Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 64
hennar og glæsileika. Fylgst var með hverju fótmáli þeirra og fjölmiðlar og almenningur virtust aldrei fá nóg af myndum og frásögnum af ungu og fallegu forsetafjölskyldunni. Sú mynd sem blasti við bandarísku þjóðinni var ímynd hinnar samhentu kjarnafjölskyldu. John var þó ekki allur þar sem hann var séð- ur. Líkt og faðir hans var John mikið upp á kvenhöndina og lét fá tækifæri ónotuð til að halda fram hjá eiginkonu sinni. Hann var mikið glæsimenni og konur féllu unnvörpum fyrir honum. James Rousmaniere, skólabróðir Kennedys frá Harv- ard, segir hann hafa haft gífurlegt vald yfir konum. „Ein kær- asta dugði honum aldrei. Þær voru alltaf margar en í misjöfnu uppáhaldi hjá honum.“ Svipað var uppi á teningnum eftir að hann tók við embætti forseta. Þegar Jackie var á ferðalögum í einhverjum erindagjörðum var John vanur að hóa í vini sína og biðja þá um að halda smá hóf. Vinirnir, sem flestir voru gamlir skólafélagar úr Harvard, vissu við hvað forsetinn átti með smá hófi og var þess þá alltaf gætt að bjóða oddatölu, annaðhvort fimm eða sjö manns, þannig að ekki væri hægt að klekkja á Kennedy síðar meir. Sögur af kvennafari forsetans eru óteljandi. Fjölmiðlar hafa á síðari árum verið iðnir við að draga ýmislegt fram í dagsljósið sem sett hefur blett á ímynd hans, aðallega sögur af kvennaflangsi og framhjáhaldi. Mörg fræg nöfn eru á afrekaskrá forsetans eins og Jane Mansfield, Angie Dickinson og Kim Novak. Hins vegar hlífðu fjölmiðlar samtímans forsetanum við sögum af þessu tagi en kvensemin fór ekki fram hjá þeim sem umgengust hann. Svo virðist sem Jackie hafi umborið framhjáhald manns síns, enda alin upp á heimili þar sem faðirinn, John Vernon Bouvier, hélt framhjá konu sinni, móður Jackie, Janet Lee. Þau skildu þegar Jackie var sjö ára. John hafði svipaða fyrirmynd að heiman, litið var á konuna sem stöðutákn og nauðsynlegan þátt í frama stjórn- málamanns. Jackie eyddi stöðugt minni tíma í forsetabústaðn- um sem hún þó lagði metnað sinn í að innrétta á nýjan leik til að koma í upprunalegt horf. Andúð forsetafrúarinnar beindist aðallega að sambandi eiginmanns hennar við leikkonuna og þokkagyðjuna Marilyn Monroe sem hann hitti reglulega á Carlylehótelinu. Samband þeirra hófst árið 1959 þegar leik- konan var viðstödd útnefningu Kennedys til forsetaframbjóð- anda demókrata á landsfundi flokksins. Leikkonan var yfir sig ástfangin af John og lét sig jafnvel dreyma um að taka við hlutverki Jackie í Hvíta húsinu. Skömmu eftir að Monroe söng Happy Birthday Mr. President í níðþröngum pallíettukjól á 45 ára afmæli forsetans í Madison Square Garden, sleit John sambandi þeirra. Sennilega var hann farinn að óttast að sam- bandið kynni að verða honum fjötur um fót. Marilyn varð frá sér af söknuði og hringdi linnulaust í forsetann og sendi hon- um ástarbréf. Forsetinn sá sig knúinn til að senda bróður sinn, Robert Kennedy sem þá var orðinn dómsmálaráðherra, til að tala um fyrir Monroe. Sú sendiferð Bobby Kennedys ku hafa endað með því að ástarsamband tókst með dómsmálaráð- herranum og Marilyn Monroe. Þegar hér var komið sögu var verulega tekið að halla undan fæti fyrir leikkonunni. Hún var djúpt sokkin í áfengis- og lyfjaneyslu og virtist hvorki finna ást né öryggi í einkalífinu. Brátt mun leikkonan einnig hafa verið farin að íþyngja Bobby. Hann er sagður hafa reynt að slíta sambandi þeirra helgina áður en Marilyn lést en hún á að hafa fengið móðursýkiskast og hótað að segja blaðamönnum frá sambandi þeirra. Dauði leikkonunnar kom mönnum í opna skjöldu. Lögregl- an var kvödd að heimili Marilyn Monroe í Los Angeles, tæp- lega hálf fimm aðfaranótt sunnudagsins 4. ágúst 1962. Lík leikkonunnar lá í rúminu, en við hlið þess sátu geðlæknir hennar og heimilislæknirinn. Ráðskonan var að þrífa húsið og þvottavélin gekk á fullu. Líkið hafði greinilega verið fært til og engar skýringar fengust á því hvers vegna dregist hafði að tilkynna lögreglu látið, en talið er að Monroe hafi þá verið lát- in í allt að átta klukkustundir. Niðurstaða réttarkrufningar segir að sjálfsmorð sé líkleg dánarorsök. Strax eftir dauða hennar tóku að ganga sögusagnir um að margt væri á huldu um raunverulega dánarorsök leikkonunnar. Hvíslað var um tengsl hennar við forsetann og bróður hans dómsmálaráð- herrann og margir töldu að maðkur væri í mysunni. Ráðskona Monroe, Eunice Murrey, sem upphaflega neitaði því að Bobby Kennedy hefði komið í hús Marilyn daginn sem hún dó skýrði síðar frá því í sjónvarpsþætti að Bobby hefði komið á heimili leikkonunnar 4. ágúst. Spurningunni um dauða Maril- yn Monroe og tengslin við Kennedybræður hefur ekki verið svarað en því er ekki að neita að dauði hennar varpar skugga /' á minningu forsetans. Önnur ástmey hans, Mary Pinchot Meyer, lést á sviplegan hátt. Fullyrt hefur verið að með henni hafi forsetinn fiktað við eiturlyf, ekki aðeins marijúana heldur einnig ofskynjunarlyfið LSD. Mary var skotin til bana 12. október 1964, þá 43 ára að aldri. Hún hélt dagbók þann tíma sem samband hennar við forsetann stóð. Eftir að hún hafði verið myrt afhenti systir hennar CIA dagbókina og var henni þegar í stað eytt. En það eru ekki aðeins kvennamálin sem varpað hafa skugga á minningu Johns F. Kennedy. íað hefur verið að tengslum forsetans við undirheimastarfsemi mafíunnar, aðal- lega fyrir kunningsskap hans við Frank Sinatra sem lengi hef- ur verið orðaður við þessi glæpasamtök. Sinatra var einnig ná- inn vinur leikarans Peters Lawford, mágs Kennedybræðra. Ein Kennedystelpnanna, eins og ástkonur Kennedyanna voru oft kallaðar, var Judith Campell Exner, en henni kynntist John í gegnum Frank Sinatra. FBI fylgdist grannt með hverju fótmáli Exner vegna tengsla hennar við mafíuna. Annar ást- maður hennar á þessum tíma var mafíuforinginn Sam Gi- ancana. Örlagastundin, 22. nóvember 1963, rann upp. Ungu for- setahjónin veifuðu til fjöldans þegar opin bifreið þeirra ók um götur Dallasborgar í fylgd lögreglu og öryggisvarða. Þangað var forsetinn kominn til að reyna að efla samstöðu innan flokksins og treysta þannig stöðu hans í kosningunum sem áttu að fara fram árið eftir. Fólk hafði flykkst að og stóð í j löngum röðum til að sjá forsetahjónin þar sem bíll þeirra átti að aka fram hjá. Morðinginn, sem síðar kom í ljós að var Lee Harvey Oswald, skaut fyrsta skotinu úr rifflinum í bak forset- ans en við það hné hann útaf í átt að konu sinni. Annað skotið lenti í læri Connallys ríkisstjóra sem hafði snúið sér í átt að forsetanum, en það þriðja kom í hnakka forsetans, rétt aftan við annað eyrað, þar sem hann laut fram í kjöltu konu sinnar. Blóðugt höfuð Johns féll í skaut Jackie sem hrópaði í örvænt- ingu sinni; „Guð minn góður. Þeir hafa drepið manninn minn!“ Læknar sögðu forsetann hafa látist samstundis. Jackie kvaddi mann sinn á líkbörunum á Parkland sjúkra- húsinu í Dallas aðeins örfáum mínútum eftir að hann lést. Hún kyssti líkið, dró hring af fingri sér og lét hann á fingur hans. Þetta var írskur siður: Saman í lífi og dauða. Eftir tíu ára hjónaband var Jackie orðin ekkja með tvö börn, Karólínu og John. Aðeins 93 mínútum eftir dauða forsetans sór nýr for- seti, Lyndon B. Johnson, embættiseið. Við hlið hans stóð ekkjan í blóðugri Chaneldragt. Hápunktur valdaferils Kennedyættarinnar var liðinn, en engu að síður áttu bræðurnir Bobby og Ted eftir að koma mikið við sögu í bandarísku stjórnmálalífi. J.F. Kennedy hafði verið vinsæll forseti, en eftir sviplegt fráfall hans varð minn- ingin um forsetann að goðsögn sem mörgum var svo að segja heilög. Bandaríska þjóðin syrgði með ekkjunni. Fjölmiðlar , fylgdust með hverju fótmáli hennar og barnanna. Jackie reyndi hins vegar af öllum mætti að forðast blaðasnápana og sviðsljósið. Bobby var nánasti ráðgjafi Johns bróður síns og dómsmála- ráðherra í ríkisstjórn hans. Hann var talinn minni kvennamað- ur, þrátt fyrir meint samband hans og Marilyn Monroe og „Me5 gen sem jpessi er öruggt að Kennedyveldið er Mið að vera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.