SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 40

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 40
40 hRoss Í oss kvikmynd benedikts eRlingssonaR og fRiðRiks þóRs fRiðRikssonaR hlaut kvikmynda-veRðlaun noRðuRlandaRáðs en verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldinn í Stokkhólmi. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Norðurlandaráðs sem Ísland hlýtur þau verðlaun. Þá fékk Reykjavíkurborg náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. mikil gosmengun mældist á akuReyRi og mældist styRkuR bRennisteinsdÍoxÍðs um 4.000 mÍkRógRömm á RúmmetRa þegaR veRst vaR. foRmannskosning fóR fRam Í noRðuRlandaRáði en þing noRðuRlandaRáðs fóR fRam. Aldrei áður hafði það gerst að formannsefni í Norðurlandaráði fengi mótframboð, hvað þá að frambjóðendurnir kæmu frá sama landi. Venja hafði skapast um að valnefnd tilnefndi formannsefnið. Fulltrúar vinstri flokka í ráðinu ákváðu mörgum að óvörum að bjóða fram Steingrím J. Sigfús- son sem forsetaefna en valnefndin hafði áður tilnefnt Höskuld Þórhallsson til forseta ráðsins. Svo fór að Höskuldur Þórhallsson var kjörin forseti Norðurlandaráðs. Steingrímur fékk níu atkvæði en Höskuldur 52 atkvæði. Rb hélt fagRáðstefnu á icelandaiR hótel natuRa ReykjavÍk. yfiRskRift RáðstefnunnaR vaR fRamtÍðin Í upplýsingatækni fjáRmálafyRiRtækja 2.0. Færri komust að en vildu því mikill áhuga var fyrir ráðstefnunni sem snéri að því hvernig upplýsingatækni í fjámálageiranum mun þróast á næstu árum. Fyrirlesarar voru David Rowan, ritstjóri Wired Magazine, Birna Einarsdóttur, bankastjóri Íslandsbanka, Jean Yves BRUNA, framkvæmdastjóri stefnumála og þróunar hjá Sopra Banking Software, Theódór Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis, Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, og Þorstein Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá RB. alþjóðlega noRðuRslóðaRáðstefnan - aRctic ciRcle – vaR sett Í höRpu. Um 1400 manns sóttu ráðstefnuna frá 34 löndum þ.m.t. fjölmargir fulltrúar erlendra ríkisstjórna, vísindamönnum og fulltrúum stórra fyrirtækja. Angela Merkel, Þýskalandskeisari, ávarpaði ráðstefnuna frá Þýskalandi en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt opnunarræðu og í kjölfarið ávarpaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ráðstefnuna. landssamband ÍslenskRa útvegsmanna og samtök fiskvinnslu-stöðva sameinuðust Í eitt félag, samtök fyRiRtækja Í sjávaRútvegi. Með því lagðist LÍÚ niður í þeirri mynd sem það hafði verið. Markmið nýrra og sameinaðra samtaka er að „gæta hagsmuna íslensks sjávarútvegs í heild og sinna verkef- num í sjávarútvegi, veiðum, umhverfisvernd, menntun, markaðssetningu og sölu“ sagði í tilkynningu nýrra samtaka. Á stofnfundinum tók Jens Garðar Helgason við formennsku af Adolfi Guðmundssyni sem gegnt hafði formennski í LÍÚ frá því árið 2008. nóvembeR Íslenska kvikmyndin vonaRstRæti Í leikstjóRn baldvins Z fékk aðalveRðlaun noRRænu kvikmyndadaganna Í lübeck Í þýskalandi. Þorsteinn Bachmann, einn aðalleikara myndarinnar, veitti verðlaununum viðtöku. þRátt fyRiR stÍfa samingafundi hjá samninganefnd félags tónlistaRkennaRa og sambands ÍslenskRa sveitaRfélaga Í húsakynnum RÍkissáttasemjaRa þokaðist lÍtið áfRam Í kjaRadeilu þeiRRa. Verkfall hafði staðið yfir hjá tónlistarkennurum í á aðra viku. faRþegaflugvél lenti á keflavÍkuRflugvelli með mann sem talin vaR beRa ebólu- veiRuna. Almannavarnarnefnd var virkjuð en síðar kom í ljós að ekki var um Ebólu að ræða. um 4.500 manns komu saman á austuRvelli að mati lögReglu til að mótmæla. Ýmist var verið að mótmæla ríkisstjórninni, hækkun virðisaukaskatts á matvæli, afturköllun Evrópusamband- saðildar sem og að sýna tónlistarkennurum og læknum samstöðu. Forsætisráðherra sagðist sammála sumu en öðru ekki. veRkfallslota hófst hjá skuRðlæknumog stóðu yfiR Í tvo sólaRhRinga. Tveggja daga verkfall á flæðisviði og aðgerðasviði spítalans hófst. m e n n i n g m e n n i n g s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.