Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 99
á honum sjálfum, þar sem sektin verður
ráðandi afl í lífi hans upp frá því. Pétur
fer síðan til New York á stríðsárunum,
haslar sér þar völl og kemst í miklar áln-
ir. Hann kvænist tvisvar og eignast tvö
börn. Þegar hann finnur dauðann nálg-
ast ákveður hann með erfðaskrá sinni að
ná sér niður á sínum nánustu en það eru
fleiri uppgjör í vændum . . .
Hver Pétur er skiptir kannski ekki
máli. Hvað hann segir um höfundinn er
hins vegar forvitnilegt. Eg tók eftir því
að einn af stjórnarmönnum Sony heitir
Pete Peterson. „Ef menn vilja kynnast
þeim sem skrifa þá lesa þeir höfundinn.
Eg gerði Pétur eins flókinn og mér var
unnt. Maðurinn er gáfaður og margþætt-
ur. Ætli bókin fjalli ekki um ástina,
dauðann og annað sem gerist á lífsleið-
inni, jafnt glæp og refsingu."
Hvernig hefur hann sjálfur upplifað
ástina? „Sigfús Daðason skáld sagði
að hann skildi ekki upphafið, ekki ástina
og ekki dauðann og þetta þrennt væri
Stjórnendur
fyrirtœkja
hafa
skyldum að
gegna við
hluthafa.
óverðskuldað. Jú, ég hef upplifað ást á
foreldrum mínum, konunni minni, bók-
um og málverkum. Annars kemur ágæt-
ur slagari upp í hugann þegar minnst er á
ást,“ segir hann og skellihlær. „Við
pabbi hlógum okkur máttlausa að þess-
um Ijóðlínum, bíddu hvernig voru þær
nú: Þú ert lukkunnar parnfíll, svei mér þá
- þó ég hafi ekki víða farið, ég er umvaf-
inn kvenfólki, það get ég svarið og minna
gagn gera má.“
Konan í lífi hans er Anna Ólafsdóttir,
28 ára gömul, ljóshærð og frískleg. Hún
kennir eróbik í líkamsræktarstöð á miðri
Manhattan en þau Ólafur kynntust fyrir
átta árum. Anna skýrði þjóðinni frá því í
sjónvarpsþætti Hemma Gunn að hún
hefði krækt í Ólaf í Vesturbæjarlauginni.
Hann kallar hana akkerið sitt, kjölfest-
una. Hún keyrir hann í vinnuna á hverj-
um morgni, eldar kvöldmatinn hans og
hann segir hlutskipti hennar ekki að öllu
leyti öfundsvert. „Stundum býður hún
með matinn þegar ég kem heim klukkan
níu á kvöldin og þá hringir einhver í mig.
i ú hddur það hátíðlegt á Hótel Loffleiðum
Brúðkaup, brúðkaupsnótt, stórafmœli, brúðkaups-
afmœli, merkisdagar innan fjölskyldunnar. Það er
sama hvert tilefnið er. Á Hótel Loftleiðum leggjum við
okk.ur öll fram til þess að gera stóru stundimar í lífi
þínu ógle)’manlegar. Aðstaða til hvers konar veislu-
halda, fyrsta flokks veitingar og góð þjónusta.
Þegar stendur eitthvað til hjá þér skaltu hafa samband
strax við okkur hjá Hótel Loftleiðum.
A.,.
éú m
FLUGLEIDIR
b lipi
Reykjavíkurflugvelli, simi 91-22322
HEIMSMYND 99