Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 105
Ábyrgð. . .
framhald af bls. 12
Friedman, höfuðpostuli frjálshyggju-
manna, setningunni: „Fyrirbærið ókeyp-
is málsverður er ekki til.“ Stjórnendur
Reykjavíkur hafa löngum talið sig í hópi
frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokkn-
um. Samt var því óspart haldið fram, að
Perlan mundi ekki kosta Reykvíkinga
svo mikið sem einn eyri. Þetta yrði gjöf
Hitaveitunnar til Reykvíkinga. Við þá
sem mölduðu í móinn og sögðu að hlut-
verk Hitaveitunnar væri að flytja Reyk-
víkingum og nágrönnum þeirra yl í hús
sín á sem lægstu verði var sagt: Hitaveit-
an getur ekki lækkað verðið á heita vatn-
inu umfram það sem orðið er, þá verður
allt vitlaust hjá því fólki sem heimtar
jöfnun hitakostnaðar úti á landsbyggð-
inni. Nú safnar Hitaveitan í sjóði. Hætt
er við að talsmenn landsbyggðarinnar
seilist í þann sjóð, ef honum verður ekki
eytt snarlega. Eftir átakið á Nesjavöllum
þarf Hitaveitan ekki að leggja í neinar
stórframkvæmdir í veitukerfinu. Þar af
leiðir er útsýnishús á Öskjuhlíð verðugt
viðfangsefni hennar, kostar engan neitt
og mun engin áhrif hafa á verðið á þjón-
ustu Hitaveitunnar!
Nú er væntanlega öllum ljóst, að
„gefandinn" varð að safna upp skuldum
hjá Rafmagnsveitunni fyrir 300 milljónir
til að standa við fyrirheit sín og taka síð-
an erlent lán fyrir 450 milljónir til að
gera upp við þá sem hann hafði seilst í
sjóði hjá til að fjármagna „gjöfina“. End-
anlega verða svo gjafaþegarnir að greiða
fyrir rausnina og höfðingsskapinn. Þetta
er orðið eins og farsi í bókum fabúlista
frá bananalýðveldum Suður-Ameríku,
nema hvað efast verður um að þeim
hefði tekist með hugmyndafluginu að ná
með tærnar í hælför íslensks raunveru-
leika.
En ná hinn íslenski Jón og hin íslenska
Jóna boðskapnum? Næst þegar íslenskur
stjórnmálamaður býður þér í ókeypis
málsverð taktu þá með þér greiðslukort
og vertu viðbúinn því að veðsetja íbúð-
ina þína. Og þér mun ekki duga að af-
þakka. Þér mun ekki duga að mæta ekki
til veislunnar. Þú verður að mótmæla op-
inberlega og bindast samtökum við aðra
um að veislan verði alls ekki haldin.D
SAROTTl
sarotti
Heildsölubirgðir • Islensk Dreifing • Sími 91-68 73 74
HEIMSMYND 105