Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 54

Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 54
verkfallsmenn undir forystu Hannibals reyndu að koma í veg fyrir að sjómenn Gríms útgerðarmanns flyttu saltið í land. Konur létu ekki sitt eftir liggja og börðust af engu síðri vask- leik en karlarnir. Hannibal minntist þess síðar hvernig þær voru dregnar á pilsunum eftir fjörusandinum. Nú var teningunum kastað fyrir Hannibal. Hann var kosinn varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða um þetta leyti og hóf síðan erindrekstur um Vestfirði fyrir sambandið og hjálpaði til við stofnun nýrra verkalýðsfélaga. Meðal annars lét hann mjög til sín taka við stofnun slíks félags í Bolungarvík og kjarabaráttu þess í kjölfarið. Varð sú barátta söguleg í meira lagi. Vorið 1932 var kjaradeila í Bolungarvík og kom Hanni- bal þá til þess að aðstoða verkfallsmenn. Var hann þá tekinn með valdi, dröslað niður á höfn og fluttur nauðugur til ísa- fjarðar. Var það harður bardagi og blóðugur. Miklar æsingar urðu út af þessu máli, en verkfallið í Bolungarvík varaði í rúma tvo mánuði uns samningar tókust. Hannibal Valdimarsson varð nánast landsfrægur með skel- eggri og eindreginni framgöngu í átökum á Vestfjörðum á kreppuárunum. Leiðtogar jafnaðarmanna á ísafirði, þeir Finnur Jónsson og Vilmundur Jónsson, fengu tröllatrú á þess- um harðvítuga kappa og fyrir þeirra orð flutti hann til Isa- fjarðar sumarið 1931. Hann gerðist stundakennari við Gagn- fræðaskólann, en helgaði sig að öðru leyti hreyfingu jafnaðar- manna á staðnum. Var reyndar óspart reynt að varpa rýrð á hann sem kennara af andstæðingum. Peir töldu varhugavert að „ofsamaður í pólitík“ fengist við kennslustörf og reyndu að flæma hann frá kennslu. ATVINNUSTJÓRNMÁLAMAÐUR Og Hannibal var í raun og veru orðinn atvinnustjórnmála- maður. Hann vann við skrifstofustörf hjá Samvinnufélagi ís- firðinga, sem var mikið útgerðarfyrirtæki á vegum kratanna, sá um málgagn þeirra Skutul að mestu og 1932 var hann kos- inn formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs. Þá var Hannibal aðalhvatamaður að byggingu hins glæsilega Alþýðuhúss á staðnum og varð forstöðumaður þess eftir að það tók til starfa. Þar uppi á lofti bjó hann ásamt fjölskyldu sinni og þar var sonur hans, Jón Baldvin, meðal annars fæddur. Jón var því ekki aðeins skírður í höfuðið á formanni Alþýðuflokksins heldur fæddur í sjálfu Alþýðuhúsinu. Árið 1933 var Hannibal kosinn í bæjarstjórn ísafjarðar og átti þar óslitið sæti til 1949. ísafjörður var eitt af höfuðvirkjum Alþýðuflokksins á þessum árum og hélt meirihluta þar í bæjarstjórn áratugum saman. Hannibal varð fyrir hörðum pólitískum árásum enda var hann „hvergi hræddur hjörs í þrá“ og talaði enga tæpitungu. Hann vann náið með mönnum eins og Finni Jónssyni, Guðmundi G. Hagalín, Grími Kristgeirssyni, föður Ólafs Ragnars, og Gufu- dalsbræðrum, meðal annarra Sigurði Guðmundssyni, föður Jóns iðnaðarráðherra. Hann var baráttumaður og þótti skap- heitur og áhrifamikill ræðumaður. Hannibal varð skólastjóri Gagnfræðaskólans á Isafirði 1938, þótti ágætur skólastjóri og var vinsæll meðal nemenda enda lagði hann sig fram um að efla félagslíf þeirra og gera hlut nemenda sem mestan. Margir þeirra urðu síðar meðal helstu stuðningsmanna hans. HALLARBYLTINGAR Á stríðsárunum var Hannibal það mikið kappsmál að Is- lendingar skildu við Dani á sómasamlegan hátt. Hann fyllti þann flokk manna sem kölluðu sig lögskilnaðarmenn, vildi bíða eftir stríðslokum með að lýsa yfir stofnun lýðveldis. Hann hóf mikinn áróður fyrir þessu í blaði sínu Skutli en lenti í andstöðu við flokksforustu Alþýðuflokksins í Reykjavík. Um svipað leyti var Finnbogi Rútur, bróðir Hannibals, kominn í andstöðu við flokksforustuna og myndaðist andófshópur inn- an flokksins sem Hannibal stóð nærri. Það var svokölluð Blöndalsklíka, kennd við Jón Blöndal hagfræðing. Árið 1946 urðu þáttaskil hjá Hannibal Valdimarssyni. Hann var þá kosinn á þing sem landskjörinn þingmaður og í sömu kosningum var Gylfi Þ. Gíslason kosinn í fyrsta sinn. Þessir tveir þingmenn mynduðu á næstu árum eins konar vinstri arm Alþýðuflokksins, voru andstæðir utanríkisstefnu flokksins, greiddu til dæmis atkvæði á móti inngöngu Alþýðuflokksins í Atlantshafsbandalagið 1949, og þóttu einnig standa nærri Sósí- alistaflokknum í verkalýðsmálum. Hannibal var þá orðinn for- seti Alþýðusambands Vestfjarða og leiðandi maður í verk- fallsátökum í landinu. Þessi ágreiningur varð til þess að upp úr sauð árið 1952. Stefáni Jóhanni Stefánssyni var velt úr for- mannssæti Alþýðuflokksins en Hannibal kosinn í staðinn. Þetta var hrein og klár hallarbylting. Jafnframt gerðist hann ritstjóri Alþýðublaðsins. En það stóð mikill styrr um formann- inn Hannibal. Andstæðingar hans innan flokksins litu ýmist á hann sem hættulegan hugsjónamann eða stefnulausan orðhák. Gamla flokksforustan gat ekki unað formennsku hans og gerði flest til að grafa undan Hannibal. Tveimur árum síðar var hann svo felldur úr formannssessi. Flokkurinn klofnaði og Hannibal stofnaði Málfundafélag jafnaðarmanna ásamt fylgis- mönnum sínum. Jafnframt leitaði hann eftir samstarfi við sós- íalista innan verkalýðshreyfingarinnar. Hugtakið hannibalismi varð til og fylgismenn Hannibals voru kallaðir hannibalistar. FORINGI ÞRIGGJA STJÓRNMÁLAFLOKKA Hannibal Valdimarsson var kosinn forseti ASÍ þetta sama ár, 1954, og tveimur árum síðar gekk hann til samstarfs við Sósíalistaflokkinn um kosningabandalag sem fékk heitið Alþýðubandalag. Mun það nafn hafa orðið til á Marbakka í Kópavogi, á heimili Finnboga Rúts Valdimarssonar. Hanni- bal, formaður Alþýðubandalagsins, var settur í annað sæti á lista þess í Reykjavík, næstur á eftir Einari Olgeirssyni, og náði kjöri. Að afloknum kosningum 1956 var mynduð vinstri stjórn og þar var hann félagsmálaráðherra. Sú stjórn sprakk með hvelli árið 1958 þar sem Hannibal lék aðalhlutverkið sem forseti ASÍ. Næstu ár var Hannibal í senn forseti Alþýðusambandsins og Alþýðubandalagsins og leit á sig sem jafnaðarmann, ekki kommúnista. Gömlu félagarnir í Sósíalistaflokknum litu margir á hann með tortryggni og mun hún hafa verið gagn- kvæm. Upp úr sauð svo árið 1967 þegar tekist var á um hverjir ættu að skipa framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þá var haldinn hinn svokallaði Tónabíósfundur, þar sem hannibalistar voru bornir ofurliði, og Hannibal fór út í sér- framboð í Reykjavík og náði kjöri. Blaðið Frjáls þjóð var helsta málgagn Hannibalista og þar komu synir Hannibals mjög við sögu. í nóvember 1968 sagði Hannibal endanlega skilið við Alþýðubandalagið. Hann og fylgismenn hans stofn- uðu síðan nýjan flokk, sem hafði það að markmiði að sameina vinstri menn. Fékk hann nafnið Samtök frjálslyndra og vinstri manna og vann gríðarlegan kosningasigur 1971. Hannibal var formaður flokksins og var það þriðji stjórnmálaflokkurinn sem hann var formaður fyrir. Hefur enginn leikið slíkt eftir hérlendis. Hannibal var í framboði á Vestfjörðum 1971 og sóp- aði að sér fylgi, hinn nýi flokkur hans fékk alls fimm þing- menn kjörna á þing. Þetta var hápunkturinn á ferli hans. Hann varð ráðherra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar þó að hugur hans stefndi ekki í nýja vinstri stjórn. Hann var borinn ofurliði af samþingmönnum sínum í Samtökunum. Áður en sú stjórn sprakk hætti hann ráðherradómi og við tók Björn Jóns- son. Hannibal Valdimarsson, einn litríkasti stjórnmálamaður þessarar aldar, hvarf aftur til upphafs síns, ef svo mætti segja, er hann dró sig út úr vafstri stjórnmálanna. Hann hóf búskap í Selárdal í Arnarfirði á sömu slóðum og faðir hans hafði eitt sinn búið. Hann lést í Reykjavík 1. september síðastliðinn. ÁBERANDI SYNIR Ekkja Hannibals er Sólveig Ólafsdóttir frá Strandseljum í Isafjarðardjúpi. Hún stóð ávallt fast að baki manni sínum og tók á stundum öflugan þátt í pólitísku starfi. Synir þeirra voru Framhald á bls. 92 54 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.