SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 29
29
miðstjóRnaRfunduR fRamsóknaRflokksins fóR fRam Í ReykjavÍk.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, sagði mikinn viðsnúning hafa átt sér stað á
Íslandi og að landið allt væri að njóta sóknarfæra í atvinnumálum.
Hann svaraði gagnrýni sem hafði verið mikil vikurnar fyrir fundinn
varðandi flutning Fiskistofu og sagði flutninginn í samræmi við
byggðaáætlun og benti á að umræðan hefði mátt vera jafnmikil
„um það þegar mörg hundruð störf voru flutt af landsbyggðinni
eða lögð niður á undanförnum árum eins og verður um það þegar
störf eru flutt á landsbyggðina“.
40 áR voRu liðin fRá þvÍ að veguRinn yfiR skeiðaRáRsand vaR
opnaðuR en þá vaR fyRst hægt að keyRa hRinginn kRingum
Ísland á þjóðvegi 1, það geRði bÍll kRistjáns eldjáRns foRseta.
sævaR fReyR þRáinsson vaR
Ráðinn foRstjóRi fjölmiðla-
fyRiRtækisins 365. Hann tók
við starfinu af Ara Edwald. Sævar
Freyr hafði áður gegnt starfi for-
stjóra Símans.
um 1300 manns komu saman á útifundi á lækjaRtoRgi og
kRöfðust þess að bundinn yRði endiR á heRnám ÍsRaela Í
palestÍnu. Fundargestir hrópuðu „frjáls Palestína“.
vilhjálmuR hjálmaRsson, bóndi fRá
bRekku Í mjóafiRði, fyRRveRandi
þingmaðuR, menntamálaRáðheRRa og
RithöfunduR lést, 99 áRa að aldRi.
lánshæfismat Íslands hjá matsfyRiRtækinu moody›s kom út.
fyRiRtækið mat lánshæfið óbReytt, baa3. Í tilkynningu sagði
að batnandi efnahagur og minnkandi skuldir hins opinbera auk
nokkuð sterks hagvaxtar ýtti undir lánshæfi landsins.
gunnaR bRagi sveinsson, utanRÍkisRáðheRRa, fundaði
með petRó poRosjenkó, foRseta úkRaÍnu, og pavló
klÍmkin utanRÍkisRáðheRRa landsins, Í kænugaRði ásamt
utanRÍkisRáðheRRum lettlands og póllands. Á fundinum var
rætt um það hvernig mætta tryggja frið og öryggi íbúa Úkraínu.
Gunnar Bragi sagði áríðandi að vopnahléi væri komið á milli
stjórnvalda og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.
ásta stefánsdóttiR sem leitað hafði veRið af fRá þvÍ 10. júnÍ
fannst látin Í bleiksáRgljúfRi. Leitað hafði verið að Ástu frá
því sambýliskona hennar fannst látin í gljúfrinu þann 10. júní.
jón hákon magnússon, fRamkvæmdastjóRi
og fyRRveRandi fRéttamaðuR sjónvaRpsins,
lést 72 áRa að aldRi. Jón Hákon lauk námi í
stjórnmálafræði og blaðamennsku í Bandaríkju-
num 1964 og starfaði við blaðamennsku, meðal
annars á Tímanum. Jón Hákon varð fréttamaður
í Sjónvarpinu 1970, þá gegndi hann starfi fram-
kvæmdastjóra markaðssviðs Hafskips hf. 1982-1985. Jón Hákon
stofnaði ásamt eiginkonu sinni KOM ehf., Kynningu og markað,
árið 1986 og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
talsmaðuR landsviRkjunaR gReindi fRá þvÍ að ekki væRi til
næg RafoRka Í landinu til að Reka allaR kÍsilveRksmiðjuR sem
áfoRmað eR að Reisa héR á landi. Talsmaður Landsvirkjunar segir
að umframeftirspurn eftir raforku þýði að til nýrra virkjana þurfi að
koma. Sökum þessa hafi öllum fyrirvörum við raforkusölusamning
við United Silicon vegna kísilvers í Helguvík verið aflétt. Forstjóri
Landsvirkjunar sagði í fréttatíma Ríkisútvarpsins að jafnvel þótt
hægt yrði að uppfylla þarfir United Silicon lægi fyrir að ekki væri
næg raforka í landinu til að uppfylla þarfir allra þeirra fyrirtækja
sem hér vilja reisa kísilver.
gunnaR nelson, baRdagakappi úR mjölni, hélt áfRam að slá
Í gegn Í fjóRða ufc baRdaga sÍnum þegaR hann lagði Zak
cummings Í o2 - höllinni Í dublin á ÍRlandi. Gunnar var á
þessum tímapunkti ósigraður í fjórtán bardögum.
bandaRÍski kvikmyndaleikstjóRinn Quentin taRantino veiddi
maRÍulax sinn Í hÍtaRá. Þrátt fyrir það fór veiði í laxveiðiám
landsins hægt af stað og náði sér í raun aldrei á strik.
gRÍðaRstóR skRiða féll Í suð-austuRhluta öskjuvatns. Skriðan
kom af stað flóðbylgju í Öskjuvatni og óróapúls sem stóð yfir í
um 20 mínútur kom fram á jarðskjálftamælum á sama tíma. Að
öllum líkindum var þetta stærsta berghlaup sem átt hefur sér stað
á landinu í margar aldir.
fyRiRtækin 365 miðlaR og tal tilkynntu að unnið væRi að
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t
a l m e n n t
a l m e n n t