SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 17

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 17
17 fRiðbeRt tRaustason, foRmaðuR ssf, kynnti stöðu kjaRasamningsviðRæðna við samtök atvinnulÍfsins. Hann sagði samtöl fulltrúa SSF og SA engu hafa skilað. Hann sagði tilboð SA eingöngu hljóða upp á almenna 2,8% launahækkun. Stjórn og samninganefnd SSF íhugaði hvort einhver grundvöllur væri fyrir því að leggja tilboð SA í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SSF. fitch Ratings tilkynnti um óbReyttaR hoRfuR Í efnahagsmálum Íslands þ.e. áfRam stöðugaR. Fyrirtækið tilkynnti um mat á lánshæfismati Íslands og að það yrði áfram BBB og BBB+ og að langtímahorfur væru stöðugar. RÍkissaksóknaRi tilkynnti að hann hefði áfRamsent kæRu á henduR innanRÍkisRáðuneytinu, vegna leka á peRsónulegum upplýsingum um hælisleitenda til fjölmiðla, til viðeigandi meðfeRðaR hjá lögReglustjóRa höfuðboRgaRsvæðisins. Þar með var „lekamálið“ svokallaða, sem átti eftir að verða títtnefnt á árinu, orðið að lögreglumáli. ólafuR RagnaR gRÍmsson, foRseti Íslands og doRRit moussaieff, eiginkona hans, voRu gestiR Í séRstakRi móttöku vladimiR pútÍns, foRseta Rússlands, í tilefni af setningu Vetraró- lympíuleikanna í Sotsí í Rússlandi. hanna biRna kRistjánsdóttiR, þáveRandi innanRÍkisRáðheRRa, sagði Í fjölmiðlum að hún myndi ekki vÍkja á meðan lögReglan Rannsakaði leka á peRsónuupplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla. guðRÍðuR aRnaRdóttiR vaR kjöRin foRmaðuR félags fRamhaldsskólakennaRa og tók hún við embættinu af aðalheiði steingRÍmsdóttuR sem gaf ekki kost á séR til enduRkjöRs. opnunaRhátÍð vetRaRólympÍuleikanna Í sotsÍ Í Rússlandi fóRu fRam. pRófkjöR fyRiR lista stjóRnmálaflokka fyRiR sveitaRstjóRnaR- kosningaRnaR, 31. maÍ 2014, voRu fyRiRfeRðamikil á þessum degi en fjölmöRg pRófkjöR fóRu fRam um land allt. tilkynnt vaR að fRamtakssjóðuR Íslands hefði selt 7% hlut sinn Í icelandaiR fyRiR 6,6 milljaRða. Framtakssjóðurinn átti mest um 30% í Icelandair árið 2010 en hafði síðan þá selt smám saman hluti sjóðsins í fyrirtækinu frá þeim tíma og til þessa dags. Samtals seldi Framtakssjóðurinn hlut sinn í Icelandair á 14,4 milljarða á fyrrgreindu tímabili. stefán b. siguRðsson, RektoR háskólans á akuReyRi, tilkynnti að hann hygðist hætta sem RektoR eftiR að RáðningaRtÍmi hans Rynni út þann 1. júlÍ 2014. peningastefnunefnd seðlabanka Íslands tilkynnti að stýRivextiR skyldu veRa óbReyttiR. viðskiptaþing viðskiptaRáðs Íslands fóR fRam á hótel noRdica Í ReykjavÍk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti þingið og gagnrýndi þar Seðlabanka Íslands fyrir gagnrýni sína á skuldaleiðréttingaráformum ríkisstjórnarinnar. peningamál, Rit seðlabanka Íslands, kom út. Þar var greint frá því að Seðlabankinn hefði keypt umtalsverðan gjaldeyri á undan- förnum vikum. Greint var frá því að frá því sem af væri liðið af árinu hefði bankinn keypt erlendan gjaldeyri fyrir 13,5 milljarða króna umfram það sem hann hefði selt. kjaRninn gReindi fRá þvÍ að áhugi væRi fyRiR þvÍ að skRá Íslandsbanka á maRkað Í noRegi. Í blaðinu kom fram að ráðg- jafar á vegum slitastjórnar Glitnis hefðu fundað í Noregi með bankamönnum þar í landi um mögulegan áhuga fyrir því að skrá Íslandsbanka þar á markað. Í sameiginlegRi tilkynningu mp banka og hluthafa ÍslenskRa veRðbRéfa hf. kom fRam að hætt hefði veRið við áfoRm um sameiningu félaganna. Vinna að sameiningu hafði staðið yfir frá því á í maí árið 2013. Rauði kRossinn sendi fatagám til lÍbanons til styRktaR Íbúum Í sýRlandi. Söfnunarátak hafði staðið yfir á vegum Rauða krossins, Fatímusjóðs og hópsins Sendum hlýjan fatnað til Sýrlands, þar sem fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar lögðu söfnuninni lið og söfnuðu yfir tuttugu þúsund flíkum. blaðamannaveRðlaun blaðamannafélags Íslands voRu afhent við hátÍðlega athöfn Í geRðaRsafni samhliða afhendingu verðlauna fyrir bestu myndir og myndskeið við opnun sýningarin- nar Myndir ársins 2013. Verðlaunahafarnir voru þessir: Stígur Hel- gason, Fréttablaðið, fyrir Viðtal ársins 2013; Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson, DV, fyrir Rannsóknarblaðamennsku b a n k a m á l b a n k a m á l b a n k a m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t a l m e n n t s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.