SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 48

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 48
SSF - LEIÐANDI STÉTTARFÉLAG SSF er í forystu við gerð kjarasamninga sem tryggja góð réttindi og kjör félagsmanna. Stéttarfélag sem tryggir gott samstarf við atvinnurekendur, aðildarfélög og trúnaðarmenn með hag félagsmanna að leiðarljósi. Launa- og viðhorfskannanir Launatöflur gefa raunhæfa mynd af launakjörum meirihluta félagsmanna. Skýrar upplýsingar og samanburður við laun annarra á aðgengilegri reiknivél á www.ssf.is Lág félagsgjöld Einungis 0,7% af grunnlaunum. Ráðgjöf við félagsmenn Upplýsingar um réttindi og skyldur og aðstoð við túlkun kjarasamninga. Stuðningur og lögfræðiaðstoð við þá sem þurfa aðstoð við starfslok eða vilja leita réttar síns vegna kjara- og réttindamála. Þess vegna ættir þú að vera í SSF: Lífeyrisréttindi Hefðbundinn samtryggingarsjóður (6+4%) og 2+2% í séreignarsjóð. Að auki greiða atvinnurekendur strax 2% í séreignarsjóð sem hækkar í 7% eftir þriggja ára starf. Veikindaréttur Fjórir og hálfur til tólf mánuðir, eftir starfsaldri, fyrir fastráðna starfsmenn. Einn mánuður á fullum launum og annar á 50% launum fyrir lausráðna. Hærri laun í fæðingarorlofi og fjölskylduvænn vinnutími Tryggir fastráðnum starfsmönnum í fæðingarorlofi full laun upp að hámarki fæðingarorlofssjóðs og almennt fjölskylduvænan vinnutíma hjá flestum félagsmönnum. Líf- og slysatryggingar Fastráðnir starfsmenn eru tryggðir allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum. Styrktarsjóður Greiðir sjúkradagpeninga að loknum veikindarétti auk styrkja vegna forvarna og endurhæfingar. Menntunarsjóður Niðurgreiðir kostnað vegna náms allt að helming námsgjalda við einingametið nám.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.