Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 19
p| Guðbergur Bergsson rithöfundur hefði ekki fæðst í Bergi við Grindavík, 16 október 1932, hvar
og hvenær hefði hann þá viljað fæðast?
Úr því ég er eini maðurinn sem hefur fæðst í Bergi að ísólfsskála við Grindavík vildi ég fæð-
wm m ast núna í rústum hússins til nýs lífs.
Hvers vegna?
Vegna þess að maður getur aðeins fæðst þar sem hann fæddist. Annars hefur fæðing mín
ekki verið ein og fullkomin: ég hef fæðst oft og fæðist enn. Fæðingardágurinn er aðeins miðaður við fæðingu
líkamans. í mínu tilviki fæddist ég örast milli hálf fertugs og fimmtugs. Yfirleitt fæðist eitthvað í mér dag-
lega.
Hvaða tímabil í sögunni heillar þig mest?
Mig heillar mest það tímabil í íslandssögunni þegar fyrst breski herinn og síðan sá bandaríski komu hingað
til lands eftir 1940. Ég var þá að fæðast til vitneskju um mig sjálfan og umheiminn. Önnur merk tímabil sög-
unnar eru mér ópersónuleg og aðeins tengd þekkingu.
Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst kosið að vera?
Afi minn sem ég sá aldrei en ég hef ímyndað mér gangandi frá Stykkishólmi að Hellnafelli í Grundarfirði
með strigapoka á bakinu að kvöldlagi um haust þegar enginn munur er á sálinni, holdinu og jörðinni.
Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti?
Fossi sem ég sá einu sinni en veit ekki hvað heitir.
En innræti?
Fossinum sem fellur endalaust í sama glúfrið á tilgangs en heldur samt áfram að renna, af því það er eðli hans.
Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mest?
Gunnhildur kóngamóðir. Hún var til í margs konar útsaumi, alltaf að vagga barni sem sást ekki undir
teppinu eða var ekki til.
Hvernig húsgögn viltu helst hafa í kringum þig?
Þótt ég viti að hin sönnu húsgögn eru í sálinni, held ég að ég svari þannig: Einfaldan stól, eitt borð, breitt
og hart rúm. Og auðvitað gömlu vekjaraklukkuna sem var til heima og ég fékk oft að sofa hjá í laun fyrir að
vera gott og hlýðið barn.
Hvernig slappar þú af?
Með sérstakri andlegri aðferð sem erfitt er að lýsa. Hún felst í því að geta talað við mína eigin þögn inni í
sínum eðliskjarna.
Hver er besta bókin sem þú hefur lesið nýlega?
Sens et destin de l’art: Merking og örlög listarinnar eftir René Huyghe.
Hver eru eftirminnilegustu spakmæli sem þú hefur lesið eða við þig hafa verið sögð?
Mér eru spakmæli ekki hugstæð, mér finnst þau vera fávís og tilgerðarleg; ég ann einföldu máli sem
gleymist fljótt en geymist samt.
Hvert er besta leikrit sem þú hefur séð? ,
Hamlet. Vegna þess að það er auðskilið en um leið óskiljanlegt. I
Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? '
Los olvidados: Hinir gleymdu eftir Bunuel. Gleymska eða glötun í lífi „mikilmennis“ er fólki minnisstæðar
en ,.minnismerkið“ um hann; en „minnismerki", það er listaverk um glötun „lítilmennis“ er manni minnis-
stæðar en hann.
Hvaða matur finnst þér bestur?
Stirtla af ýsu, flökuð og „steikt á minn sérstaka máta“.
Hverju sérðu mest eftir?
Ég sé ekki eftir neinu.
Hvaða hlut vildir þú helst eignast?
Þann sem ég get gert ósýnilegan hvenær sem ég vil; til dæmis allan heiminn. Þó ekki ónýtu
flugvélina hans Elvis Prestley sem mig minnir að ég hafi séð í Memphis.
Hverjir eru helstu kostir þínir?
Hið algjöra umburðarlyndi.
En veikleikar?
Kostir manns eru alltaf helsti veikleiki hans; vegna þess að aðrir vilja vera
endalaust í „kosti“ hjá kostamanni uns þeir éta hann miskunnarlaust út á
gadd ókostanna.
Hver er ánægjulegasta stundin í lífi þínu?
Þegar ég grét yfir blómi sem óx út úr dimmri hraungjótu og stöngullinn var svo langur í mínum barnsaug-
um að ég hélt að hann ætti rætur að rekja til óendanleikans sem var líka í mér.
Hvað er það sem helst veldur þér áhyggjum?
Að mig grípur „heildarsorg“ sem ég kalla svo. Hún sprettur af einhverju algerlega ókunnu í tilveru minni.
Við hvað ertu hræddur?
„Heildarsorgina". Því að ég er brot af margs konar sundurleysi.
Hvað heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi?
Ég hef ekki verið neitt í fyrra lífi nema óljósar erfðir kynslóðanna. Maður fæðist til einhvers en ekki frá
einhverju, þótt hann sé erfðasafn, líkamlega séð, en í hugsun erfðabrjótur.
Hverjar eru rómantískustu aðstæður sem þú getur hugsað þér?
Það að geta alltaf borið uppruna sinn með sér og geta líka fundið uppruna annarra í þeim hljómi sem við
köllum orð og í þeirri tilfinningu sem við köllum líkama. Þetta má gjarna vera uppi í rúmi í skammdeginu.
Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér?
Einskis. Ég vil aldrei tæma möguleika. Ef ég ætti eina ósk og óskaði mér einhvers með henni væri óskin úr
sögunni vegna uppfyllingar, nema ég óskaði mér þess að ég ætti eina ósk sem endurnýjast við uppfyllingunni
væri óskin úr sögunni vegna uppfyllingar, nema ég óskaði mér þess að ég ætti eina ósk sem endurnýjast við
uppfyllingu.D
0 K T Ó B E R
19 9 1
HEIMSMYND 19