Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 75

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 75
láta sjá sig en að lita hárið allt dökkt.“ Hvítar strípur sem margar konur nota til að lýsa háralit sinn geta verið mjög varhugaverðar því á stundum gera þær það að verkum að hárið lítur út fyrir að vera grásprengt. Grátt hár þarf þó alls ekki að þýða það sama og að líta illa út. Konur geta litið mjög vel út þótt hárið sé farið að grána svo lengi sem þær eru vel á sig komnar líkamlega og búa yfir lífsþrótti. Stífar greiðslur, hár sem vantar mýkt og hreyfan- leika, virkar hins vegar elli- legt. „Hjá okkur á Saloon Veh eru engar sérstakar línur ætlaðar konum yfir fertugt,“ segir Elsa. „Hins vegar er mikilvægt að hætta ekki að fylgjast með straumum og stefnum í hártískunni á sama hátt og nauðsynlegt er að fylgjast með fatatískunni. Það er ástæða til að hvetja konur til að vera ekki hrædd- ar við að breyta til og vera opnar fyrir nýjungum. Það virkar yngjandi og eykur sjálfstraust þeirra. Annars er enginn hræddur við að eldast í dag, sjálf er ég fjörutíu og fimm ára og hef aldrei verið ánægðari með lífið.“ Otti við það að eldast býður hættunni heim, þegar hugsunin um að líta unglega út heltekur konur verður það alltaf til að draga athyglina að því sem fela átti. Of mikl- ar megranir, of stutt pils, of mikill farði, of mikill hárlitur er ekki rétta leiðin. Fátt er jafn kjánalegt og mikill mis- skilningur og það þegar kon- ur reyna að halda í æskuna með því að ýta undir sak- leysilegt yfirbragð sem til- heyrir unglingsárum í stað þess að leyfa útlitinu að þroskast með árunum. „Þess- ar konur halda í slegna ljósa englahárið og slaufuskóna sem eiginmaðurinn féll fyrir þegar þær voru nítján ára. Þegar maður sér aftan á o fdökkur farði eldir þig um að minnsta kosti tíu ár, veldu því Ijósari. ar strípur geta gert það að verk- um að hárið lítur út fyrir að vera grásprengt. þessa konu lítur hún út fyrir að vera smástelpa en þegar hún snýr sér við blasir hrukk- ótt andlitið við inn í ljósu lokkaflóðinu,“ segir Heiðar. Öfgar í hina áttina eru einnig til, það er að segja þær ungu stúlkur og konur sem taka að klæða sig í frúardraktir langt um aldur fram. Þær vilja líta vel út og verja oft miklum tíma og peningum í fatnað og snyrtingu en ofgera hlutun- um með þeim afleiðingum að vopnin taka að snúast í hönd- um þeirra. Miklu varðar að fatnaður vinni með útlitinu en ekki á móti. Flestar bæta nokkrum kílóum á sig með aldrinum og stöðugt verður erfiðara að ná þeim af. Þá skiptir miklu máli að vita hvernig hægt er að nota snið og liti til að klæða af sér og draga fram það jákvæða en úr því sem ekki er jafn gott. „Allar kon- ur hafa að minnsta kosti þrjá góða þætti, galdurinn er að draga athyglina að þeim,“ segir Anna Gunnarsdóttir sem sérhæft hefur sig í ráð- leggingum um fata- og lita- val. Ymsar ranghugmyndir eru að hennar sögn við lýði eins og þær að víð föt klæði aukakílóin af og að svart virki grennandi. „Víð föt auka við það sem fyrir er þannig að sá sem er of þung- ur virkar enn meiri. Svört föt grenna ekki eins og svo margir álíta. Það sem þau gera er að sýna nákvæmlega vaxtarlagið.“ Hins vegar er það staðreynd að dökkir litir klæða af en ljósir og skærir bæta á. Þær konur sem eru þykkar niður um sig ættu því alls ekki að vera í hvítum „Að líta vel út er fyrst og fremst spurnlng um hvaða viðhorf mann- eskjan hefur til sjálfrar sín.“ buxum og þær sem eru mjög barmstórar og miklar um mittið ættu ekki að klæðast þverröndóttum toppum. Anna bendir á að þverlínur geti verið mjög varhugaverð- ar. „Stroff á peysu sem dreg- in er niður fyrir læri til að hylja þau dregur athyglina enn frekar að lærunum og raskar hlutföll, líkamans, þannig að búkurinn virðist of langur. Þess í stað ættu læra- miklar konur einmitt að girða peysuna ofan í buxurn- ar.“ Hlutföll líkamans skipta miklu að mati Önnu. Hún bendir á að axlir eigi alltaf að vera breiðasti hluti líkamans og fötin að liggja laus á þeim. Þá á lengd frá hvirfli niður að jakkasídd og þaðan niður í gólf ávallt að vera sú sama, eða sú síðar nefnda lengri. „Hin æskilega ímynd er grannt mitti og langir leggir. Þó að þessi hlutföll séu ekki til staðar geta rétt snið og réttir litir kippt því í liðinn. Þeir sem eru með stutta leggi ættu alltaf að vera í sama lit uppúr og niðrúr en með eitt- hvað skært, til dæmis áber- andi eyrnalokka eða slæðu, til að draga athyglina að efri- hluta líkamans. Það sama gildir um lágvaxnar konur, þær ættu alltaf að vera í skóm, sokkum og buxum eða Á J AJgengur misskilningur er að víð föt klæði af. Staðreyndin er að þau auka við það sem fyrir er. HEIMSM917-6 og 7 HEIMSMYND 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.