Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 104
takmarkalaus: drengurinn pantaði aðra
flösku af uppþvottaleginum, þau hlógu
og skríktu, sögðu sögur úr vinnunni. Ein
stúlknanna, ritari deildarstjóra, hét því
að neita að færa honum kaffi frá og með
mánudegi . . . Og það rann upp fyrir
Pétri hversu fánýtt líf flestra er.“
r
Eg spyr Ólaf Jóhann um þennan kafla.
Er þetta viðhorf manns sem hefur
náð á toppinn og horfir undrandi á gleði
óléttrar konu sem fær uppþvottavél?
Hann brosir. Mín afstaða er eins ólík
þessari og verið getur. Lífið í New York
er grimmt og velferð manna fer eftir
peningum þeirra. Enginn heilbrigður
maður getur horft upp á þau bágindi sem
hér blasa alls staðar við og ekki tekið
þau nærri sér. En menn geta líka talað af
tilfinningasemi um eitt og annað þegar
verk þeirra segja allt aðra sögu.“
A minnisblað sem hann skrifaði þegar
hann ók frá flugvellinum inn í borgina
nýlega stendur: Fátœktin í þessari borg.
Eg kom í nótt frá Kaliforníu eftir langa
fundi með bíómönnum. Þeir halda að
peningar vaxi á trjánum, enda sígrœnt
vestra. í bílnum á leiðinni heim frá flug-
vellinum sá ég hvern útigangsmanninn af
öðrum leita eð einhverju í svanginn í
öskutunnum. Heit nótt og lítið réttlœti í
þessum heimi.
Eg velti því fyrir mér hvort hann muni
nokkru sinni leggja stjórnmál fyrir sig.
Því oftar en einu sinni í samtölum okkar
talar hann um að láta gott af sér leiða.
Ólafur Ragnarsson, útgefandi hans og
vinur, segist sannfærður um að það bíði
Ólafs Jóhanns að verða rithöfundur á
heimsmælikvarða. „Við erum þegar bún-
ir að gera samning við sænskt útgáfufyr-
irtæki um útgáfu á nýju bókinni hans, er-
um að ljúka við samninga í Þýskalandi
og Danmörku og fjögur stærstu forlögin í
Bandaríkjunum eru að skoða valda kafla
úr nýju bókinni með útgáfu í huga. Nú í
október er Ólafur Jóhann fyrirlesari á
bókasýningu í Frankfurt þar sem hann
mun fjalla um framtíðarþróun í útgáfu í
tengslum við nýtækni. Eg er alveg sann-
færður um að hans bíður það hlutskipti
að verða mikill rithöfundur."
r
Eg hef engan áhuga á að verða ódauð-
legur. Ég vil helst koma einhverju í
verk áður en ég dey en mitt starf er ekk-
ert merkilegra en annarra. Og fólkið
sem ég umgengst hér í New York eða
Hollywood er ekkert merkilegra en
verksmiðjustrákarnir í Indíana, sem ég
spila körfubolta við, þegar ég er þar. Ég
set mér aldrei það takmark að ná ein-
hverri stöðu - heldur að gera eins vel og
ég get og til þess er ég tilbúinn að vinna
eins og ég þarf.“
Nú eru uppi vangaveltur í blöðum um
hverjir taki við af æðstu stjórnendum
Sony þegar sá tími kemur. Morita sem er
sjötugur fór í mikla hjartaaðgerð í fyrra
og Ohga varð fyrir hjartaáfalli nýlega.
En slíkar vangaveltur eru frekar í ætt við
Pétur Pétursson og hinar raunverulegu
fyrirmyndir hans en ungan mann með
íhugul augu, sem enn er ekki þrítugur.D
HOLHISTl
II III
Hjá okkurfærðu
Hollustubrauðin
sem slegið hafa öll
sölumet.
OMEGABRAUÐ
inniheldur Omega-3.
GR0NNBRAUÐ
inniheldur 100% heilhveiti,
ekkert hvítt hveiti, engan
hvítan sykur og enga fitu.
EKTA SURDEIGSBRAUÐ
á þriðjudögum og fimmtudögum.
Inniheldur m.a. rúg, AB-mjólk, jógúrt,
og er gerlaust. ^ F Á ^
Að auki fœrðu öll önnur brauð og kökur \
sem úrvalsbakarí hefur á boðstólum.
ggl *
BAKARI
Gott bakarí — stoltir bakarar!
Sími: 71500
0|iið alla virka daga frá MS (i; 9-16 uin hclgar. Nfi'J liílaslæái. Smiðjnvcgi 4 E.
104 HEIMSMYND