SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 41

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 41
41 fólki vaR Ráðlegt að halda sig innandyRa á húsavÍk sökum mikillaR gosmengunnaR en styRkuR bRennisteinsdÍóxÍðs mældist þaR hæst 4.800 mÍkRógRömm á RúmmetRa um tÍma. Ekkert lát virtist vera á gosinu í Holuhrauni. peningastefnunefnd seðlabanka Íslands Ráðlagði bReytta stýRivexti, úR 6% Í 5,75%. Stýrivextir höfðu haldist óbreyttir í tvö ár. M‘ar Guðmundsson, Seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að „allir dauðöfunda Íslendinga af stöðunni í efna- hagsmálum“. Hann sagði að útlitið væri harla gott ef framtíðarspár bankans rætast. Verðbólga hafði verið undir 2,5% prósenta mark- miði Seðlabankans síðan í febrúar og hafði minnkað enn frekar í haust. Í október mældist hún 1,9% miðað við 3,6% á sama tíma árið 2013. iceland aiRWaves tónlistaRhátÍðin Í ReykjavÍk vaR sett. Við upphaf hátíðarinnar stigu um 50 hljómsveitir og listamenn á svið á sjö tónleikastöðum víðs vegar um miðborg Reykjavíkur. Alls koma um 220 listamenn fram á hátíðinni, þar af um 70 erlendar hjómsveitir. Áætlað er að um 9000 manns hafi sótt hátíðina. ekkeRt gekk Í að semja við lækna og tónlistaRkennaRa. Tón- listarkennarar höfðu verið í verkfalli í um tvær vikur og þá höfðu læknar boðað áframhaldandi verkfallsaðgerðir. landsbankinn tilkynnti um hagnað bankans um 20 milljaRða kRóna fyRstu nÍu mánuði áRsins 2014. Það er tveimur milljörðum króna minna en á sama tíma árs 2013. Í tilkynningu bankans kemur fram að lækkun hagnaðar stafi af hækkun skatta en skv. tilkynningu nam hækunin um 32%. fjáRaukafRumvaRpið vaR lagt fyRiR alþingi. Í frumvarpinu kom fram að afkoma ríkissjóðs batnar um hátt í 46,7 milljarða króna á árinu 2014. Skýringin er arðgreiðslur frá bönkum og lækkun skuldar Seðlabankans við ríkissjóð. veRkfalli bæjaRstaRfsmanna Í kópavogi vaR aflýst skömmu áðuR en það átti að hefjast á þessum degi. Samningar voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara örfáum klukkustundum áður en boðað verkfall átti að hefjast. mikið hafði veRið um eRlenda oginnlenda kvikmyndafRamleiðslu á Íslandi á áRinu, RÍkisútvaRpið gReindi fRá þvÍ Í úttekt á fjáRaukalögum að RÍkissjóðuR enduRgReiði 1,4 milljaRða áRið 2014 vegna kvikmyndafRamleiðslu og hefuR þessi upphæð aldRei veRið hæRRi. „Kvikmyndaiðnaður á Íslandi veltir því rúmum sjö milljörðum á þessu ári. Langstærstur hluti þeirrar upphæðar er tilkominn vegna erlendra kvikmyndaverkefna. Á fjárlögum ársins 2014 var gert ráð fyrir 837 milljóna króna framlagi í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar“ sagði í frétt Ríkisútvarpsins. Í frumvarpi til fjáraukalaga bættust 580 milljónir við þá upphæð og heildarup- phæðin því 1,4 milljarðar. sigunduR davÍð gunnlaugsson, foRsætisRáðheRRa, og bjaRni benediktsson, fjáRmálaRáðheRRa, héldu blaðamannafund Í höRpu um leiðRéttingu veRðtRyggðRa fasteigna- veðlána. Fram kom að mun fleiri hefðu sótt um skuldaleiðréttingu en búist hefði verið við. Á fundinum kom fram að skuldir heimila sem féllu undir skilyrði skuldaleiðréttingar lækkuðu um 20% og meðallækkun næmi 1.350 þúsund krónum. Sigmundur sagði að engu að síður væri verið að uppfylla fyrirheit og að niðurstaðan væri margt betri en hann hefði gert ráð fyrir. Bjarni sagði að bætt staða í ríkisfjármálunum leyfði meiri hraða í aðgerðunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Við náum að lágmarka vaxtakostnaðinn með því að hraða þessum aðgerðum,“ var haft eftir Bjarna í frét- tum Ríkisútvarpsins. Gert hafði verið ráð fyrir að fjármögnun aðgerðanna yrði lokið í árslok 2016 en ekki 2017 eins og áður hafði verið áætlað. „Ríkissjóður borgar alltaf reikninginn vegna þess að þetta er fjármagnað af skattfé sem hefði þá verið hægt að ráðstafa í að lækka skuldir eða eitthvað annað,“ sagði Friðriki Már Baldursson, prófsessor í hagfræði, um skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar í fréttum Ríkisútvarpsins. tilkynning baRst til fjölmiðla fRá hönnu biRnu kRistjánsdóttuR, innanRÍkisRáðheRRa, vaRðandi játningu fyRRveRandi aðstoðaRmanns sÍns gÍsla fReys valdóRssonaR. Fram kom í tilkynningunni að Gísli hefði játað að hafa afhent skjal úr ráðuneytinu varðandi hælisleitanda til fjölmiðla í nóvem- ber 2013. „Trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart mér, ráðuneytinu og almenningi öllum er algjört og alvarlegt. Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu. Í framhaldi af játningu Gísla Freys var honum fyrirvaralaust vikið úr störfum í ráðuneytinu“ sagði í tilkynningu Hönnu Birnu. b a n k a m á l m e n n i n g s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.