SSFblaðið - Dec 2014, Page 48

SSFblaðið - Dec 2014, Page 48
SSF - LEIÐANDI STÉTTARFÉLAG SSF er í forystu við gerð kjarasamninga sem tryggja góð réttindi og kjör félagsmanna. Stéttarfélag sem tryggir gott samstarf við atvinnurekendur, aðildarfélög og trúnaðarmenn með hag félagsmanna að leiðarljósi. Launa- og viðhorfskannanir Launatöflur gefa raunhæfa mynd af launakjörum meirihluta félagsmanna. Skýrar upplýsingar og samanburður við laun annarra á aðgengilegri reiknivél á www.ssf.is Lág félagsgjöld Einungis 0,7% af grunnlaunum. Ráðgjöf við félagsmenn Upplýsingar um réttindi og skyldur og aðstoð við túlkun kjarasamninga. Stuðningur og lögfræðiaðstoð við þá sem þurfa aðstoð við starfslok eða vilja leita réttar síns vegna kjara- og réttindamála. Þess vegna ættir þú að vera í SSF: Lífeyrisréttindi Hefðbundinn samtryggingarsjóður (6+4%) og 2+2% í séreignarsjóð. Að auki greiða atvinnurekendur strax 2% í séreignarsjóð sem hækkar í 7% eftir þriggja ára starf. Veikindaréttur Fjórir og hálfur til tólf mánuðir, eftir starfsaldri, fyrir fastráðna starfsmenn. Einn mánuður á fullum launum og annar á 50% launum fyrir lausráðna. Hærri laun í fæðingarorlofi og fjölskylduvænn vinnutími Tryggir fastráðnum starfsmönnum í fæðingarorlofi full laun upp að hámarki fæðingarorlofssjóðs og almennt fjölskylduvænan vinnutíma hjá flestum félagsmönnum. Líf- og slysatryggingar Fastráðnir starfsmenn eru tryggðir allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum. Styrktarsjóður Greiðir sjúkradagpeninga að loknum veikindarétti auk styrkja vegna forvarna og endurhæfingar. Menntunarsjóður Niðurgreiðir kostnað vegna náms allt að helming námsgjalda við einingametið nám.

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.