegar Hannibal var að kljúfa sig út
úr Alþýðubandalaginu. Hann var rit-
stjóri Frjálsrar þjóðar, málgagns Þjóð-
varnarmanna frá 1964, Nýja Alþýðu-
bandalagsblaðsins átakaárið 1967 og rit-
stjóri Nýs lands 1969-1970. Hann var í
þriðja sæti á lista Alþýðubandalagsins á
Vestfjörðum 1967. Ólafur var skrifstofu-
stjóri ASÍ á árunum 1971-1977 undir
stjórn Björns Jónssonar, en kaus síðan
að hverfa vestur á firði og hefja þar bú-
skap. Hann var bóndi í Selárdal um ára-
bil og gekk þá í Sjálfstæðisflokkinn. Þótti
mörgum það undur mikil og stórmerki.
Hann lét af búskap fyrir nokkrum árum
og hefur síðan verið blaðamaður í
Reykjavík, meðal annars á HEIMS-
MYND. Hann vinnur nú að því að skrifa
sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Fyrri kona hans var Anna G. Kristjáns-
dóttir kennari og eru börn þeirra Hugi
Ólafsson (f. 1964), MA í alþjóðasam-
skiptum, starfsmaður Sameinuðu þjóð-
anna í New York, Sólveig Ólafsdóttir (f.
1965), sem er að ljúka MA-prófi í blaða-
92 HEIMSMYND