Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 76
pilsi í sama lit. Konur sem hafa lítið mitti má benda á að v-laga hálsmál hentar sér- staklega vel.“ Anna bendir á að aukahlutir verði að lúta sömu lögmálum og fatnaður- inn, að hjálpa til við að draga athyglina að jákvæðum þátt- um hvers og eins. „Það er ekki nóg að þeir séu fallegir. Áberandi hringur eða arm- band getur til dæmis dregið athyglina að breiðum lærum þegar handleggirnir liggja með síðunum.“ Hálsinn er oft vandamál þegar konur fara að eldast. „Það er sjálf- sagt að reyna að draga at- hyglina frá honum þegar svo er, með því að vera í ein- hverju sem nær upp í háls. Hins vegar þarf það ekki allt- af að vera þykkur rúllukragi. Þunnt tjull og síðar hálsfestar geta gert sama gagn. Ágæt regla fyrir eldri konur er að nota alltaf sinn besta lit næst andlitinu." „Pils sem ná rétt niður fyr- ir hné eða niður á miðjan kálfa eru mjög varhugaverð,“ var nýlega haft eftir banda- ríska tískuhönnuðinum Car- olyne Roehm. Kollegi henn- ar, Donna Karan, er sama sinnis en bendir á að slík pils fari einstaka konu. „Þegar allt kemur til alls er það vaxt- arlag hvers og eins sem ræð- ur því hvað fer vel og hvað ekki. Rétt hlutföll er það sem málið snýst um.“ Roehm ráðleggur konum að nota jafnan háa hæla að kvöldlagi því þeir gefi þokkafullt göngulag og að hafa hálsmál- ið í flegnara lagi þannig að bringubeinið sjáist því það sé það síðasta til að gefa sig. Hvert kíló sem bætist við kjörþyngdina er skref niður á við. Það er þó ekki bara það að reyna að stemma stigu við aukakílóunum sem skiptir máli heldur líka að halda sér í formi með því að stunda einhverja líkamsrækt. Um leið og síga tekur á ógæfu- hliðina í þessum efnum minnkar áhuginn á að líta vel út og það hættir að vera gam- an að máta ný föt. Fataskáp- urinn úreldist smám saman en það að tolla í tísku, eða að minnsta kosti halda í við hana í stórum dráttum, er mikilvægt fyrir alla sem vilja líta vel út. María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður segir íslenskar konur allt of 76 HEIMSMYND hræddar við að nota liti. „Þegar konur fara að eldast ættu þær einmitt frekar að klæðast björtum og líflegum litum. Þær nota dökka liti vegna þess að þær eru að reyna að fela aukakílóin en það má allt eins og oft betur gera með réttum sniðum.“ Nú eru stutt pils í tísku. Eldri konur ættu hiklaust að stytta pilsfaldinn til samræmis við tískuna þannig að hann nemi við hnén eða sé rétt fyrir of- an þau, hafi þær fallega fæt- ur. Pils sem ná rétt niður á mið læri tilheyra hins vegar unglingatískunni. Það er stundum þörf á að benda konum sem komnar eru að þrítugu að tími sé kominn til að segja skilið við unglinga- verslanirnar og taka að klæð- ast vandaðri fötum. Rifnar gallabuxur og bolir sem ná niður í mitti henta unglingum en ekki þeim sem eldri eru. Ágæt ábending fyrir konur á öllum aldri er að í vetur verða þröngar buxur og víðar peysur mikið í tísku. Þessi klæðnaður er mjög grennandi og hefur þann kost að draga athyglina frá vandamála- svæðum eins og maga og lær- um. Þegar líkamlega þættinum sleppir tekur annar og ekki síður mikilvægur við, sá and- legi. Sennilega er ekkert sem skiptir jafn miklu varðandi útlit og afstaðan til lífsins og sjálfrar sín. „Trúi kona því að hún líti vel út þá gerir hún það,“ segir Heiðar Jónsson. I þessu felst mikill sannleikur því rétta hárgreiðslan og stutt pils hjálpa ekki ef kona er hokin í baki og skortir lífs- þrótt. Kona sem býr yfir sjálfstrausti stendur bein í baki og ber sig á allan hátt öðruvísi en sú sem er buguð af lífinu og finnst hún líta illa út. Um leið og konu finnst hún vera farin að láta á sjá og verður óánægð með útlitið sést það á framkomu hennar. Hún fer að taka smærri skref, hættir að sveifla hand- leggjunum þegar hún gengur, verður hokin og dregur sig í hlé með því að horfa niður. „Að líta vel út er fyrst og fremst spurning um hvaða viðhorf manneskjan hefur til sjálfrar sín,“ segir Sölvína Konráðsdóttir sálfræðingur. „Fólk sem býr yfir þrótti, andlegum og líkamlegum, lít- ur vel út. Ég lít ekki svo á að líkamlegt útlit skipti megin- máli heldur þættir eins og það hvernig viðkomandi hreyfir sig, hvort hann er op- inn fyrir nýjum hugmyndum og fær um að brjóta upp hefðbundið lífsmynstur sitt. Kímnigáfa finnst mér líka mjög mikilvæg í þessu ljósi og að fólk sé skapgott. Jafn- framt hvernig það bregst við daglegu amstri og hversu al- varlega það tekur tilveruna. Það er markvisst hægt að kenna fólki að líta nýjum augum á lífið og lyfta þannig af því óþarfa áhyggjum. Þannig getur það yngst upp um tíu til fimmtán ár, bæði í viðhorfi til sjálfs sín og um- hverfisins." Forsenda unglegs útlits er án efa andleg vellíðan og áhugi á lífinu og tilverunni almennt. Það er hins vegar margt sem konur geta gert til að lífga upp á útlit sitt og full ástæða til að huga að þeirri hlið mála. Hver veit nema betra útlit geti hjálpað kon- um til að sjá tilveruna í nýju ljósi og aukið þeim kjark og þor til að takast á við hana þótt unglingsárin séu á enda.D Elín er þrjátíu og sjö ára læknanemi búsett í Danmörku. (sumar vann hún sem aðstoðarlæknir á Landakotsspítalanum en náminu lýkur hún á næsta ári. „Ég held að allar konur gangi í gegnum tímabil þegar þeim finnst æskan vera að hverfa. Þær líta í spegilinn og sjá að andlit- ið hefur misst barnungt yfirbragð sitt. Því er heldur ekki að neita að líkaminn breytist með árunum, æðahnútum fjölgar og keppir sem sí- fellt verður erfiðara að ná a< safnast hér og þar. Það þarf samt ekki að þýða að konur hætti að vera fallegar. Æskudýrkun hefur verið í tísku mjög lengi en staðreyndin er sú að konur eru ekkert síður gjaldgengar þótt þær séu komnar yfir þrítugt. Um daginn fór ég til dæmis út að borða á veitingastað í Reykjavík með eldri systur minni. Hún er mjög glæsileg kona og það var ekki að því að spyrja, hún hreif alla karl- menn á staðnum upp úr skónurn." Elfn hleypur daglega milli sjö og tíu kílómetra til að halda sér í formi. „Skokkið gefur mér þrótt til að framkvæma hluti sem mér finn- ast skemmtilegir. Ég held að með því að vera virkur og gera hluti sem manni finnast skipta máli stuðli að góðu útliti. Gott útlit er ekki endi- lega spurning um hvort maður sé unglegur eða ekki, konur geta verið unglegar án þess að líta vel út.“ HEIMSM917-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.